Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Qupperneq 28

Fálkinn - 19.12.1936, Qupperneq 28
26 F Á L K I N N Ibamaimal Sagam af Ihoanum PJetri^ sem fór mpp í tinnglíð* Æfintýri. Einu sinni var drengur, sem lijet Pjetur. Hann átti heima hjá móður sinni, sem var fátœk ekkja. Af því að þau voru svo fátœk þurfti Pjetur að viuna mikið, þó að ekki væri hann nema 12 ára. Hafði hann at- vinnu hjá kaupmanni einum ríkum. Einu sinni bað kaupmaðurinn hann nð fara í sendiferð nokkuð langt, og vera fljótan. Þegar Pjetur liafði lok- ið erindinu, og var á heimleið, mætti hann gamalli konu, sem bar svo þung- an bagga á bakinu, að hún var al- veg að hníga niður af þreytu. Pjetur var góður drengur, og bauð hann gömlu konunni að bera baggann með henni. Konan varð fegin og þáði boðið, og hjeldu þau siðan heim til hennar. Þegar þangað var komið þakkaði konan honum fyrir, fór síð- an inn og kom að vörmu spori út aftur með dálítið teppi með ein- kennilegum vefnaði. Sagði hún að hann mætti eiga l>að fyrir hjálpina. J’jetur þakkaði fyrir, braut teppið saman, og hugsaði með.sjer að móð- ir sín gæti notað það fyrir ábreiðu blan á rúmið sitt. Hjelt hann síðan af stað aftur. Ekki hafði hann gengið lengi áður en hann mætti annari gamalli konu. Þegar hún gekk fram hjá Pjetri, varð henni fótaskortur, og datt hún og meiddi sig. Pjetur hljóp þá til hennar, hjálpaði henni á fætur og studdi hana heim. Konan fór þá inn og sótti lítinn og kvist- óttan lurk, sem hún sagði að hann mætti eiga fyrir hjálpina. Pjetri þótti ekki mikið til stafsins koma, en Ijet þó ekki á því bera, heldur þakkaði kurteislega fyrir. Hugsaði hann með sjer að hann gæti gefið mömmu sinni liann i eldinn. Hjelt hann síð- an áfram, en ekki var hann kominn lagt þegar hann mætti þriðju kon- unni. Dró liún á eftir sjer vagn með þungu hlassi og var auðsjáanlega mjög aðframkomin af þreytu. Pjctur bauð lienni strax að draga vagninn fyrir hana, og þáði hún það. Var það langur vegur og varð Pjetur mjög þreyttur. Loks komust þau alla leið, og þá sagðist konan verða að launa honum hjálpina, og tók upp úr vasa sínum lítinn spegil og gaf lionum. Pjetur var ekkert gefinn fyrir spegla, þótti slíkt mesti óþarfi og hjegómi, en hugsaði samt með sjer að mömmu sinni þætti kanski gaman að honum, hún ætti ekki mikið af slíku glysi. Þakkaði hann þvi kon- unni fyrir, og hjelt svo af stað. Mundi hann þá eftir því að hann hafði átt að flýta |sjer, en nú var liann áreiðanlega búinn að vera alt- of lengi. Hljóp hann þá eins og fæt- tir toguðu, uns hann kom heim til liúsbónda síns. Húsbóndinn var þá hinn reiðasti, og rak Pjetur úr vist- inni, sagðist hann ekki vilja hafa í sinni þjónustu stráka, sem slórðu svona og svikjust um. Aumingja Pjetur vildi ekki fara heim til mömmu sinnar, þvi að liann vissi að þetta myndi hryggja liána svo mikið’. Gekk hann því út í skóg, og settist þar á gamlan, fallinn trjástofn, mjög bryggur í huga. En alt í einu lieyrði hann hljt'mifagra rödd fyrir aftan sig, sem sagði: „Vertu ekki hryggur Pjetur, því að þú ált eftir að verða hamingjusamasti maður í landinu". Pjetur leit við, og sá þá skínandi fagra álfkonu í hvítum klæðum. Álfkonan sagði: „Þú liefir nú mist atvinnuma vegna þess að þú vildir hjálpa þeim sem bágt áttu. En nú skaltu vita að allar þessar gömlu konur, sem þú hjálpaðir, var jeg og engin önnur. Tók jeg á mig þessi gerfi til þess að reyna þig. En hlutirnir sem jeg gaf þjer, eru ekki eins ómerkilegir og þú liyggur, því að það eru töfragripir. Ef þú slærð einhvern hlut með stafnum og segir um leið: „Hokus, Pokus“, þá verður sá hlutur samstundis að gulli. En ef þú breiðir te]>pið úl, og sest á það og nefnir um leið einhvern stað, flýgur það samstundis með þig til þess staðar. En spegillinn hefur þá náttúru, að í honum getur þú sjeð, hvað sem þú óskar. Og hafðu nú þetta í laun fyrir hjálpsemi þína og góðvild“. Að svo mæltu hvarf álf- konan. Pjetur tók þá upp gripi sína og fór að skoða þá. Leit liann þá í spegilinn og sagði: „Það vildi jeg að jeg sæi nú hvert jeg á að fara“. Birtist þá strax í speglinum mynd af stórri og fallegri konungshöll. Breiddi hann þá út teppið, settisl á það og nefndi konungshöllina. Óð- ara lyftist teppið upp, og sveif óð- fluga ’geguum loftið, uns það stað- næmdist fyrir framan konungshöll- ina. Gekk Pjetur inn og spurði, hvort hann gæti fengið nokkra atvinnu. Var honum þá fenginn sá starfi að gæta nautgripa konungsins. Ekki hafði hann hátt kaup, að eins nokkra eir- skildinga um mánuðinn. En hann breytti þeim í gullpeninga með stafn- um sínum, og sendi móður sinni altaf helminginn. Þannig liðu nokkur ár og varð Pjetur vel þokkaður af öllum, fyrir hjálpsemi sína og gott viðmót. Fjekk liann seinna stöðu sem þjónn i höllinni, og þótti honum það vegsauki, ]>ví að konungurinn þótti vandur á verkafólk sitt. Iíonungur- inn átti dóttur eina, forkunnarfagra. Var hún á sama aldri og Pjetur. Hafði hún þá þegar fengið marga biðla, en allir höfðu ]>eir fengið af- svar. Svo bar við eitt sinn þá er konungsdóttir var 18 vetra, að fólk sá hóp af stórum fuglum koma fljúg- andi í fjarska. Þegar þeir komu nær, sáu menn að þetta voru ekki fuglar, heldur stórir vængjaðir hestar, og sat maður á hverjum. Staðnæmdust þeir fyrir framan höllina og sligu menn- irnir þar af baki og gengu inn. Voru þeir miklir vexti, og voru höfuð þeirra alveg hnöttótt og fult eins slór og skrokkurinn. Voru þeir og beiðgulir á hörund. Var einn þeirra mestur vexti, og hafði hann kórónu inikla, á höfðinu. Sá gekk fyrir kon- ung og mælti: „Jeg er Teitur konung- ur í tunglinu, og er hingað kominn ásamt 12 ráðgjöfum mínum, til þess að biðja dóttur þinnar, og þykjist jeg vita að þú munir ekki hafna svo göfugu gjaforði". Konungur varð vandræðalegur, og kvað dóttur sína skyhlu ráða þvi. Var nú kallað á meyna, og er 'hún heyrði hvað um var. að vera, þvertók liún með öllu fyrir þann ráðahag. Varð Teitur hinn reiðasti, og sagði að þau skyldu hittast seinna, og þá slcyldi hún sjá hver ráðin hefði. Hjelt hann síðan á braut, með fylgdarmönnum sínum. Svo bar lil eitt sinn, nokkru seinna að konungsdóttir var á skemtigöngu í aldingarði sínum, ásamt hirðmey sinni. Kólnaði ]>á í veðri, og bað hún þernuna að skreppa inn og sækja yfirhöfn hennar. Hún hljóp inn, en er hún kom aftur var konungsdóttir horfin. Var hennar leitað víða, en árangurslaust. Ljet konungur þá það boð út ganga, að hver sá sem fyndi hana, skyldi fá hana fyrir konu, og konungríkið eftir sinn dag. Margir göfugir riddarar fóru að leita henn- ar, en alt kom fyrir ekki. Mundi þá Pjetur eftir speglinum, tók hann upp og leit í hann og ósknði að hann sæi þann stað sem konungsdóttirin væri geymd á. Kom þá í ljós mynd af tunglinu. Pjetur tók ]>á teppið. settist á það og nefndi tunglið. Tókst teppið þá á loft, og stáðnæmdist ekki fyr en inni í liöll tunglkonungsins. Sat konungsdóttir þar grátandi i stór- um sal, og var klædd í dýrlegan Jæja, börnin góð, nú er ekki seinna vænna en að fara að lnigsa um jólagjafirnar, að minsta kosti ekki þær, sem þið ætlið að búa til sjálf. Hjerna ælla jeg að segja ykk- ur frá, hvernig þið getið farið að smíða skemtilegar jólagjafir. Annað er hvorki meira nje minna en heil brúðustofa með allskonar húsgögn- um og hitt er járnbrautarvagn. BRÚÐUSTOFAN. Hvernig líst þjer á að smíða brúðu- stofu handa henni systur þinni? Þú brúðkaupsskrúða. Varð luin bæði liissa og afarfegin þegar Pjetur kom. Sagði hún að þegar hirðmeyjan befðu farið inn, hefði hún ekki vitað fyrri lil en Teitur hefði komið á vængjahesti. Ilefði hann gripið sig og flogið með sig upp í tunglið. Ætti brúðkaup þeirra að fara fram eftir eina klukkustund, og bráðum inundi Teitur IJoma og sækja hana. í þessu var hurðinni hrundið upp, og inn kom Teitur konungur. Þegar hann sá Pjetur varð hann æfur af reiði, og æpti: „Hver ert þú, þinn armi þræll, sem gerist svo djarfur að brjótast inn í herbergi unnustu minn- ar. Þeirrar svívirðingar skal hefnt verða“. Að svo mæltu rjeðist hann á móti Pjetri með brugðíð sverð. Kon- ungsdóttir hljóðaði upp af hræðslu, og hjelt að nú væri öll von úti. En Pjetur tók upp stafinn sinn, og sló i Teit og sagði: „Hokus, Pokus“. Stirðnaði Teitur þá upp og varð áð gullkarli, og stendur hann enn í sömu sporum. Siðan liefir tunglið gullslit. En Pjetur og konungsdóttirin settust á teppið, og flugu aftur ofan á jörðina. Urðu allir fegnir komu þeirra, og eftir nokkurn tíma hjeldu þau brúðkaup sitt með mikilli dýrð. Nokkru seinna hætti gamli konung- urinn stjórnarstörfuin, og fjekk völd- in i hendur Pjetri tengdasyni sínum, og gerðist liann dugandi konungur, og var elskaður af öllum þegnum sínum. Ljet liann þá senda eftir móð- ur sinni, og átti hún svo góða daga það sem eftir var æfinnar. Hjóna- band þeirra Pjeturs og konungsdótt- ur varð hið farsælasta og áttu þau börn og buru, og lýkur svo sögunni. sjerð á teikningunni, að húsgögnin og stofan er í nýtísku stíl, alt með beinum linum, og það ljettir mikið smíðina. Ef ykkur finst málin á húsgögnunum vera of lítii þá getið þið haft þau helmingi stærri ef ykkur sýnist svo, en þið verðið þá að athuga, að öll málin eiga að stækka í sama hlutfalli. I sjálfa stofuna höfum við kassa úr laglegum, hefluðum viði, um 40 sm. langan og 25 sm. breiðan og djúpan. Lokið og önnur hliðin er tekið úr kassanum og allir naglar sein standa eftir eru dregnir út úr jöðrunum. Þið fægið trjeð með sand- pappa, þar sem ójöfnur eru á því og i

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.