Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Síða 31

Fálkinn - 19.12.1936, Síða 31
FÁLKINN 29 Æfintýri á Eftir Jörgen Bloch. Þetta var á gamlárskvöld. Tindr- andi tunglsljós en bitur kuldi undir eins og koniið var út fyrir dyrnar. Pabbi, mamma og anmia sátu og biðu þess:, að miðnættisstundin kæmi og kirkjuklukkurnar hringdu inn nýja árið. Pjetur liafði verið háttaður of- an í rúm, hann var nefnilega skal jeg segja ykkur of lítill til þess að vera lengi á fótum. En ekki gat hann nú sofnað saxnt. Úr rúminu sínu gat Pjetur sjeð út um gluggann. Geislarnir frá tungl- inu ljeku við frostrósirnar á rúðunni, svo að þær urðu líkastar æfintýra- skógi með stórum trjám, þar sem silfursvölur voru á kappflugi og fiðr- ildi flögruðu til og frá. Og þarna sá hann hreindýr, sem gægðist fram pg kinkaði kolli! Og þarna — æ-æ, honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds! Þvi að Pjetur gat ekki betur sjeð en að þarna kæmi bráð- lifandi úlfur, — kæmi á harða spretti og stefndi beint á hann. En þetta var silfurúlfur en ekki svona venjulegur grágulur úlfur, eins og þeir sem hafast við úti á öræfunum. Og, hvað haldið þið: hann ganaði beint að rúminu hans Pjeturs litla! — Langar þig til a.ð ríða dálítinn spöl? spurði úlfurinn og hló. — Jú, e-en bíturou mig þá ekki? spurði Pjetur. Honum var svona um og ó, að lenda i svona stórræðmn. — Engin dýr bíta, sem eiga heima i skógunum, sem, jeg kem úr, og það gerir norðangaddurinn meira að segja ekki heldur. — Þá langar mig til að riða með þjer, sagði Pjetur og settist klof- vega á bakið á úlfinum. Og svo þutu þeir af stað •— hú-hei, hú-hei, og beint inn i silfurskóginn, sem frost- ið hafði málað á rúðuna. — Hvað ertu nú annars að fara? spurði Pjetur. — í Gamlárshöllina, þar sem stjörnudrotningin á heima, svaraði úlfurinn og herti á sjer, svo að vindbelgingurinn fylti skyrtuna hans Pjeturs. Og nú livarf skógurinn bráðum, en í stað hans kom himinhátt fjall, en efst uppi á fjallstindinum stóð kastali úr skýrasta kristalli. Og svo koniust þau ofar og ofar, yfir tinda og úti á brúnir hengifluga, en alt þetta liljóp úlfurinn með sína dýr- mætu hyrði og á endanum nam hann staðar fyrir utan kastalahliðið. En þar stóð lunglriddarinn á verði, og var með tunglið eins og skjöld á maganum. — Mikið liggur þjer á! Hvert ertu eiginlega að fara? — Jeg ætla. til stjörnudrotningar- innar uppi á hanabjálkalofti, svaraði úlfurinn. — Þá lyfti tunglriddarinn hend- inni, og horgarhliðin opnuðust upp á gátt og nú stóðu þeir fyrir neðan stiga úr steini, sem að minsta kosti þúsund þrep voru í. Og þessi stigi náði upp á hanabjálkaloftið, þar sem drotningin sat í silfurhásætinu sínu. Úlfurinn þaut upp öll þrepin, eins og örskot og lagðist á hnjen við fæt- ur stjörnudrotningarinnar. — Velkominn! sagði hún bliðlega og faðmaði Pjetur að sjer. — Varst þú ekki hræddur, þegar úlfurinn minn kom og sótti þig? — Æ, jú, svohtið, sagði Pjetur, en nú er öll hræðslan horfin af mjer. Og þá brosti stjörnudrotningin, og Perlu langar til að leika jólasvein. En afleiðingarnar urðu hræðilegar. — Slæmar og góðar hugsanir og slæmar og litlar gerðir — það eru gjafir mannanna til þín, sagði mað- urinn um leið og hann var að leysa fyrirbandið af pokanum sínum. Og svo helti hann öllu úr pokanum. Og þarna á gólfinu lá stór hrúga af gráu gjalli og ösku, svo að stjörnu- drotningin fjekk tár í augun þegar hún leit á það. svo klappaði hún saman lófunum og þá opnaðist liurð og gamall mað- ur, með stóran og þungan poka á bakinu, kom inn. Aldrei liafði Pjetur sjeð svona gamlan mann og ekki hafði hann heldur sjeð svona stóran og þungan poka. — Hver ert þú?- spurði drotningin. — Jeg heiti Gamlár, svaraði gamli maðurinn ofur lágvær. — Og hvað ertu með í pokanum? spurði stjörnudrotningin. — Þetta var raunalegur árangur, sagði hún og andvarpaði. — Þetta var alt og sumt, sem mannfólkið ljet mig fá, tautaði gamli ír.aðurinn. Stjörnudrotningin kinkaði kolli, lirygg á svipinn. Svo rjetti lnin fram hendina og þá fór gjallið að brenna og verða að engu, en í öskunni sáust nú gimsteinar, sem vörpuðu frá sjer allavega litum geislum. — Sitthvað gott og göfugt hefirðu nú fengið hjá þeim lika, sagði hún. Ef til vill minna en þa.ð hefði átt að vera, og þó máske meira en jeg þorði að vona. Berðu þetta inn í fjárhirsluna mina! Gamli maðurinn tindi alt það sem glóði á, ofan i pokann sinn, svo lmeigði hann sig djúpt fyrir drotn- ingunni og hvarf. — Þetta er gamla árið, sem var að fara, hvíslaði úlfurinn að Pjetri. — Gættu nú að, því að nú kemur það nýja. I sama bili heyrðist dinnnrödduð klukka slá tólf þung högg, sem drundu um loftið. Og nú opnaðist liurðin aftur, og nú kom inn ljóm- andi fallegur ungur piltur. Hann var líka með poka á bakinu, en pokinn lians var tómur — ennþá. — Farðu nú út i heiminn og safn- aðu saman gjöfum mannanna, sagði stjörnudrotningin, — og Guð gefi, að pokinn þinn verði ekki fyltur með óverðmætum gjöfum. Far þú nú. Og Guð fylgi þjer! Hún lyfti annari hendinni. Ungi pilturinn hneigði sig niður undir gólf og svo hvarf hann. En i sama bili kvað við klukknahljómur um alla stofuna. Heill samhljómur af klukknahringingum, stórum og smá- um, bauð nýja árið velkomið með lireimfögrum silfurröddmn og drynjandi málmklið. Stjörnudrotning- in laut ofan að Pjetri. — Viltu lofa mjer því, að gjöf þin til nýja árins verði geislandi gimsteinn góðra athafna, en ekki ónýtt gjall, sagði hún. Svo kysti hún hann á ennið og svo — — svo vakn- aði hann alt í einu i rúminu sínu og bún annna hans laul niður að hon- um og brosti. — Jeg liefði kanske ekki átl að vekja þig barnið mitt, en mjer fanst jeg mega til að lofa þjer að heyra nýjársklukkurnar, sagði hún og kysti hann. Pjetur hló og leit út um opinn gluggann, sem ómar nýjárs- hringingarinnar bárust inn um — sami ómurin, sem liann hafði heyrt rjett áðan hjá stjörnudrotningunni. — Annna, hvíslaði hann varlega í eyra ömmu sinnar. — Mikið þætti mjer gaman, ef jeg gæti gefið Nýjár- inu fallegan gimstein í pokann sinn. En amma brosti. Hún hjelt að Pjet- litla væri að dreyma, en Pjetur vissi þó betur. Það var ekki fyrir ekki neitt, sem hann hafði verið gest- ur hjá stjörnudrotningunni uppi á hásvölunum í höllinni hennar.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.