Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 2

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 2
JAFNAN FYRIRLIGGJANDI: SINDRI H'F REYKJAVÍK STANGAJÍRN: flatt, ríint, kantaö, profil * PLÖTUJÁRN: svart og galvanizeraö ÞAKJÁRN og steypustyrktarjárn ÖXULSTÁL, eir og eirpípur, stangarkopar, rafsuöuvír PÍPUR - svartar og galvanizeraöar Útvegum frá Póllandi, járn- og trésmíöavélar - Rabbað við lesandann „Hversvegna kemur Fálk- inn ekki út?“ er spurning, sem oft heyrist i eyrum út- gefendanna, Það er von að fólk spyrji, og okkur þykir vænt um að heyra að það spyr, vegna þess að það sýn- ir, að fólk saknar blaðsins. En ástæðan til þess að blað- ið hefur tekið sér tveggja vikna hvíld í ár, eins og und- anfarin sumur, er fyrst og fremst sú, að vegna sumar- leyfa reyndist ógjörningur að koma blaðinu út. Og fleiri töf- um hefur það orðið fyrir. En þetta stendur allt til bóta. Ummæli lesenda blaðsins í nýja forminu eru flest á einn veg. Fólk kann að meta, að efni blaðsins hefur stórauk- izt og dómarnir um þetta efni eru ágætir. Fólk vill meira íslenzkt efni og meira af „létt- ara hjali“. Fjöldi fólks hefur þakkað fyrir spjall Haraldar Á. og vill helzt fá það í hverju blaði. Þvi miður verða ekki tök á því, en Fálkinn vonar, að fá spjall frá Haraldi í öðru hverju blaði. Við viljum vekja athygli lesendanna á greininni um gamla hesta í þessu blaði. Það væri afar fróðlegt og skemmtilegt að geta fengið sem fyllstar upplýsingar um hve gamlir hestar geta orðið og hvernig aðbúð þessir grip- ir hafa átt. Og það eru les- endurnir sjálfir, sem ráða því hvernig sú leit tekst. Greinina um Byron lávarð, i þessu blaði, viljum við ráð- leggja öllu hugsandi fólki að lesa. Hún bregður upp skýrri mynd af hinu dásamlega sí- gilda skáldi og miklu frelsis- hetju, og sýnir um leið að það er ekki einhlítt til gæfu og gengis að fæðast af aðals- ætt. Líka mælum við með nýju framhaldssögunni — Stjörnu- hrap — og höfum þar fyrir okkur orð margra lesenda, sem finnst hún byrja með ó- sviknum spenningi. Við get- um huggað lesandann með því, að sá spenningur er að- eins hjóm hjá því, sem síðar verður. Forsiðumynd þessa blaðs er úr Þórsmörk, sem svo margir heimsóttu um Verzl- unarmannahelgina. Ritstjórinn. ☆ 2 Fálkinn, 25. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.