Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 21

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 21
KræTciberjasaft. 6 1 krækiber 1 1 vatn 650 g sykur í hvern 1 af saft. Bláberjasaft. 6 1 bláber lVz 1 vatn 300 g sykkur í hvern 1 af saft, og V2 g benzosúrt natron. Rabarbarasaft. 4 kg rabarbari lYa 1 vatn 550—750 g sykur í hvern 1 af saft. Ribsberja-sólberjasaft. 61 ribsber eða sólber 2V2 1 vatn 400—700 g sykur í hvern 1 af saft. Rabarbara-krœkiberjasaft. 2 kg rabarbari 3 1 krækiber IV2 1 vatn 600—750 g sykur í hvern 1 af saft. f þessum uppskriftum er gert ráð fyrir að berin séu soðin. Ef berja- pressa notuð, er vatninu sleppt. Syk- urmagnið er það sama í hvern 1 af saft. Rabarbara-lirásaft. 2 kg rabarbari IV2 1 vatn 40 g vínsýra 1 g benzósúrt natrón. Rabarbarinn brytjaður smátt, lát- inn standa ásamt vatninu, vínsýru og benzósúru natróni í 4 sólarhringa. Síað. 750 g til 1 kg sykur hrært í hvern 1 af saft. Hrært í við og við, þar til sykurinn er bráðnaður. Hellt á kaldar, hreinar, þurrar flöskur. X- HLAUP. Eigi að búa til hlaup, mega berin ekki vera of þroskuð. 1 ofþroskuð- um berjum er lítið sem ekkert hleypi- efni (pektin), en þá er nokkur bót i því að setja 5 g sítrónusýru (fæst í lyfjaverzl.) í hvern 1. af saft. Saftinni náð úr berjunum eins og áður er lýst. Notað litið vatn. Látið siga vel úr grisjunni, jafnvel yfir nótt, því að mest hleypiefni er í því, sem síðast drýpur. Saftin er mæld, soðin í 5—10 mín. Sykurinn látinn út i smátt og smátt. Soðið hægt í hlemmlausum potti, án þess að hrært sé í pottinum 15—20 mínútur. Hlaupið er tilbúið, þegar saftin lekur I dropum af sleifinni. Einnig má láta 1 tsk. af saft á undir- skál, kæla og renna fingri eftir miðj- unni. Renni saftin ekki saman, er hún hæfilega soðin. Sé hlaupið soð- ið of lengi, eyðileggst hleypiefnið. Froðan veidd ofan af. Hlaupinu hellt í hrein, heit, þurr, lítil glös. Bezt eru glös, sem eru víðari að ofan. Fyllið glösin, þvi að hlaupið dregst saman, þegar það kólnar. Látið standa til næsta dags. Bundið yfir. Hratið notað í saft eða mauk. Hafi hlaupið ekki hlaupið, getur tekið upp undir viku, er ekki ráðlegt að sjóða það á ný. Betra að þynna það út eftir hendinni og nota það í grauta, súpur eða sósur. Ribsberjahlaup. 6 1 ribsber 9—10 dl vatn 800 g til 1 kg sykur i hvern 1 af saft. Sólberjahlaup. 6 1 sólber 12—14 dl vatn 800 g til 1 kg sykur i hvern 1 af saft. Ribs- og sólberjahlaup. 4 1 ribsber 2 1 sólber 10—11 dl vatn 800 g til 1 kg sykur í hvern 1 af saft. Reyniberjáhlaup. 4 1 reyniber, helzt frosin 1 1 vatn, 1 kg sykur í hvern 1 af saft. * Bláberjamauk. 1 kg bláber V2 kg sykur 1 tesk. sitrónusafi. Berin hreinsuð, sett í lögum með sykrinum í pott. Bíði til næsta dags. Hituð í hlemmlausum potti, að suðu. Potturinn dreginn til hliðar, látið bíða 10—15 mín. Endurtekið 3svar sinnum. Sítrónusafanum bl. saman við, hann hleypir maukið. Froðan veidd ofan af. Hellt strax í sjóðandi hrein niðursuðuglös. Gúmmíhringur- inn sýgur sig fastan, og eykur það geymsluþolið. Búið aðeins til úr 2 kg í einu. Bláberja-rabarbaramauk. V2 kg bláber V2 kg rabarbari 800 g sykur. Bláberin hreinsuð, rabarbarinn þveginn og brytjaður. Sykur og rab- arbari soðið í 15 min. Berin sett út í soðið í 5—10 min. Sett í heitar krukkur, bundið strax yfir. Sólberjamauk. IV2 kg sólber 1 dl vatn 1 tesk. sítrónusafi 750 g sykur. V2 g benzosúrt natron. Sólberin hreinsuð vel, sett i lögum i pott ásamt sykrinum. Vatni og sít- rónusafa hellt yfir. Látið standa yfir nótt. Hitað að suðu, látið bíða í 10 min. m/hlemm á. Endurtekið 2svar. Benzosúra natroninu hrært saman við. Bundið strax yfir. Ribs- og sólberjahlaup, hrátt. 1 kg sykur í 1 1 ribs- eða sól- berjasaft. Berin marin i berjapressu, saftin mæld, sykrinum hrært saman við, þar til hann er bráðinn. Hellt á hrein og þurr glös. Þetta hlaup er bragð- gott og ferskt, en ekki glært. Ribsberjamauk. 1 kg ribsber % kg sykur IV2 dl vatn. Berin hreinsuð vel. Vatn og sykur soðið saman, ribsberin sett út i, hitað hægt að suðu. Potturinn tekinn til hliðar, bíði 10—15 mín. Endurtekið 3svar. Froðan veidd ofan af. Berin tekin upp úr m/gataskeið, sett í glös. Vökvinn soðinn áfram í 10—15 mín. Froðan veidd ofan af á ný, hellt yfir berin. Bundið yfir strax. Rábarbaramauk m/steik. 1 kg vínrabarbari 800 g til 1 kg sykur. Bezt er að nota mjóa leggi. Þvegnir vel og skornir í jafna bita. Bitarnir og sykurinn lagðir i lögum í ílát, syk- ur efst. Bíði yfir nótt. Siað á gata- sigti, bitarnir geymdir. Sykurlögur- inn soðinn við hægan eld, þar til hann fer að þykkna. Bitarnir settir út í, soðni þar til þeir eru meyrir, en þó heilir. Látið á krukkur og gengið frá á venjulegan hátt. Hrært bláberjamauk. 1 kg bláber 750 g sykur 1 tesk. benzosúrt natron. Kremjið berin og hrærið þau með sykrinum þar til hann er runninn. Hrærið uppleystu rotvarnarefni út í. Geymið maukið I litlum glösum og komið þeim strax fyrir á köldum stað. Rábarbara-tómatmauk. V2 kg rabarbari V2 kg tómatar (rauðir eða rauðir og grænir) 600 g sykur. Brytjið rabarbara og tómata, látið liggja til næsta dags með sykrinum. Sjóðið maukið fyrst við mikinn hita, en síðan vægan hita, þar til það er hæfilega þykkt, 20—30 mín. Meira má hafa af rabarbara og minna af tómötum. X- Rábarbari í vatni. 1 kg rabarbari 1 1 soðið, kalt vatn IV2 g benzosúrt natron 5 g sítronsýra. (3 þeim síð- astt. bl. saman). Rabarbaraleggirnir hreinsaðir og skornir í 3 sm langa bita, raðað þétt í víðar flöskur eða glös.Leginumhellt á, svo að fljóti yfir. Bundið strax yfir. Fálkinn, 25. tbl. 1960 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.