Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 24

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 24
Framhaldssaga: S>tiömwli * joirvwiviirap 3. HRÍFANDI ÁSTAR- SAGA FRÁ RI □ Þegar hann var farinn, settist hún við snyrtiborðið og tók af sér hattinn. Gleðin skein út úr andlitinu í spegl- inum — litlu, nettu andliti með blágrá augu, brettunefi og mjúkum, brosandi munni. Frú Hugh Congrave, hugs- aði hún með sér og sneri gullhringnum, sem Hugh hafði dregið á fingur henni fyrir stuttu. Hún greiddi jarpt hárið og roðaði varimar áður en hún fór að fást við töskurnar. 1 sömu svifum heyrði hún eimblástur, eins og í fjarska og eftir augnablik rak Hugh höfuðið inn í gættina. — Við erum að leggja frá, sagði hann. — Viltu koma með mér upp og sjá þegar við siglum út? — Já, það vil ég, sagði hún. Þau fóru upp á efra þilfarið og sáu að landgangsbrú- in var tekin. Skipið seig hægt frá bryggjunni. Eftir stutta stund sýndust tollskúrarnir vera eins og eldspýtustokk- ar og fólkið eins og smá-agnir. Það fór að skyggja og ljósin í landi voru eins og daufar stjörnur. Irena fann að hún fékk kökk I hálsinn, og flýtti sér að segja, áður en tárin brutust fram: — Ég held ég fari niður og Ijúki við að taka upp dótið. Hún flýtti sér niður stigann og reyndi að depla tárin af augunum og hugsa um hina nýju ævi, sem nú tæki við — á allt annarri strönd en þeirri gömlu og góðu, sem nú var að hverfa. Rósirnar lágu enn á borðinu í klefanum. Henni hlýnaði um hjartarætumar við að sjá þær og spjaldið, sem Hugh hafði skrifað á. Hún varð að ná í glas til að setja blómin í, og lykta af þeim enn einu sinni. Þegar hún leit upp, sá hún að Hugh stóð í klefanum og horfði á hana. — Þú ert eins og brúður, sagði hann og hún fann roðann koma fram i kinnunum. Hann hló að þessari athugasemd sinni. — Ég meina að þú lítur út eins og brúðir eiga að gera — með fangið fullt af rósum. Hann tók blómvöndinn og horfði á hana, alvarlegur og hugs- andi. — Þetta var ekki beysið brúðkaup, fannst þér, Ir- ena? sagði hann dræmt, eins og þetta rynni fyrst núna upp fyrir honum. — Engar brúðarmeyjar eða gestir. Engar heillaóskir. Og nú fer ég burt með þig í aðra heimsálfu, langt frá öllu þvi, sem þú þekkir og þér þykir vænt um. Þú iðrast vonandi ekki — gerirðu það? Hún hristi höfuðið og horfði á hann ljómandi augum. — Nei, Hugh. Ég iðrost ekki. Hann hélt um hönd hennar og sneri hringnum á fingr- inum á henni. Þetta var lítil hönd sem treysti, hugsaði hann með sér — lítil og varnarlaus. Varir hennar brostu, en honum fannst að hún ætlaði að fara að gráta. — Veslingurinn, sagði hann eins og iðrandi syndari. — Þú hefur haft miklar áhyggjur og umsvif, en nú get- um við hvílt okkur. Hann tók um herðar hennar og þrýsti henni að sér. — Brúðkaupsdagurinn okkar í dag, sagði hann hrærður. — Við höfum ekki haft tima til að hugsa um það ennþá, eða hvað? — Við getum hugsað um það núna, hvíslaði hún. Hann þrýsti henni fastar að sér og hún lyfti andlitinu. Á þessu augnabliki skipti það hana engu máli þó England væri að hverfa. ÓKUNNAR SLÓÐIR. Irenu létti, er hún fann að hún mundi þola sjóinn vel. Veðrið var kalt en nú var hætt að rigna, og daginn eftir var heiður himinn og sólskin. Hugh fullvissaði hana um, að eftir nokkra daga yrði veðrið orðið svo hlýtt, að hún gæti farið i sumarkjól. Hún stóð uppi á þilfarinu og horfði annað veifið á farþegana, er lítill drengur kom hlaupandi eftir bolta og datt rétt við tæmar á henni. Um leið og hún beygði sig til þess að hjálpa honum á fætur, kom ung, íjóshærð kona hlaupandi til þeirra. Irena reyndi að hugga bamið og var í þann veginn að fylgja þvi til móðurinnar, er hún heyrði rödd Hughs rétt hjá sér. — Góða, þetta er Valerie. En hvað það var gaman! Valerie Wilson, sem aðeins hafði veitt barninu athygli, leit upp og sagði hrifin: — Hugh! Hún fleygði sér um hálsinn á honum og kjassaði hann. — Ó, Hugh, en hvað þetta var gaman! Svo sleppti hún honum og kallaði yfir öxlina á honum: — Hæ, Bill! Sjáðu, hvað ég hef fundið! Það var auðheyrt, að hún var amerísk. Irena sá ljóst hár, hlæjandi augu og ofsafengið lífsfjör. Magri, beina- mikli Skotinn sem kom til þeirra, var gerólíkur hinni íjöragu, ljóshærðu konu sinni, en hann virtist gleðjast af að hitta Hugh. Hugh rétti fram höndina og togaði í Irenu til að kynna hana. — Valerie, þetta er frú Hugh Congreve — hún heitir Irena. Þið getið óskað okkur til hamingju. Við giftumst í gær. Irena rétti fram höndina og tók eftir að nú varð skyndi- leg þögn, eins og giftingarfregnin kæmi flatt upp á þessa vini Hughs. Svo sagði Valerie innilega: — Sæl og bless, Irena. Við Bill eram gamlir vinir Hughs, og ég vona, að við eigum eftir að verða mikið saman. Irena brosti. — Það vona ég líka. Valerie tók fast i höndina á henni og brosti alúðlega. Og Irene fann, að henni féll vel við þessa fyrstu vini Hughs, sem hún hafði kynnzt. — Við verðum að láta þjóninn útvega okkur borð sam- an, sagði Valerie. — Viltu sjá um það, Bill? Hún sneri sér aftur að Irenu og spurði: — Er þetta fyrsta ferðin yðar til Rio? — Já, þetta er í fyrsta skipti, sem ég kem út fyrir enska landhelgi, sagði Irena. — Mér finnst svo gaman héma. Ég hugsa að Hugh finnist ég vera skelfing barnaleg. Hún leit til Hughs og vonaði hálft í hvoru, að hann mundi neita þessu, en hann var að tala við Bill, og Valerie sagði glaðlega: — Já, manni finnst alltaf gaman að ferðast í fyrsta sinn. Svo bætti hún við: — Það er dásamlegt að lifa hveitibrauðsdagana á sjó — svo framarlega sem maður er ekki sjóveikur, vitanlega. Bill tók fram i áður en Irena gat svarað. — Eigum við ekki að fara inn og fá okkur kampavin og skála fyrir Hugh og Irenu? — Ágæt hugmynd, sagði Valerie. Hún tók undir hand- legginn á Irenu og sneri sér að litla stráknum sínum, sem hljóp um með aðra höndina upprétta. — Farðu var- lega, William. Þú hefur ekki lært að stíga ölduna ennþá. — Ég þarf ekki að stíga! svaraði hann fyrirlitlega. — Ég er sporvagn! Þau gengu fram þilfarið og „sporvagn- inn“ á eftir. — Hann er indæll, sagði Irena og Valerie brosti. — Hann er dálítið óstýrilátur núna. Við höfum verið lengst af fríinu okkar hjá móður Bills, og hún hefur gert hann óþægan. En hún hefur heldur ekki séð hann siðan hann var sex mánaða, og hann er eina barnabamið hennar. Það var fullt af fólki í salnum þegar þau komu inn. Fólkið sat við smáborð og þjónarnir báru fram hressingu. Valerie sagði, að „sporvagninn" skyldi koma inn, og William settist ánægður hjá þeim, með stórt appelsínu- safaglas fyrir framan sig. Það var óhjákvæmilegt að samtalið snerist um fólk, sem Irena kannaðist ekkert við, en Valeria gerði sér far um að ná henni inn í samtalið með því að segja henni frá fólki og stöðum, sem verið var að tala um. En Irena gat ekkert lagt til málanna nema skjóta inn spuming- um við og við. Hún varð þess áskynja af samtalinu, að þetta fólk var vant allt öðru lífi en hún hafði vanizt. 24 Fálkinn, 25. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.