Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 11

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 11
valdar og Hvanndalabræðra, eru horínir. 1 dag þjónar eyjan aðeins því göfuga hlutverki að hvíla flug- móða sjófugla, er af og til drepa fæti sínum niður á hana. Þarna tók- um við nokkrar myndir og reistum íslenzkan fána á stöng. Er það að öllum líkindum í fyrsta og sennilega um leið síðasta skipti, sem það skeð- ur á útskeri þessu. Ekki gerðum við neinar mælingar, en það er álit okk- ar, að eyjan standist tæplega þau mál, er Leiðsögubókin gefur upp og að jafnvel þó nokkuð vanti þar upp á. Hvað snertir mælingar, eldri sem yngri, á eyjunni, er vert að hafa það i huga, að sjávarfalla mun lítið eæta sem ekkert. Af ofanrituðu sést glögglega, að eyjan hefur stórminnkað á nokkrum mannsöldrum, og að ekki muni líka á löngu, þar til hún hverfur sjónum með öllu. Hún er að tapa í baráttu sinni við hafið, sem sífellt og misk- unnarlaust sækir á og vinnur. Því hlýtur sú spurning að vakna, hvort ekki sé tími til kominn að huga að byggingu vita eða leiðar- merkis á skerinu, sjófarendum fram- tíðarinnar til viðvörunar, því skerið verður hættulegt, og er jafnvel þeg- ar orðið það, sem t. d. má sjá á því að varðskipið Ægir tók niðri við eyna í sumar og varð fyrir tölu- verðum skemmdum. Er það þó búið fullkomnustu siglingatækjum. Vera má, að mál þetta hafi þegar verið reifað á öðrum vettvangi eða tekið til athugunar, um það veit ég ekki, en sé ekki svo, þá er hugmynd- inni hér með komið á framfæri. Síðast en ekki sízt má svo hafa það hugfast, að meðan eyjan er ofan- sjávar, kallar hún til 12 mílna land- helgi kringum sig (rúmlega 450 fer- mílur) og ætti það út af fyrir sig ekki að draga úr því, að eyjunni verði forðað frá þvi að hverfa al- gjörlega í djúpið, því ekki veitir Is- lendingum af að halda í sitt. JKM. ☆ Þessar ungu stúlkur þurfa ekki aS kvarta yfir því aö jörðin sé þung. Þetta stóra hnattlíkan er fyllt meS lofti og því létt og meSfærilegt, enda mikiS notað við kennslu í þýzkum skólum. Svo er vel mögulegt, að nem- endurnir fái að fara í boltaleik meS hnöttinn ef vel liggur á kennaranum. ÞaÖ eru ekki allir, sem hafa eins gott loft og gott útsýn á vinnustað og þess- ir verkamenn. Þeir eru aS vinna á reykháf nr. 2 á Asnœsverksmiðjunni. Reykháfarnir eru 122 m á hæð. Þaö er betra aS vera ekki lofthrœddur. Snúið til baka. Þessi mynd gefur allgóSa hugmynd um hœð skersins yfir sjávarflöt. Vstið þér...? að Bandaríkin nota allra þjóða mest af blaðapappír? Þar er eitt 38 kílóum á mann á ári. En í Ástralíu og New Zealand, sem líka eru óspör á pappírinn, er pappírseyðslan 28 kg. á íbúa á ári. — En miðað við seldan dagblaða- fjölda á mann, er England lang- fremst (kannske að undanteknu ís- landi). Þar eru seld 573 blöð á dag fyrir hverja þúsund íbúa, en í Bandaríkjunum ekki nema 337. að lofthitinn er alltaf að hækka? Það fullyrða að minnsta kosti sumir vísindamenn. — Samkvæmt kenningu þeirra myndast svo mikið af kolsýringi frá bílum, verksmiðj- um og yfirleitt brennslu, að hann hindrar útgeislun frá jörðinni og þess vegna hækkar lofthitinn smátt og smátt. Deildu auðœfum þínum í þrjá hluta. Geymdu einn til elliáranna, notaðu annan til heimilis þíns, og láttu hinn þriðja þangað, sem sorg og neyð eiga heima. Fálkinn, 25. tbl. 1960 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.