Fálkinn - 19.12.1936, Síða 22
MARIE HAMSUN: k AIIPSTA » A IRFF.IRftlN
Þessi saga fjallar um Pjetur
þann, sem kallaður var Fjósa-
Pjetur, en œttarnafn lians vissi
enginn, því að það var aldrei
notað.
Hann hafði vistast þarna á
hænum þegar hann var lítill,
sem niðursetningur á sveitinni
cg snemma var hann látinn
fara að hjálpa til við gegning-
arnar. Og árin liðu. Nú var
liann stór og fermdur og fjekk
eigi aðeins föt og fæði heldur
Iíka kaup, þó ekki væri það
liátt, heldur lítil uppörvun.
Hann fjekk eitt ullarreifi og
venjulega finrm krónur fyrir
jólin; svo átti hann eggin, sem
svarta hænan verpti í tunnuna
í fjósgöngunum.
Fjósa-Pjetur var orðinn mað-
ur með mönnum og ýms trún-
aðarstörf voru honum falin.
Það var hann, sem sendur var
í kaupstaðinn á Þorláksmessu
til þess að sækja vörurnar, sem
húsmóðirin hafði beðið um í
símanum.
Þaði var.ekki á hverjum degi,
sem Pjetur ók í húsbóndasleð-
anum með bjarnarfeld á linján-
um. En svo er heldur ekki Þor-
láksmessa á liverjum degi, og
Pjetur tók upphefð sinni með
stillingu. Hann hafði vanist því
frá bernsku að taka flestu með
stillingu og þessvegna misli hann
ekki jafnvægið svo hann færi
að hoppa eða syngja, þegar
Brúnka var komin fyrir sleðann
með finu bjölluaktýgin hús-
hóndans.
Húsbóndinn kom út með
slásslegan yfirfrakka og sagði,
að Pjetur gæti fengið hann í
dag, það væri betra upp á sam-
ræmið.
Pjetur fór í frakkann utan
yfir sparijakkann sinn og hnepti
að sjer. Hann var ferðbúinn.
Prr .... Brúnka! .... stattu
kyrr! Haltu snöggvast í tauin-
ana fvrir mig, sagði hann við
eitt af börnunum, sem stóð hjá.
Jeg gleymdi dálitlu!
Hann fór inn í hesthúsið,
hnepti frá sjer frakkanum og
náði með erfiðismunum eld-
spítustokk og sígarettuöskju úr
huxnavasa sínum. Hann opnaði
öskjuna og tók sígarettu úr
henni. Þessa öskju hafði hann
fundið uppi i skógarkofa um
haustið. Nokkrir veiðimenn
höfðu legið þar við og þeir
höfðu skilið eftir öskju með al-
veg heilli og óbrúkaðri sigar-
ettu. Merkilegt að nokkur mað-
ur skyldi gleyma slíku. Pjetur
undraðist það ríkidæmi og
eyðslu, sem það lýsti að skilja
svoleiðis eftir. Ríkur var hús-
bóndinn og frúin rausnarleg, en
aldrei hafði það komið fyrir, að
þau fleygðu frá sjer heilli sig-
arettu.
Pjetur hafði geymt sígarett-
una síðan, en honum fanst hann
geta leyft sjer að kveikja í henni
í dag og reykja af henni eins
og hálfan þumlung. Og þess-
vegna tók hann nú upp öskjuna
og eldspíturnar, setti hvort-
tveggja í húfuna og húfuna á
höfuðið. Þá gæti liann náð til
sígarettunnar á rjettum tíma.
Og rjett á eftir gátu allir,
sem langaði, sjeð þegar Pjetur
ók í kaupstaðinn.
Og marga langaði til þess.
Allstaðar ])ar sem Pjetur fór
framhjá, voru andlit í gluggun-
um. Fólk varð að skoða, hvaða
stórmenni það var, sem ók út
veginn með bjöllur á aktygj-
unum.
Já, glápið þið bara, hugsaði
Pjetur og var háleitur og fann
til sín. Hann kærði sig ekkert
um alla þessa glugga, það var
aðeins einn gluggi á allri leið-
inni, sem honum var ekki sama
um og það var langt þangað
ennþá, því að sá gluggi var rjett
fyrir utan kaupstaðinn.
Ja, herra minn! Ef það vildi
nú svo vel til, að hún liti út
um gluggann í dag og sæi hver
væri á ferð í fina sleðanum!
Hann hafði eiginlega ekki
sjeð hana síðan í sumar, þegar
hún sat yfir kúnum í nágranna-
selinu.
Þegar rigndi hafði hann svo
oft hjálpað henni og leitað uppi
kálfana fyrir hana og því um
líkt. Hann liafði líka lagt líf
sitt i hættu til að ná í hindber
lianda henni.
Nú man hann steikjandi heit-
an sólskinsdag. Þau sátu í mjúk-
um mosa í skrælþurri mýrinni
og hún var svo ósegjanlega vær
og alúðleg í hitanum að hún
lagði sig endilanga með höfuðið
á hnjánum á honum. Svo hló
hún og gat ómögulega hætt að
hlæja og því siður gat hún
risið upp aftur.
Hann er að hugsa um þetta
og honum liýrnar um allan lík-
amann. Hann hrettir frakka-
kragann niður og andvarpar
þungt.
I sama bili hleypur Brunka
út undan sjer, eins og hún væri
að skjótast úr vegi fyrir ein-
hverjum. En það var nú ekki
mikið að láta,’það var bara hún
lialta Maren, sem átti heima
þarna á næstu grösum. Og þó
Brunka hrykki við þá hrökk
Maren enn meira við; hún
hrökk svo eftirminnilega við
að hún datt og lá eins og skata
á vegarbrúninni.
Hvernig fórstu að þessu?sagði
Pjetur og staðnæmdist.
Æ, sagði hún, og stóð upp
með mestu erfiðismunum, —
það fór eins og búast mátti við,
þegar gömul og gigtveik kona
mætir höfðingjum, sagði hún
og kýmdi. — Það var verst með
mjólkina.
Já, það var verst með mjólk-
ina, það sá hann nú. Fatan
hennar lá á hvolfi við veginn og
hver dropi hafði farið niður.
Sestu upp á sleðann, Maren,
sagði hann, ekki skaltu mjólk-
urinnar missa, þó svona færi.
Jeg skal sjá um, að þú fáir lögg
á rnorgun til jólanna. Og jeg
skal reyna að koma með liana
sjálfur, hætti hann við.
Og svo settist Maren glöð og
ánægð aftan á sleðann.
Jeg á ekki svo langa leið,
sagði hún. En það er ekki svo
oft sem manni er boðið að aka.
Já, nú fara jólin að nálgast,
sagði Pjetur, Já, víst er svo,
sagði Maren og andvarpaði.
Nú, svo hún andvarpaði. Pjet-
ur sagði: Hefirðu ekki hugsað
þjer fyrir jólamat og þesshált-
ar, Maren?
Ojæja, það er nú aðallega
mjólkin. Hún er vön að koma á
sínum tíma, jafn áreiðanlega og
jólin koma, sagði hún. Og svo
var hún vön að fá fleskbita hjá
nágrannanum, það brást heldur
ekki. Svo því vafr öllu óhætt.
Þú munt ekki hafa eignast
hveitibollur?
Hveitibollur? Nei, nú ertu að
gera að gamni þínu.
Ónei, þetta var ekkert spaug.
Hann átti hænu. Svarta liænu.
Og nú var hann með sleðann
fullan af eggjum, sem svarta
liænan hafði verpt. Það yrðu
einhver ráð að víkja að henni
fullum poka af hveitibollum og
meira til. Svo ef það væri eitt-
hvað sjerstakt, sem liana lang-
aði í til jóladaganna skyldi hún
hara segja til, sagði Pjetur og
var bólginn af velmegun.
Já, ef hann væri svo göfug-
lyndur að víkja henni einni
flösku af steinolíu þá kæmi það
sjer vel. Hún skyldi láta liann
liafa tóma flösku með sjer, ef
hann vildi aðeins hinkra við
hjá kofanum hennar.
Steinolíu? Datt henni ekkert
annað í hug? Ein flaska af
steinolíu — það var nú smá-
ræði fyrir Fjósa-Pjetur.
En Maren gat ekki dottið
neitt annað í hug — þetla kom
svo óvænt.
Langaði hana ekki í eina
flösku af saft? Út á jólagraut-
inn!
Jú-ú. Úr því að hann sagði
það, þá — —
Nú voru þau komin að Mar-
enarkofanum. Hún þakkaði hon-
um margsinnis fyrir aksturinn
og alt hitt. Aldrei liafði nokkur
maður verið eins vingjarnlegur
við hana, sagði hún. Og hún
fjekk tár í augun. Og Pjetur
líka.---------
Hann ók áfram. Beina leið
að ákveðnum glugga.
Nú var tími til kominn, að
gera nauðsynlegan undirhún-
ing. Hann staðnæmdist í svo-
litlu rjóðri, tók ofan húfuna.
náði í sigarettuna og kveikti í
lienni. Svo ók hann hægt áfram.
Og nú var það í guðs hendi,
hvo.rt svo vildi til að hún sæi
hann.
Hann gat ekki gert svo lítið
úr sjer, að snúa höfðinu til lilið-
ar um leið og hann færi fram-
hjá. En hann gaut hornauga til
hússins, og liann fann hlýjan
blóðstraum alveg ofan í hæla,
þegar hann sá andlitið á henni
bak við rúðuna. Drottinn blessi
hana, hún var svo falleg!
Svona, nú var hann horfinn
úr augsýn, svo að nú gat liann
slökt i sígarettunni. Hann skirpti
á ltana til að slökkva neistann,
lagði stuhbinn aftur ofan í öskj-
una og slakk svo öllu í húfuna
aftur, til þess að tefja sig ekki
um of.
Pjetu,r fjekk að bíða i búðun-
um í dag. Ilvar sem liann kom
inn voru einhverjir aðrir fýrir
og hvernig sem hann fór að,
var hann alstaðar afgreiddur
siðastur. Það sópaði að honum
meðan liann sat á sleðanum, en
í búðunum var hann bara núll
og Fjósa-Pjetur. Hver gat líka
talað með krafti og myndugleik
við svona skrúðbúinn búðar-
mann, með liárlokk ofan á enni
og gildan gullhring á fingrinum.
Pjetur stóð lúðulakalegur úti
við dyr í bókaversluninni. Það
lá illa á honum, því að tíminn
leið og það var farið að skyggja.
Þá laukst hurðin upp og einn
gesturinn enn kom inn og það
var — já það var þá hún
hún Amanda.
Átti liann að trúa, að hún
hefði elt hann þangað. Komið
þangað hans vegna?
Það kom á hann og hann
reif af sjer liúfuna. Og sígar-
ettuaskjan og spítnastokkurinn
þeyttust fram á gólf ..........
Pjetri hefði fundist það há-
líð hjá þessu, þó að þakið hefði
riðið ofan og marið alla til
hana, senr inni voru.
En fólkið skemti sjer og tal-
aði unr sigarettuliylkið hans.
Það væri ekki sjerlega fallegt,
fansl því.
Og Amanda liló mest af öll-
um.
Pjelur beygði sig og fór að
týna sanran hlutina, og ljet
dragast sem lengst að líta upp
aftur. En þá loks að hann leil
upp var liann orðinn blóðrjóð-
ur í frarnan af áreynslunni.
Amanda hló enn. Hann var
þá eins og hirðfífl, það var ó-
mögulegt að hætta, ef maður