Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 31

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 31
£krítlur Pétur í Koti var orðinn gamall og lasburða, heyrnardauíur og með æða- kölkun, og presturinn gerði sér ferð til hans því að hann hélt að hann ætti ekki langt eftir. Pétur hafði allt- af vanrækt guðræknina. Þegar prest- urinn bjóst til að fara frá honum sagði hann: — Nú skaltu hugsa vel um þrönga veginn, sem til lífsins liggur, hann er erfiður. En Pétur hélt að hann ætti við veginn heim að Koti, því að hann heyrði illa, og svo svarar hann: -— Þetta er bölvuð vit- leysa, prestur minn. Vegurinn er full- góður ef ég ber ofan í hann. Móðir brúöarinnar... fiilliællSffiaaljllSliilBiiBMiBuiUíllilBlIiinUliiiliHiiulillJliilHUIjUIIIUmlliilIimsBHIKuiliiiS | : 1 ::: ::: | Minniháttar leikmær í Hollywood kom einn morguninn rauðeygð og útgrátin til vinnunnar. Marilyn Monroe spurði hana hvers vegna hún hefði grátið. — Ég fór til sálarfræðings i gær, og hann sagði mér, að ég væri ást- fangin af honum föður mínum. Og hann er giftur maður! ::: Réttur hins sterkari. Kaupmaður sendi skuldunaut sín- | um mynd af lítilli dóttur sinni, og fl skrifaði með: „Hennar vegna verðið þér að borga skuldina." — Hann fékk fl bréf frá þeim skuldseiga til baka, ásamt mynd af konunni hans: „Henn- ar vegna get ég ekki borgað skuld- ina.“ — Láttu mig um þaö. Ég vil hafa hann með, ef ske kynni aö einhver bœöi mig um aö spila. ■HlHOIilSffi! BHBilSÍi IffliBÍiS . i IBSI Frú Snævík hafði eignazt tvíbura og nágrannakona hennar hafði orð á, að hávaðasamt mundi vera kringum hana á nóttinni. — Æ, nei, sagði frú Snævík. — Annar þeirra orgar svo hátt að ég heyri aldrei neitt í hinum. Efni i góöa fiskisögu! jffiffi ... I , i i i - - t t tJUnui Brandur í Holti var i kaupstaðnum og kom inn í búð og vildi kaupa sér húfu. — Hvaða númer notið bér? spyr búðarmaðurinn. — Æ, það veit ég ekki, sagði Brandur eins ’og satt var. — Vitið þér ekki hvaða númer þér notið, og eruð orðinn svona fullorð- inn? — Nei, svei mér ef ég veit það. En til vonar og vara tók ég með mér hausinn. ★ — Hefur það nokkurn tíma komið fyrir að þið hafið verið sammála, konan þín og þú? — Já, einu sinni. Þegar húsið okk- ar brann reyndum við bæði að kom- ast út um sömu dyrnar í einu. Úr því aö þér eruö undir bílnum hvort sem er, gætuö þér þá kannske athug- aö fyrir mig hvaö þaö er, sem hringl- ar svona? iaiasii: — Meö leyfi — þaö er víst fljótlegra aö skrifa bréf? Tveir menn eru að grafa fvrir pípu- lögn á Smiðjustígnum. Það er að segja: Þeir styðjast fram á skófl- urnar og eru að tala um bæjarstjórn- arkosningarnar. Allt í einu reiðir annar skófluna og drepur brekku- snígil, sem hann sér í skurðbakkan- um. Hinn litur forviða á hann og segir: — Er ekki óþarfi að vera að drepa saklausan snígilinn? — Það kann að vera, segir hinn. — En ég var orðinn gramur, þvi að hann hefur elt mig í alian dag, skratt- inn á honum. ' • . .. L'! lliiÉ í'á,.ii.|iaH — Já, viö erum aö hugsa um aö fara aö spara viö hann eldiö! Fálkinn, 25. tbl. 1960 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.