Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 28

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 28
IIIIIHIII FRAMHALDSSAGA llllllllllimillll.. BRÚOVHLEITII IIIIIIIHiniNIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIimilllllllllllllUIHIIIIHI // HlilllHII — Ef þú yrðir einhvers vísari, Kata — ætlarðu þá að segja mér það? spurði hann og nú var röddin önnur — biðjandi. — Þú mátt ekki reyna að skerast í málið sjálf, þú verður að koma til mín! Trúðu mér, ég veit miklu meira um þetta mál en þú. Ég veit að minnsta kosti nægi- lega mikið til þess að vera viss um, að þú getur stofnað þér í voða, ef þú ætlar að aðhafast eithvað upp á eigin spýtur. — Heldurðu, að hægt sé að hræða mig með því að það sé hættulegt? spurði hún lágt. — Nei, það held ég ekki, sagði hann með ákefð, — en mér finnst að þú ættir að hafa beyg af þessu. Ég held að þú gerir ekki hjálpað Frank neitt með því að leggja höf- uðið í snöruna af frjálsum vilja. Hef- urðu orðið nokkurs vísari, Kata? — Ekki vil ég neita því. — Og þú villt ekki segja mér það? Nei, þú treystir mér ekki, sagði hann bitur. — En þú gætir þó sagt mér hvort þú grunar einhvern annan um að vera valdur að hvarfi Franks — annan en mig. Ég er sá, sem fyrst og fremst ætti að fella grun á. Ég var einn í flugvélinni með bróður þínum. Hver gæti verið flæktari í þetta mál en ég? —■ Það veit ég svei mér ekki, svar- aði hún, en hún sagði ekki satt. Hún var sannfærð um að aðrir væru valdir að hvarfi Franks. Helga hafði að minnsta kosti þekkt Frank, og líklega hafði hún þekkt hann mjög vel. Dennisonshjónin höfðu líka þekkt Frank vel, og eftir að hún hafði heyrt hvemig Rodney Denni- son hafði ógnað Helgu, gat hún ekki annað en látið sig gruna, að ráðn- ingar gátunnar væri að leita hjá Dennison. En hvernig gat hún komizt að því? Var það hægt nema með því eina móti að spyrja þau? En ef hún gerði það, vissi hún að þau mundu ljúga að henni. Hún þráði að geta talað um grun sinn við einhvern. En 4d- rian var of flæktur í þetta mál til þess að hún gæti talað um það við hann. Og svo var það þessi vinátta hans — eða kannke meira en vin- átta — við frú Dennison. Freda hafði að minnsta kosti ekki reynt að draga dul á, hve hrifin hún væri af Adrian — en var manninum hennar ekki alveg sama um það? Það var helzt að sjá, að hann gilti það einu, úr því að hann varaði Helgu við að gera sig blíða við Adrian. Það var einkennileg afstaða eigin- manns, og ekki heilbrigð. Kötu hryllti við þessu. Og samt höfðu þau Freda og Rodney Dennison verið svo ljúf við hana á allan hátt. En hún gat ekki gleymt samtali Helgu við hús- bónda sinn, hryssingslega hrottatón- inum og öllum hótununum. Þá stund- ina var hann sannarlega ekki hinn siðfágaði, alúðlegi maður, sem alltaf var viðbúinn að reka upp hlátur. Hann hafði verið harður og grimm- ur — maður, sem ekki leið neinum að standa í vegi fyrir sér og sem ekki sýndi neina miskunn þeim, sem dirfðust að ganga í berhögg við hann. Adrian stöðvaði bilinn spölkorn frá hliði Dennisons. Gluggatjöldin voru dregin niður, en ljósrákir sáust með- fram þeim. Adrian opnaði bílinn fyrir henni og hjálpaði henni út. Hönd hans snerti handlegginn á henni um stund — hún fann snertinguna um allan líkamann. Þau stóðu grafkyrr, eins og hvorugt þeirra þyrði að draga andann, og hvorugt sagði orð. Loks kvaldi hún sig til að segja eitthvað. — Kemurðu með mér inn, Adrian? Hann hristi höfuðið, svo sagði hann kvíðandi og biðjandi: —- Farðu varlega, Kata! Hann horfði ekki á hana, en á húsið. -—- Leggðu þig ekki í hættu — að minnsta kosti ekki meðan þú ert í þessu húsi. Hversvegna var hann að aðvara hana — hann, sem var svo mikill vinur Dennisonshjónanna? Hann sleppti handleggnum á henni og fór inn í bílinn aftur. — Góða nótt, Kata. Hún vildi gjarnan halda lengur í hann. — Þakka þér fyrir að þú hjálp- aðir mér til að ná í íbúðina! Hann hló lágt — gamla ertnishlát- urinn. — Er það það eina, sem þú vilt þakka mér, Kata? Hún svaraði ekki, en hana hitaði í kinnarnar, þegar hún gekk upp að húsinu. Hún var með tár í augunum — henni fannst hún hafa verið auð- mýkt nægilega áður. Var hann að skopast að henni? Hún sá að frönsku dyrnar stóðu í hálfa gátt. Það var auðveldara að fara þá leiðina inn en að hringja bjöllunni og bíða eftir að einhver opnaði. Vegna gluggatjaldanna sá hún ekki inn í stofuna, en þegar hún var í þann veginn að snerta við hurðinni, heyrði hún Rodney Denni- son segja: — Það gengur hvorki né rekur hjá þér. Ég get ekki betur séð en að þú látir þessa O’Connor-stelpu gera það. sem henni lízt. -— Ég hef gert mitt bezta, sagði rödd Helgu afsakandi. — Þá er þitt bezta ekki nógu gott, urraði hann. — Þú hefur fengið þín- ar fyrirskipanir, og við höfum ekki yfir miklum tíma að ráða. Ef miss O’Connor verður ekkur til trafala, verðum við að útrýma henni. — Mundi það ekki vekja athygli,. svona stuttu eftir að bróðir hennar hvarf ? — Það er nóg til af slysum, sem líta mjög eðlilega út, ja, þau mega meira að segja lita óeðlilega út, sagði Rodney og rak upp tröllahlátur. Það fór hrollur um Kötu, þarna sem hún stóð. Var það þetta, sem Adrian hafði verið að reyna að vara hana við? En hvernig gat hann vitað um það, ef hann var ekki riðinn við það sjálfur? Og ef hann var það — hvers vegna var hann þá að aðvara hana? Af því að þau höfðu verið vinir einu sinni? Annað gat það ekki verið. Hann hafði ekki sagt satt, þegar hann sagði að hann elskaði hana enn: Hann hafði aðeins verið að- draga úr sársaukanum, sem hann. hélt að kveldi hana ennþá. Hún heyrði fótatak fyrir innan og hörfaði hrædd frá frönsku dyrunum.. Hún ætlaði að fara inn um aðaldym- ar í staðinn. En þegar hún hörfaði; til baka, rakst hún á stól sem datt. Og í sömu andránni voru dyrnar opnaðar upp á gátt og Rodney Den- nison stóð fyrir framan hana. — Hvað ert þú að gera hérna? —■ Ég var á leiðinni inn, og rakst á stól. Hún virtist móð og röddin skalf.. Hún vonaði, að hann léti þessa skýr- ingu duga. — Ég skil — þú ætlaðir inn um. gluggadyrnar. En orð hans voru líkari spurningu en svari, og hún fann grun hans, ekki aðeins i orðunum heldur einnig í því, hvernig hann horfði á hana. — Já, sagði hún hikandi — Ég .... ég var að koma heim. Ég hef verið að leita að ibúð handa mér. Adrian ók mér heim. — Það var skritið, sagði Rodney. — Ég heyrði ekki í neinum bíl. Hvorki koma né fara. — Við stóðum og töluðum saman um stund hérna fyrir ofan. — Ég skil, sagði hann, og hún vissi að hann var að íhuga, hvort hann ætti að trúa henni eða ekki. Hann var að velta fyrir sér, hve lengi hún mundi hafa staðið við gluggadyrnar og hvort hún mundi hafa heyrt samtal hans og Helgu í stofunni. Það fór hrollur um Kötu, því að nú sannfærðist hún um að hún yrði að fara varlega. Hún hafði heyrt nóg til þess að skilja, að þarna átti hún við fólk, sem svífðist einskis. Hún hafði ekki hugmynd um hvað það ætlaðist fyrir, en nú var hún sannfærðari um það en nokkurntíma áður, að þetta fólk ætti þátt í hvarfi Franks, og vissi meira um það mál 28 Fálkinn, 25. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.