Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 26

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 26
DAGATAL SOGUNNAR £1 jr ¥7 T\ l 20. JÚLÍ — 1811 var for- 0|\t£^£/; ustumaður frelsisbarátt- unnar í Mexico, Miguel Hidalgo, tekinn af lífi. Hann gerðist prest- ur í œsku, fékk feitt prestakall og stofnaði ýmis konar iðn-fyrirtæki og beitti sér fyr- ir margvíslegum framförum. Árið 1809 fór Hidalgo að undirbúa samsæri gegn spönsku kúgunarstjórninni og árið eftir gerði hann uppreisn, lagði undir sig ýmsar smáborgir og hélt svo með 80.000 manna lið gegn höfuðborginni. En stjórnarherinn vann sigur á honum í tveimur orustum. Hidalgo varð að flýja en var síðar framseldur og sakaður um landráð, var sviptur prests- embættinu og líflátinn. En 1823, er Mexi- canar höfðu fengið sjálfstæði sitt, var lík hans flutt í dómkirkjuna í Mexico City og hetjaunni reist stórt minnismerki. EHi S i I I Si | | I fl jr T\ t 21. JÚLÍ —1820 barst há- E OlV£/I/I skólunum í Evrópu ofur- p lítið rit á latínu og kom það frá Kaupmannahöfn. Efnið vakti at hygli lærðra manna. Höfundurinn var prófessor í eðlisfræði við Hafnarháskóla og hét Hans Kristian Örsted. Lýsti hann i ritíingnum tilraunum, sem hann hafði gert viðvíkjandi sambandi rafmagns og segul- ij magns. Hann hafði fundið sambandið, en á þeirri athugun hans byggðist öll raf- magnstækni nútímans. Með þessari upp- götvun hófst sú rafmagnsöld, sem ger- breytti jarðlífinu — og heldur áfram að ii breyta því. rr |7 T\ • 22. JÚLf — 1892 var ' n l\ IþT11 skautaráðstefna háð í Scheveningen í Hollandi og var hún upphaf alþjóðlegra skautamóta. Þarna voru rædd alls konar grundvallar- atriði skautaíþróttarinnar, ákvæði sam- þykkt um vegalengdir sem keppt skyldi um, gerðir skautabrauta og önnur atriði. Gekk illa að komast að samkomulagi um jj sumt. Englendingar vildu nota míluna sem einingu fyrir brautalengdunum, en Svíar, Norðmenn og Þjóðverjar töldu sig meiri skautamenn en Englendinga og vildu halda ii fram sínu lengdarmáli. Loks varð sam- komulag um, að metramálið skyldi jafnan lagt til grundvallar við öll alþjóðleg skautamðt. o jr ¥7* T\ t 23. JÚLÍ — 1883 var hornsteinninn lagður að musteri Mormóna í Kirt- land,USA. Vérett hafði sagt þeim trú- bræðrunum, að þessi staður væri ætlaður „höll Zions“ og ætti að verða mistöð safn- aðarins í Zion. Öx Mormónum mjög fylgi um þessar mundir í öllum austurfylkjum Bandaríkjanna og söfnuðir voru stofnaðir víða. f júní 1832 hófst útgáfa fyrsta kirkjurits þeirra, „Evening and Morning Star“. piT'n T\ • 24. JÚLÍ — 1698 stofnaði þýzki uppeldis- og guð- fræðingurinn, August Hermann Francke hið kunna „barnahús" sitt í Halle. Francke hafði ekki verið við eina fjölina felldur; í fyrstu var hann æstur mótmælenda — prédikari — svo skæður að kaþólskir neyddu hann til að fara frá Erfurt en þar starfaði hann. Síðan varð hann prófessor í austurlandamálum, hafði svo skipti á því embætti og prófes- sorsembætti í guðfræði, gerðist jafnframt prestur og lagði grundvöllinn að „pietism- anum" ásamt Spener. Hann hafði brenn- andi áhuga fyrir uppeldi barna, stofnaði marga skóla og loks barnahúsið, í þeirri von að sér mundi áskotnast samskotafé til að ljúka verkinu. Og peningarnir komu, barnahúsið rúmaði 100 drengi og 34 telp- ur þegar Francke dó — allt foreldralaus börn. Og í skólum hans fengu 2.200 börn kennslu. Francke var í mörgu á undan sínum tíma; t. d. hélt hann því fram, að hverju einstöku barni skyldi kennt í sam- ræmi við upplagið, sem í því væri. 26. JÚLl — 1789 var sú ákvörðun tekin að rífa. „La Bastille", hið ill- ræmda gamla fangelsisvirki í París. Palloy nokkur tók verkið að sér upp á akkorð og byrjaði niðurrifið með þúsund verkamönn- um. Þetta var erfitt verk, en Palloy varð' ríkur á því. Úr járnrimlunum í gluggun- um og keðjum fanganna steypti hann minnispeninga, úr steinunum slípaði hann eyrnalokka, brétpressur, blekbyttur o. fl„ og sömuleiðis gat hann boðið til sölu líkön af Bastillunni, gerð úr hleðslugrjótinu úr henni. En mest af grjótinu var selt og notað til húsa- og brúarbygginga. Palloy varð forríkur og mikill áhrifamaður í þjóð- félaginu. En svo fór að lokum að hann sólundaði öllum eignum sínum og undir ævilokin varð hann að leita sér að snapa- vinnu til að hafa ofan £ sig að éta. SKEÐ! cvi? f26- ji^Lí ~ 1648 ruddust Ö JV £/ 1 sænskar hersveitir inn í Praha og tóku hálfa borg- ina herskildi. í sænsku sveitunum voru að- eins 2000 menn, undir stjórn Hans Krist- offers von Königsmark. Komust Svíar yfir ógrynni dýrmætra gripa og náðu undir sig fjárhirzlu Rúdólfs keisara, dýrmætum inn- anstokksmunum og listaverkum í Hrads- chin-höllinni( sem enn stendur) og höllum ríkra aðalsmanna. Sá sem hjálpaði von Königsmark til að koma Prahabúum £ opna skjöldu var franski riddarinn Ernst Ottovalsky, sem áður hafði verið £ þjón- ustu keisarans, en hafði særzt £ orustu og varð að hætta hermennsku. Sviar höfðu rænt hann, og er keisarinn neitaði a3 bæta honum tjónið gekk hann i þjónustu þeirra. Annar helmingur borgarinnar komst aldrei á vald Svía. 26 Fálkinn, 25. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.