Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Síða 13

Fálkinn - 19.12.1936, Síða 13
F Á L K I N N II Bonzó 'bundinn. Frá tjaldstað XIII. Tjaldbúðir á Vatnajökli. y ot'an á. Snjórinn bylur á blaktandi tjaldinu. Ef við sláum neöari á súð- ina, hrynur hann snöggvast af, svo birtir inni fyrir en eflir örlitla stund er alt orðið fannbarið á ný. Hundarnir eru bundnir á streng rjett hjá tjaldinu. í gærkveldi gróf jeg gryfju handa þeim lil að liggja í en aðeins Bonzó ög Helgi höfðu vit á að leggjast í þær. Hinir, bræð- urnir Úlfur og Sverrir, eru ókyrrir og veina og væla ámátlega. Ahlmann hjelt vörð uin tjaldið til kl. 14. Þá skreiddist jeg út. Fór i mina einu þurru ullarskyrtu undir liráblauta og hálffreðna gúmmi-ljereftsúlpu. Það er versta verkið — að einu öðru und- anteknu! Snjórinn þyrlast niður í tjaldgróf- ina svo jeg hefi varla við að halda súðinni snjólausri. Svo gref jeg frá dyrum á hinu tjaldinu. Eftir litla slund kemur Mak út og byrjar að grafa í kringum sitt tjald. Skafliríð- in minkar og eftir 4 klst. mokstur eru bæði tjöldin frí úr snjó og standa í 2.5 m. djúpuin gryfjum með snjó- dyngjum umhverfis. Nú er kominn miðdv. 6. maí: Veðr- ið var allgott um morguninn og rof- aði snöggvast til lofts. Var nú bú- ist til ferðar, en um 11-leytið tók að rigna til muna og síðan jókst rign- ingin og helst óslitin til kvölds. Við hýrðumst í tjöldunum og liöfðum dauflega vist. Undir kvöldið skreidd- umst við í pokana, sem nú eru orðn- ir talsvert rakir lijá okkur Ahlmann, en yfirleitt rennblautir og ekki not- hæfir hjá fjelöguni okkar sem ekki hafa legið á sleðum. Sjáanlega höhl- umst við ekki lengur við á þessum stað. 7. maí. Slydda og siðan rigning um morguninn. Allir i votum svefn- pokum, svefnlitlir eða alveg svefn- lausir eftir nóttina. Kalli kvefaður. Skallagrímur vatnsloppinn á fótum. Afráðið að fiytja niður á Múlasker og halda svo til byggða með vol föl til að fá þau þurkuð og hressa þá, sem lakast eru á sig komnir. — Um 13-leytið erum við komnir niðdr að Múla og tjöldum þar vestan undir Sleðahaus i þoku og hellirigningu. VII. Til bygða. Jafnskjótt og við höfðum iokið við að tjalda höldum við Skallagr. og kalli af stað með einn „púlk“ i eftirdragi og þar á þrjá poka með votum fötum. Við ætlum niður að Hoffelli, fá fötin þurkuð, útvega 20 kg. af hundamat og sækja vikuforða af mat lianda okkur úr forðabúri, sem við eigum út í Höfn. Ahlmann og Mak verða kyrrir i tjöldunum. Þessa ferðalýsingu mun jeg gera sein stysta. Við gengum fram Múl- ann og niður einstigi eitt þröngt og 200 m. hátt sunnan í Múlahömrun- um og vorum þá koinnir niður á Hoffellsjökul á ný. Alt af hjelst þok- an og rigningin. Jökullinn var nú háll eftir rigninguna og margar sprungur höfðu opnast síðan við vor- um þarna á uppleið fyrir 10 dögum síðan. Bæði vegna þokunnar og af því að krækja fyrir jökulsprungur bar okkur af rjetlri leið vestur á bóginn og þar lentum við í íshryggj- um og gjám, sem hvergi sá fram úr. Alt umhverfið sýndist ömurlegt og tröllslegt i þokunni og miðnættis- liúminu. Við hjeldum okkur stöðugt á hreyfingu en fórum gætilega. Und- ir morgun ljetti þokunni, svo við gátum komist á greiðari leið og lentum lieilu og höldnu i klofanum, sem gengur upp í jökulinn norður af Svínafelli. — Um þessar mundir svifti þokunni skyndilega af og liin lengi þráða sól skein í lieiði. Fag- url þótti okkur þá í bygðinni! Er. nú tók Skallagrímur að kvarta um máttleysi og sinadrátt i fótunum og urðum við Kalli loks að skilja við hann og hraða okkur heim að Svina- felli. Þangað komum við um fóta- ferðartima eftir 16 klst. ferð frá tjöldunum. Sigurbergur bóndi i Svínafelli brá fljótt við og fór með hesta til að sækja fjelaga okkar. Eftir nokkra dvöl í góðu yfirlæti a Svínafelli hjeldum við Skallagrím- ur yfir að Hoffelli, en Kalli varð eftir. Ekki komum við Guðmundi á Hoffelli ineð öllu óvænt! Hann hafði dreymt þrjú naut um nóttina, sem komu innan með fjalli. Þar af voru tveir kálfar svartir og mein- leysislegir, en þriðja nautið var rautt og illilegt á svip. Voru allir á einu máli um það, að rauði boli væri min fylgja því mjer hafði vaxið rautt skegg í útilegunni. Eftir að hafa koniið Sigurði undir læknishendi á Höfn og rekið önnur erindi gisti jeg að Hoffelli um nótt- ina. En næsta dag hjeldum við Kalli upp í tjaldstað í fylgd með Guðmundi og Sigurbergi. — Þeir fjelagar höfðu notað vel þurkinn daginn áður, svo nú voru öll föt og allir svefnpokar þurrir. Mundi nú ekki hjól hamingjunnar fara að snúast okkur í hag? VIII. Hríðardagur á Vatnajökli. Mánudagskvöldið 11. mai erum við aftur komnir norður á hájökul i 1200 m. hæð yfir sjó, nokkuð riorð- ur fyrir fyrri tjaldstaðinn. Aftur er komið hríðarveður. Færið er þungt og við liöfum verið í 6 klst. að brjót- ast áfram 7.5 km. upp í móti. Þessa nótt var hið versta veður. S- stormur og stórhrið, enda varð þá bátstapi við Austurland. Og nú end- urtekur sama sagan sig 5 næstu daga: Snjómokstur og aftur snjó- mokstur og innistöður. Ef einum degi er lýst, má heita að þeir sjeu allir. Það byrjar vanalega með því, undir morguninn þegar jeg losa svefninn, að jeg heyri úr poka Ahl- manns i hálfum hljóðum: „Sefur þú?“ — „Ekki fast“, segi jeg án þess að bæra á mjer. Eftir dálitla slund: „Hvað gerir loftvogin nú?“ — Svo seilist jeg i loftvogina og lireyfi mig sem minst. „Jú, lnin hef- ir fallið siðan í gærkveldi“. — „Nú, þá verður hábölvað veður í dag. 1 gær var hún stigandi, og þá var bölvað. Vatnajökull hlýtur að vera djöfullegasti staðurinn, sem til er á þessari jörð“. Þessu samsinni jeg, því nú er jeg hættur að vera bjart- sýnn. Svo líður til kl. 8. Þá er kall- að yfir í tjaldið til fjelaganna: Hei gubbar, eruð þið vaknaðir? „Jú-ú“, er svarað dræmt einhversstaðar djúpt neðan úr svefnpoka. „Hvað fá- um við að horða i dag?!“ — Þá fer að rætast úr Kalla: „Jeg var að hugsa um að hafa flesk og brúnar baunir“. „Ágætt, við erum orðnir soltnir". Brátt heyrist suða i oliu- vjelinni og nú klæðum við okkur og skríðum út, mokum snjó og athug- um hundana, Þá kallar Kalli með þrumuraust: „Maturinn tilbúinn“. Hann þarf ekki að kalla nema einu sinni. Við skríðum sem fljótast inn í matartjaldið og liagræðum okkur þar sem best má verða. Fleskið snarkar á pönnunni, 3—4 vænar sneiðar á livern disk og flot í ofanálag. Okkur rekur óljóst minni til þess, að ein- hverntíma höfum við kynst fólki niðri á jörðunni, sem ekki getur etið feitt kjöt! Undarlegt fólk. — Svo kemur í ljós stór pottur með brúnum baunum. Tvær stórar ausur á mann af hnausþykkum baunum. Og alt hverfur í snöggu augabragði. Þó Siðasti tjaldstaðurinn. Á Vagnsstöðum í Suðursueit. Jón frá Laug út- deilir brauði og kakó. Frá Skaftafelli. Röltinn, þar sem Oddur ríki býr. I baksýn Öræfajök- ull með Hvannadalshnúk.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.