Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 20

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 20
V. KVENÞJDÐIN °9 HEIMILIÐ Ofan á aldinmauk og hlaup er lagöur cellofanpappír eöa smjörpapp- ír, sem dýft hefur veriö í vínanda,edik eöa beneosúra natron upplausn, Myndin sýnir, hvernig hann er klipptur. Pappírinn fellur betur aö, sé klippt upp í brúnirnar. Ath. aö þerra barmana vel meö grisju bleyttri í rotverj- andi vökva. Nýting berja Nú er kominn sá tími, að húsmæð- urnar íara að hugsa fyrir saft, ald- inmauki og hlaupi til vetrarforða. En til þess að allt heppnist vel, verð- ur að fylgja nokkrum grundvallar- reglum. Hráefnin eiga að vera óskemmd, helzt nýtínd og hæfilega þroskuð. Þurfi hráefnin að geymast, á að gera það á köldum og dimmum stað. Ýtrasta hreinlæti og nákvæmni skal beita við alla niðursuðu. Potturinn, sem nota á, þarf að vera rúmgóður, með þykkum botni og úr efni, sem þolir ávaxtasýrur, t. d. aluminium, emailerað járn, ryðfritt stál. Önothæfir eru járnpottar eða emaileraðir pottar, sem byrjað er að springa upp úr. Aldinmauk, hlaup og saft skal setja strax á hreinar flöskur og glös, og fylla ílátin eins vel og kostur er á. Eins skal leitazt við að loka þeim vel. Eykur það geymsluþolið, auk þess sem minna af C-fjörvi fer til spillis. Geymslan þarf að vera köld, dimm og má ekki frjósa. HREINSUN Á GLÖSUM, FLÖSKUM O. FL. Sjálfsagt er að þvo öll ílát jafn- óðum og þau eru tæmd og sett til hliðar. Fleygja skal öllum ílátum, sem sprungin eru eða brotið upp úr. Þvo þau síðan fyrir notkun og bursta úr sódavatni, ekki sápu, skola vel úr hreinum vötnum. Bezt væri að sjóða þau í hreinu vatni ýmist í potti eða í ofnskúffunni í ofninum. Ágætt er að skola glösin að innan með upp- lausn af benzosúru natroni (2% g benzosúrt natron + 11 vatn), áður en fyllt er í þau. Séu til flöskur und- an áfengi, er ágætt að nota þær óþegnar. Bezt er að geta notað nýja kork- tappa hverju sinni. Þvoið þá úr sóda- og rabarbara vatni, látið þá síðan í hreint, sjóðandi vatn. Látnir liggja í því, þar til þeir eru mjúkir. Þeir eiga ekki að sjóða. Þegar tapparnir eru komnir í flösk- urnar, eru þeir látnir þorna og síð- an er lakkað yfir þá eða þeir huldir með parafínvaxi, sem er bezt. Einnig er ágætt að binda yfir flöskurnar með tvöföldum cellófanpappir. SAFT. I saft er bezt að nota vel þroskuð ber, t. d. krækiber, bláber, ribsber, sólber, einnig rabarbara. Fæst meiri saft úr vel þroskuðum berjum, eins er hætta á, að saft úr ribsberjum og sólberjum hlaupi, séu þau illa þroskuð. Sé um mikið magn að ræða, er heppilegast að ná saftinni úr berjun- um með berjapressu. Sé hún ekki til, er hægt að notast við venjulega hakkavél. Er þá léttara að hita ber- in áður. Þá saft þarf að sía. Saft, sem náð er úr berjunum með berja- pressu er ekki tær. Vilji maður fá tæra saft, ætli t. d. að búa til hlaup, eru berin soðin í litlu vatni eða sprengd í vatnsbaðL Notið nál. 3—4 dl af vatni á hvert kg af berjum, nema um sé að ræða ber, sem mikið hleypiefni er í, t. d. sólber, má þá ætla allt að Ve 1 af vatni á hvert kg. Sé mikið magn af berjum soðið í einu, þarf meira vatn. En ekkert er við það unnið, að fylla geymsluna með vatni. Auk þess er sykurmagnið miðið við hvern 1 af saft, en ekki við hvert kg af berjum, svo að sykurmagnið yrði meira. Berin eru hreinsuð og þvegin veL Hituð ásamt vatni við hægan eld í lokuðum potti, soðið 5—10 mín. Sjóði mikið, verður saftin ótær. Lát- ið bíða 15—30 mín. Hellt á nýsoðna, tvöfalda grisju og saftin látin sjálf- renna. Saftin mæld, hituð að suðu, syk- urinn látinn út í. Soðið I 5 mín. Froðan veidd vel ofan af. Sé geymsl- an ekki góð, eða minna sykurmagn notað, er sjálfsagt að nota rotvarnar- efnið benzosúrt natron, Vz g í hvern 1. af saft. Það er leyst upp I örlítilli saft, síðan hrært út i pottinn. Má ekki sjóða. Saftinni hellt strax á heitar, hrein- ar, þurrar, helzt dökkar flöskur. Flöskurnar alveg fylltar, þá varð- veitist C-fjörefnið betur, lokaðar, merktar og settar i kalda geymslu. Úr hratinu má sjóða hratsaft, sem nota skal fljótlega í grauta. Séu ber- in vel hreinsuð, ribsber t. d. tekin af kvistum með gaffli, má nota hrat- ið í hversdagsmauk. Setja nál. 350 af sykri i hvert kg af hrati. Geym- ist illa. Ekki er ráðlegt að geyma mikla hrásaft, henni hættir við að gerja. Auk þess geymist C-fjörefnið verr í hrásaft. 20 Fálkinn, 25. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.