Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1936, Síða 49

Fálkinn - 19.12.1936, Síða 49
F A L K I N N 47 Gullbrúðkaup eiya 27. þ. m. merkishjónin Kristín M. Ásgeirs- dóttir og Guðbjartur Jónsson beikir til heimilis Smirilsveg 5 Grímsstaðaholti. Á Þorláksmessu. Sólborg sal við gluggann í hlýju rúmgóðu stofunni hennar frænku sinnar. Jólin voru rjett að koma, fyrstu jólin, sem hún hafði ekki verið heima. Það rifjuðust upp fyrir lienni störfin, sem stöðugt höfðu end- urtekið sig, einmitt á þessum degi lieima hjá henni. Þrátt fyr- ir annirnar hafði Þorláksmess- an altaf borið sinn hátíðlega svip. Tárin hrundu niður vanga Sólborgar. Hún hafði gjarnan viljað eiga þá ósk, að hún væri ekki alveg svona lcjarklaus. Hún reyndi að þagga niður endur- minningarnar, sem stöðugt knúðu á. Sólborg leit út um gluggann um leið og hún brá hendinni upp að augum sjer, og þurkaði tárin. Aumingja Áslín, þarna kom hún innan götuna, með yngstu börnin tvö. Hún bar telpuna í fanginu en drengurinn labbaði með henni. Telpan var vafin inn í sjal líklega fyrir það hvað hún var klæðlítib Sólborg slundi, „ó þú óþol- andi mismunur“, hugsaði hún- „Sumir virðast aðeins vera til fyrir peninga og allsnægtir, en aðrir vita ekki hvernig þeir eiga að framfleyta sínu dag- lega lífi fyrir allsleysi. Oft hafði þessi undarlega niðurröðun ver- ið Sólborgu hrygðarefni- Sólborg hrökk upp frá þess- um hugsunum sínum, þegar hún tók alt í einu eftir manni, sem var kominn upp á veginn, sem lá heim að liúsinu, sem hún var i. Það var eitthvað óþægilegt, að hún skyldi ekki taka eftir honum fyrri; því sá hún hann ekki á meðan liann var ennþá úti á aðalgqtunni? Það var nærri eins og hann hefði fallið niður úr skýjunum og beint niður á afleggjarann heim. Þessi ókunni maður hvarf rak- leitt heim undir liúsið, og leit upp í gluggann um leið. Sól- borg sá ekki betur, en hann liti kunnuglega til sín, en hún mint- ist þess ekki að bafa sjeð liann fyr. — Hann gekk að dyrun- um, og Sólborg vissi að bann myndi koma beint inn. Hún sat kyr, eins og henni kæmi það ekkert við, þó var hún ein heima þessa stundina. Sólborg vissi ekki hvað liðu mörg augnablik frá því hún sá manninn fyrst, og þangað til hún fann eða vissi að hann stóð í'rammi við stofudyrnar. Hún veitti því ekki eftirtekt hvort hurðin opnaðist og lokað- ist, um leið og hann kom, henni fanst það svo sjálfsagt. Sólborg leit við, og það var eins og hún vissi, geslurinn stóð á gólfinu. Hún fór að velta því fyrir sjer, hvað væri óeðlilegt við komu, hans, en áður en liún hafði hugsað það út, sagði hann: „Þú gætir kanske eitthvað gert“. Rödd hans hljómaði undarlega. Hún kom úr fjarlægð þó mað- urinn væri svo nærri. „Kanski Þorláksmessan verði ekki sem verst, eftir alt sam- an“, hugsaði Sólborg. Henni fanst eitthvað alveg nýtt vera að ske, sem hlyti að enda vel. Nú gekk ókunni maðurinn að stólnum, sem stóð við horðið, og settist þar. Hann slrauk hægri liendinni hægt um ennið. Hann reyndi auðsjáanlega að herða sig upp um leið og hann sagði: „Þú varst að hugsa um hana Línu“. „Já, um liana Áslínu“, sagði Sólborg og benti út um glugga- ann. Hann kinkaði kolli og sagði: „Jeg kalla han'a altaf Línu. Jeg er ennþá maðurinn henn- ar“. „Hefir þú ekki verið svo lengi veikur?“ sagði Sólborg hálf ut- an við sig, nærri kjánalega. Það kumraði eitthvað í hon- um, liann setli hendurnar fyrir andlitið og hallaði sjer fram á borðið. Það varð óþægileg þögn svo litla stund. Sólborg var að velta því fyrir sjer hvað hún ætti að segja, þegar hann lyfti höfðinu upp án þess þó að taka liendurnar frá andlitinu: „Þú gætir kanski gert eitt fyrir mig“, sagði hann. „Mig langar svo að biðja þig, að færa henni Línu og börnunum jólaljós og bafa það, sem kveðju frá mjer“. Sólborg ])agði. Hún beið eftir því að hann segði eittlivað meira. Því kom hann með þessa bón sina til hennar, þar sem hann hafði aldrei sjeð liana áð- ur. Hún leitaði eftir skýringu og beið eftir því að bann tæki lil máls. Þá var barið ljettilega á burð- ina og hann Óskar frændi henn- ar Sólborgar kom inn. Hann kastaði á hana kveðju, gekk beina leið að borðinu og settist í stólinn, sem ókunni maðurinn sat í. Augnablik stansaði liugur Sól- borgar alveg. Hún reyndi að tala, en þagði þó. Óskar settist sem sje í tórnan stólinn. „Því í ósköpunum ertu svona hugsandi, frænka“, sagði Óskar. Sólborg var sein til svars en sagði loks: „Jeg var að hugsa um hana Áslínu, hún var að ganga hjerna út veginn rjett áðan. Hvað er um manninn hennar er hann dáinn eða — „Gísli er dáinn fyrir nokkru síðan“, sagði Óskar. „Hann var búinn að vera svo lengi veikur. svo það var víst það eina besta að liann fjekk að losna“. Sólborgu varð liálf kalt, af hverju vissi hún ekki. Hún var ýmist föl eða rauð í framan. Aumingja konan, hugsaði hún hvað skildi jeg geta gert fyrir hana? Við erum báðar til í fátækl, og þegar svo stendur á gildir góður vilji harla lítið. Alt í einu rann nýtt ljós upp fyrir Sól- borgu. Hún hýrnaði ögn á svip og þessi nýju geðbrigði komu svo litlu jafnvægi á hana: En Óskar gat ekki lengur orða bundist: „Hvað ósköp ertu utan við þig, góða frænka“, sagði hann: „Mjer fanst jeg þurfa endilega að koma til þin og tala við þig, en þá virðist þú ekki bafa neitt að segja“. „Já, það er alveg satt“, sagði Sólborg. „Jeg get ekki talað við þig núna — en þó veit jeg af hverju þú komst, jeg þakka þjer fyrir það“. Óskar var í senn bæði liissa og forvilinn á framkomu henn- ar. Hann reyndi að fara í kring- um það, hvað væri að, en hún var ófáanleg til að segja nokk- uð. Svo liann gekk aftur út og taldi sjálfum sjer trú um, að þetta væru einhverjir smádutl- ungar, sem vonandi yrðu farnir að öllu, næst þegar hann h'tti Sólborgu. ■— En það var satt, að koina Óskars varð Sólborgu lil mik- illar gleði. Uin sumarið hafði hún orðið fyrir áheiti frá iion- um, þá hafði hann lagt í lófann á henni hundrað króna seðil. Henni fundust þetta svo miklir peningar, að liún lagði þá til bliðar og hugsaði sjer að taka ékki á þeim, fyrr en tækifæri gæfist að gleðja einhvern með þeim. Þó einhverjum kunni að þykja ])að bálf skritið, þá bafði liún alveg gleymt peningunum. Það var ekki fyr en Óskar var búinn að sitja svolitla stund inni lijá henni, að það varð alt i einu ljóst fyrir henni að hún átli sjálf alla þessa peninga ó- snerta. Hún Sólborg gat þá orðið lít- ilsháttar við beiðni mannsins hennar Áslínar. í rökkrinu um kvöldið gekk Sólborg út móana með fimtíu króna seðil í bendinni. Hún fór beinustu leið að litla kofanum, sem slóð rjett undir fjallinu. Þar átti hún Áslín lieima með barnahópinn sinn. Það var nærri orðið dimt þeg- ar Sólborg komst áfram — en það var ekki neitt ljós bjá henni Áslínu. Skildi hún ekki vera heima, datl lienni í hug. Það heyrðist umgangur inni. Fram í dyrnar kom kona með barn á bandleggnum. Það var Aslín. Sólborg bauð henni gott kvöld en svo varð henni alveg orðfall. Hvað álti hún annars að segja, hún sem þekti Áslínu ekki neitt. Áslínu hefir eflaust fundist þögnin óþægileg, því hún sagði: „Varstu send til mín?“ Þessi spurning kom Sólborgu til hjálp- ar, því liún var örugg þegar hún svaraði: „Nei, jeg kem fyr- ir sjálfa mig. Mig langaði að biðja þig að kaupa börnunum kerti og annað smávegis fyrir þetta“. Áslaug tók við seðlinum og fletti honum í sundur: „Þetta er of stórt“, sagðí hún. „Það nær engri átt að taka við svona mikl- um penin,gum“. ,,Jú, þú gerir það fvrir mig, að taka við seðlinum, þjer er það óhætt, jeg álti liann sjálf“, sagði Sólborg. Áslín þagði. Hún fór alt í einu að hagræða barninu á bandlegg sjer. Varir liennar bærðust en Sólborg lieyrði engin orð. Hún notaði þessa þögn og bauð kon- unni góðanótt. Sólborg var komin nokkra faðma lieim á leið þegar hún leit við, en liún sá ekki neitt. Myrkursins dökka voð hafði sveipast um litla bæinn undir fjallinu. Skildi jeg nokkurntíma gleyma þessari Þorláksmessu, hugsaði Sólborg, þar sem hún staulaðist áfram í dimmunni. Guðlaug Benediktsdóttir.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.