Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1933, Qupperneq 6

Fálkinn - 16.12.1933, Qupperneq 6
1 F Á L Ií I N N Roííugildran. EINU sínni var maður, sem flakkaði milli bæja og seldi rottugildrur. Þetta voru litlar gildrur úr stál- vir og liann bjó þær til sjálfur í tómstundum sínum, en efnið sníkti bann í verzlunum og verksmiðjum, svo að útgjöldin voru ekki teljandi. En eigi að síður var þetta býsna óarðbær atvinna, svo að stundum varð hann að bregða fyrir sig betli til þess að halda í sjer lífinu. Það getur enginn gert sjer í liugarlund, hve líf þessa vesa- lings förumanns var ömurlegl og tilbreytingarlaust; en þó bar það við endur og eins að liann komst í einhver æfintýri, sem brugðu ofurlitlum bjarma á til- veruna. Þannig bar svo við eitt dinnnukvöld, að hann kom auga á lítinn gráan kofa við veginn, og án þess að liugsa sig um drap hann á dyr til þess að hiðja um húsaskjól um nóttina. Eigi var honum neitað um það, og það sem meira var: þegar hann kom inn sá hann engin svipsúr andlit, eins og hann var vanur að sjá. Húsráðandinn, alúðlegur gamall maður, sem hvorki átti konu nje börn, virtist meira að segja gleðjast því að fá gest til sín í einverunni. Það fyrsta sem hann gerði var að setja graut- arpott á hlóðirnar og bjóða gest- inum kvöldverð. Og þegar þeir höfðu matast, skar hann svo stóran spotta af tóbakshönkinni sinni, að það nægði í pipu handa þeim báðum: loks tók liann fram spil og bauð gestinum að spila við sig. Jafn gjafmildur og bann var á graut og tóbak var hann líka hvað alúðlega viðræðu snerti. Áður en suðan kom upp á grautarpottinum hafði gestur- inn fengið að vita, livaða mað- ur hann var og livernig liögum lians væri háttað. Meðan hann var í fullu fjöri hafði hann bú- ið á hjáleigu frá höfuðbólinu Ramsjö, þar sem járnbræðslan var, en síðan hann hætti að geta unnið, var það kýrin hans, sem hafði sjeð honum farborða. Hann lagði hvað eftir annað spilin frá sjer í miðju spili til þess að segja frá kúnni sinni, þessum kostagrip, sem mjólkaði svo vel. Hann gat sent mjólkina í mjólkurbúið á hverjum degi, já, síðasta mánuð liafði hann fengið hvorki meira eða min ía en þrjátíu krónur fyrir mjólk. Gesturinn hefir víst sett upp efunarsvip, þegar hann heyrði þetta, því að gamli maðurinn stóð upp undir eins, gekk út að glugganum og tók leðurpung niður af nagla í gluggakarmin- um. Og upp úr pungnum dró hann þrjá samanbrotna tíkrýn- inga, hjelt þeim upp að augum gestsins, kinkaði íbyggilega kolli og stakk þeim svo ofan í pung- inn aftur. TMfORGUNINN eftir fóru báð- ir snemma á fætur. Bónd- inn liafði nógu að sinna, að mjólka kúna og koma nytinni í búið, og hinum fanst víst ekki hlýða að liggja áfram í hólinu, en húsbóndinn væri kominn á stjá. Fóru þeir sam- tímis á burt. Húsbóndinn af- læsti hurðinni eftir þeim og stakk lyklinum í vasa sinn. Gest- urinn þakkaði fyrir sig og kvaddi og svo fór hvor sína leið. En að hálftíma liðnum stóð gildrusalinn tötraklæddi á ný við kofann. Hann reyndi ekki að opna hurðina, liann fór beint að glugganum, braut eina rúð- una, stakk hendinni inn og greip punginn með peningunum. Hann tók upp tíkrýningana þrjá, stakk þeim í vasá sinn og hengdi svo punginn kyrfilega á sinn stað og hvarf inn í skóg- inn . En maðurinn með rottugildr- urnar, sem þrammaði þarna á- fram með peningana í vasan- um var daprari í bragði en liann átti vanda til, er liann hafði veitt vel. ,Ömurlegt er þetta lif og verður jafnan“, andvarpaði hann. „Það er hart að þurfa að stela til þess að geta dregið fram lífið. Jeg kippi mjer ekki upp við að stela frá ríkisbænd- um eða fyrirfólki, en þegar skaðinn lendir á þeim, sem eru Iítið betur settir en maður sjálf- ur, þá kemur einskonar undar- legt beiskjubragð í munninn á mjer“. IJann gekk þann dag allan án þess að koma í nokkurt þorp, Með því að komið var langt fram í desember var orðið dimt um klukkan fjögur, og þetta látlausa þramm í myrkrinu, yf- ir stokka og steina, yfir keldur og kviksyndi var síður en svo skemtilegt. Ilann streyttist móti þreytunni meðan liann gat en loks yfirbugaðist hann og hnje ljemagna til jarðar. En um lcið og hann lagðist útaf heyrði hann hljóð, reglu- bundin hljóð af höggum. Það var ekki um að villast og hann settist fljótt upp. „Þetta eru liamarshögg“, sagði bann við sjálfan sig. „Hjer bljóta menn að vera á næstu grösum“ . Hann stóð upp og staulaðist áfram á hljóðið og tók á því, sem hann átti til. AMS.T Ö- JÁRNBRÆÐSLAN, sem nú er að kalla lögð niður, var í fullum blóma í bá daga, með smiðju, valsvjelum og járnsteypu. Eitt langa, dimma vetrar- kvöldið rjett fyrir jólin voru smíðameistarinn og einn af sveinum hans í smiðjunni og hiðu þess að járnið hitnaði i aflinum, svo að þeir gætu lagc það hvítglóandi á sleðjann. Það var mjkill gauragangur í smiðjunni. Það hrakaði í

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.