Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Qupperneq 16

Fálkinn - 19.12.1936, Qupperneq 16
14 F Á L K I N N Æfimtýrið iim mtvarpið^ Það er svo um flestar upp- götvanir mannanna, sem við njótum góðs af dags daglega, aS þær þykja orSnar svo sjálf- sagSar aS maSur nennir ekki aS hugsa um þær, enda eru þær búnar aS lifa mannsaldur og þaSan af meir. Gufuvjelin, járn- Lrautirnar og eimskipin eru nú fyrirbæri, sem veraldarsagan segir skólabörnum frá og sama er aS segja um ritsímann og tal- símann og jafnvel þær uppgötv- anri sem við teljum til nútíma- kynslóðarinnar vegna þess að þær eru enn að verða fullvaxta, svo sem mótorinn, bifreiðin, notkun rafmagnsins til ljósa, bita og suðu, og sömuleiðis grammófónninn. Alt er þetta, sem talið var, börn nítjándu aldarinnar. Víki maður að öðru sem er nær má fyrst minnast flugvjelanna; menn sannfærð- ust ekki um þýðingu þeirra fyr en á fyrsta tug þessarar aldar og Iiagnýta þýðingu fóru þær ---- . . . i ekki að bafa fyr en á stríðsár- unum og eftir stríðiS. Og enn yngri eru loftskeytin, þráðlaust samtal og útvarpið. Miðaldra menn hafa átt kost á, að fylgj- ast með þróunarsögu þessara útvarpstækja svo að segja frá byrjun, frá ófullkominni bernsku til þess þróunarstigs, sem þráð- lausa tæknin er nú komin á. En eins og svo margar aðrar uppgötvanir á þráðlausa tækn- in sjer langa forsögu, og er eitt merkasta skrefið í þróunarferli liennar var það, er Marconi steig um aldamótin síðustu með þráðlausri firðritun. Lengi bafði heimurinn liaft sæmilega full- komna ritsíma, sem tengdi sam- an álfur veraldarinnar, en þetta samband bygðist á málm- þræði, sem strengdur var á stólpum um löndin eða lá ein- angraður á mararbotni. En nú var mönnum kunnugt, að eins- konar rafmagnsöldur gátu bor- ist um loftið, án nokurrar leiðslu og Marconi tókst að bagnýta sjer þessar öldur til þess að senda merki gegnum loftið, frá einni stöð til annarar. En þegar menn voru að lesa um þessar fyrstu tilraunir Marconi, er hann liafði komið sjer upp stöðvum sinni livoru megin við lága hæð, og ljet hleypa af byssu á annari stöðinni og blustaði sjálfur á hinni og lieyrði hvellinn í lilust- unartækinu — og svo á eftir sjálfan livellinn gegnum loftið (raföldurnar berast margfalt fljótar en hljóðið), gerðu fæstir sjer í hugarlund, að upp af þessum ófullkomnu tilraunum mundi spretta ein hin merkasta nýjung vorra tíma, sem nú bef- ir bókstaflega sigrast á öllum fjarlægðum. — Marconi notaði aðeins merki, alveg eins og rit- síminn bafði gert, morse-staf- rófið, með strikum og punktum. Árið 1896, eða fyrir aðeins fjöru- tiu árum var þessi uppgötvun bans komin svo langt, að liann gat sent skiljanleg skeyti þrjá kíló- metra, árið eftir gat hann sent 50 kílómetra og í desember 1901 voru fyrstu þráðlausu skeylin send yfir Atlantshafið. Vitanlega urðu þessar til- raunir Marconi til þess, að mönnum fór að detta fleira í hug. Úr því að hægt var að senda morse-merkin gegnum loftið, var þá ekki liægt að senda þær raföldur, sem fluttu málróm manna gegnum tal- símalínur? Talsímatæknin ligg- ur í þvi að breyta hljóðum í raf- magnsöldur, senda rafmagns- öldurnar eftir þræði úr málmi og breyta þeim i hljóð aftur á viðtökustaðnum. Og úr því að liægt væri að senda morse-merk- in án þess að nota þráð, þá hlyti að vera mögulegt að senda „talsímamerkin“ á sama liátt! Þannig rökræddu fróðir menn þetta mál. Vísindamennirnir gerðust til þess að taka þessa lilið loftskeytanna til athugunar og byrjuðu á þvi um aldamótin, og fjölmargir hugvitsmenn ein- Ijeittu rannsóknum sínum að þessu. Tilgátan reyndist rjett, það kom á daginn að það var hægt að tala á milli tveggja á- halda án þess að þráður væri á milli þeirra; það leið ekki nema til ársins 1902 að ameri- kanska prófessornum Reginald Aubrey Fessenden eðlisfræðingi tækist að tala „skiljanlega“ við stöð í 1600 metra fjarlægð. Ell- efu árum síðar var málinu þok- að svo vel áleiðis, að talað var þráðlaust milli Berlin og Nauen (þar sem hin mikla útvarpsstöð er nú) og árið 1914 var orðið hægt að talast við milli Berlín og London alla leið, án þess að nota nokkurn þráð. Svo kom heimsstyrjöldin og Berlinarbú- ar kærðu sig ekkert um að tala við London eða gagnkvæmt og tilraunirnar með þráðlaust sam- tal liættu í bili. Þetta mál var alt á tilraunastigi og það gleymd- ist um sinn, því að hernaðar- þjóðirnar þóttust hafa annað þarfara að gera en að sýsla með tilraunir, sem óviss árang- ur væri af. Loftskeytin komu þeim þó að notum — meira en nokkur maður getur gert sjer grein fyrir — en það voru eingöngu notuð dulmálsskeyti. Hitt hefði verið ómögulegt, að tala við samherja sína, því að nógir væru lil að hlusta á það, sem máttu ekki lieyra. Alt sner- ist um það að nota sem mest loftskeytin; þau þektu menn og þau sviku ekki. En þá tóku Ameríkumenn for- ustuna í tilraununum og þeir urðu forustumenn hins þráð- lausa firðtals yfir örðugasta hjallann. Árið 1915 var bæði talað og sendur hljóðfæraslátt- ur frá amerískri stöð austur yf- ir Atlantsliaf, og þegar heimur- inn fór að draga andann aftur eftir styrjaldarbrjálæðið, var tækninni svo vel á veg komið, að farið var að nota þráðlaust tal í hagnýtu skyni. En meðan þessu fór fram höfðu menn uppgötvað nýja blið á þessari stórvægilegu uppgötvun; húri var að vísu notað sem samband milli tveggja aðila, sem þurftu að talast við, en sá var hængur- inn á, að óviðkomandi menn, sem höfðu heyrnartæki gátu hæglega hlustað á þessi samtöl, og það gat stundum komið sjer illa. Nú hafa nýjar uppgötvanir útilokað svona „hlustara“, en einmitt þessi ágalli hinna fyrsu viðtalstækja þráðlausra varð til þess, að hægt væri að tala frá einum stað til ótakmarkaðs fjölda hlustenda, sem aðeins þyrftu að stilla viðtæki sín á þá öldulengd, sem sendistöðin notaði. Það var þetta, sem varð upphafið að því, sem nú hefir lagt undir sig heiminn og nú er kallað „hroadcasting“, „rund- funk“, „kringkasting“ og sem margir kalla aðeins „radio“ og við köllum útvarp. Útvarpið var fullkomnari og hraðfleyg- ari boðberi, en nokkurntíma hefir verið til i veröldinni. Því að þó að maður hugsaði sjer að menn væru svo raddsterkir, að þeir gætu kallast á landsend- anna á milli þá barst þó hljóð- ið milli þeirra miklu fljótar með útvarpinu, við það að hljóð öldunni er breytt í rafmagns- öldu, sem ber hljóðið og skilar þvi aftur í hljóðöldumynd, sem eyrað getur skynjað. Hljóðið fer sem sje aðeins 332 metra á sekúndu. En rafmagnsaldan í'er 300.000.000 metra á sama tíma, eða viðlíka liratt og ljós- ið. Til þess að gera þennan mis- mun skiljanlegan, þarf helst að leita til þeirra fjarlægða, sem eru stærri en svo að þær finnist á hnettinum. En svo að við höld um okkur við jörðina og reyn- um að taka dæmi þaðan, án þess að leyta til annara stjarna eða tunglsins, þá verður útkom- an sú, að rafmagnsalda loft- skeytanna gæti brugðið sjer tuttugu sinnum kringum bnött- inn þar sem hann er breiðast- ur — á miðjarðarlínunni — meðan bljóðið er að komast þá leið, sem við göngum á tólf sekúndum! Og þessvegnæ er ó- hætt að fullyrða, að fullkomn- ari boðberi verði aldrei til í heiminum en útvarpsöldurnar. Því að hversu sem tækni manns- andans vex, mun lienni þó al- drei takast, að breyta hraða ljóssins eða rafmagnsöldunnar. Þeir sem ganga í fylkingar- broddi þeirrar liugsjónar, að nota útvarpið sem allsherjar frjetta- og menningarmiðil nú- timans voru Ameríkumenn og Bretar, sjerstaklega Ameríku- menn. Það liöfðu komið fram, meðan á tilraununum stóð, ýms- ir áhugamenn, sem veittu til- raunum þesum athygli. Þeir liöfðu náð sjer í nauðsynlega hluti til þess að smíða sjer sjálf- ir „hlustara“. Þetta voru í fyrsl- unni einkum loftskeýtamenn,

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.