Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Side 32

Fálkinn - 19.12.1936, Side 32
30 F Á L Iv I N N — Mamma á jeg að segja Jjjer nokk uð. Jeg hefi slitið trúlofuninni. — Jœja, nú fer jxtð víst loksins að mjakast! Við timdum ekki að vekja hann, manngreyið! — Upp með hendurnar! Adamson er að innsigla jólapakkana. Jlólaskrítliim Járnbrautarlest ein hœgfara staldr- aði við á hverri einustu stöð og loks staðnæmdist hún lengi úti á víðavangi. Eftir langa bið rak kona ein hausinn út um klefagluggann og spurði lestarvörðinn, hvort hún gæti ekki farið út og tínt blóm á meðan Iestin biði. — Sjáið þjer ekki, að það eru engin blóm hjerna, kona? svaraði liann. — Jú, það sje jeg, sagði konan, en það gerir ekkert til. Jeg hefi blóma- fræ með mjer. Helmingurinn af öllu kvenfólki veraldar gerir fífl úr karlmönnun- um, en hinn helmingurinn gerir karl- menn úr fíflum. Allir menn í heiminum uppskera það sem þeir sá til, nema þeir sem fást við garðyrkju ón þess að hafa kunnáttu til þess. ltæðan ætti að vera eins og kven- fatnaðurinn: — nógu löng til þess að nó yfir innihaldið og nógu stutt lil þess áð vekja forvitni. — Hvað mundir þú gera, sonur minn, ef jeg gæfi þjer hundrað sterlingspund, spurði gyðingurinn Abraham. — Jeg mundi telja þau, svaraði stróksi. — Urðu yður vandræði að frönsk- unni yðar, þegar þjer dvölduð i París núna í haust? — Sei, sei nei. En Fransmönnun- um urðu talsverð vandræði að henni. Hóvær maður var að tala ó götu- horni og hafði margt fólk safnast að honum. Alt í einu tekur einhver fram í ,og segir: — Hættið þjer nú þessu og reynið að tala orð að viti. En þjer eruð erki- fífl og fóbjóni og ekkert annað. — Haldið þjer yður saman mað- ur minn. Þjer eruð drukkinn. — Veit jeg það, svaraði maðurinn. — En i fyrramólið verð jeg alls- góður, en þjer sami fóbjóninn og núna. — Viljið Jjjer staldra við undir eins hjá næsta luktarstólpa. Konan: — Gætirðu gefið mjer of- urlitla peninga? Maðurinn: — Já, hvað litlir mega þeir vera. Nú heldur fólk, að klefinn sje Iroðfutlur af fólki. Ungur maðtir ótti að útfylla beiðni um liftryggingu og komst í stökustu vandræði er að því kom að tilgreina dánarorsök föður síns, því að svo var mál með vexti, að hann hafði verið liengdur. Eftir mikla umhugs- un skrifaði hann: — Dó er hann tók þátt í opinberri athöfn, og pallur- tnn ljet undan. — Jú, sagði gamli maðurinn, — hann sonur minii fór vestur fyrir nokkrum órum til þess að græða fje. — Og hvað er hann upp ó núna? — Jeg veit það ekki upp ó hár; en fyrir fimm mánuðum auglýsti lög- reglan að lnin byði jnisund pund fyrir hann. Frú Nathanson er að skila síðustu afborguninni af barnavagninum. Og afgreiðslustúlkan spyr: — Hvernig líður barninu. Dafnar jtað vel? — Blessaðar verið þjer, telpunni líður ógætlega. Hún ætlar að gifta 'sig i næstu viku. — Iieyrðu, Dóri minn, segir kenn- arinn. — Stíllinn þinn um hundinn, er orði til orðs eins og stílinn hans bróður þíns. Hvernig stendur á þvi? — Það stendur svoleiðis ó því, að j)að var sami hundurinn, sem við skrifuðum um. Friðrik hafði unnið 10.000 krónur i liappdrættinu og ætlaði að kaupa sjer bíl. — Þetta er ógætur bíll, segir kaup- maðurinn, — 80 hestöfl. Ef þjer farið hjeðan klukkan fjögur síðdegis eruð þjer komin norður ó Sauðór- krók klukkan tólf. Friðrik leist ljómandi vel ó þetta og ætlaði að fara að borga þegar hann tók sig á, alf í einu. — Nei annars. Hvern skrambann ætti jeg að gera norður á Sauðórkrók um miðja nótt? , í —Nei, þetta skal verða í siðasta sinnið sem jeg sest í smábil! — Ekki þarna! Nuddborðið handa byrjendum er hinumeginn. i

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.