Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 27
^lT'T^T'Ví 'cí. JUÍ-.1 — er kall-
|J|\.|2/|L/J aður Sjösofendadagur og
byggist nafn þetta á eft-
irfarandi þjóðsögu: Um miðja 3. öld nú-
gildandi tímatals voru ofsóknir gegn
kristnum mönnum í algleymingi, og var
það Deeius keisari, sem því réð. Flýðu þá
sjö kristnir menn í helli Efesos og lögðust
þar til svefns. Meðan þeir sváfu hafði stór-
um björgum verið hlaðið fyrir hellismunn-
•ann. Tvö hundruð árum síðar var fjár-
hóndi einn að byggja sér hús rétt hjá hell-
inum og notaði grjótið úr munnanum til
húsagerðarinnar. Þegar hreina loftið lagði
inn í hellirinn vöknuðu hinir sjö kristnu,
því að þeir voru lífs enn. Þegar þeir komu
út urðu þeir forviða á öllum breytingun-
nm, sem orðið höfðu þarna í kring, því að
þeir héldu sig ekki hafa sofið nema eina
nótt. En þeim var sagt að þeir hefðu sof-
ið í 200 ár. Urðu þeir þá svo forviða að
þeir duttu niður dauðir.
~wr ttv r\ i 28. JÚLf — 1889 barst sú
(JJVlÍ/l/J furðulega frétt um heim-
inn, að heill obelisk eða
steinsúla hefði verið tekinn upp í skuld.
Við rætur Ortlerfjalls, sem er 3905 metra
hátt og er á landamærum Tyrols og Ítalíu,
lá Ortler-obeliskurinn í vönduðum umbúðum
og 27 hlutum. Hafði staðið til að flytja
hann upp á fjallstindinn og setja hann
upp þar, og hafði flutningafirmað tekið
þetta verk að sér fyrir 800 gyllini, en það
var mikið fé. En firmað fékk ekki þessa
umsömdu upphæð greidda. Og þegar von-
laust var orðið um að peningarnir fengj-
ust, gerði firma sér lítið fyrir og tók
steininn upp í skuldina.
Q TT Tjl ttv B 29. JÚLÍ — 1900 myrti
^ l\ IvT/ 1 anarkristinn G. Bresci
Umberto ftalíukonung.
Umberto var elzti sonur Victors Emenuels,
þess sem varð fyrsti konungur Ítalíu eftir
að hún sameinaðist í eitt ríki eftir sjálf-
stæðisbaráttu þeirra Cavours og Garibald-
is. Umberto tók ríki föður sins árið 1878
og var sýnt banatilræði í nóvember sama
ár, en slapp þá og ríkti svo í 22 ár. Sonur
Umbertos var Victor Emanuel II., sem
ríkti sem sjálfstæður konungur þar til
Mussolini stakk honum í vasann eftir fas-
istabyltinguna. Og Umberto sonur hans
hafði nýlega tekið við hásætinu þegar ít-
alía varð lýðveldi.
nyr\ r\ ■ 30. JÚLf — 1863 fæddist
n l\ PvT11 bílajörfurinn HenryFord,
maðurinn, sem varð síð-
asti milljarðamæringur heimsins, að því er
spakir menn vilja fullyrða. Faðir hans
ii bjó á kotbýli fyrir utan Detroit, og þar
komst Henry að þeirri niðurstöðu, segir
sagan, að „hesturinn væri lélegasta drátt-
arvél heimsins“. Hann fluttist til Detroit
og fór að vinna á vélaverkstæði, og loks
tókst honum að aka um göturnar — með
braki og brestum, smellum og skellum —
á fyrsta Fordinum, sem mannkynið hafði
séð. Það var árið 1892. En 1903 stofnaði
hann Ford Motor Company og árið 1908
hóf hann fjöldaframleiðslu á T-gerðinni,
sem varð fyrsti almenningsbíllinn í heimi.
Ford varð fyrstur til að nota færibandið í
| smiðju sinni, starfsmenn hans fengu ágætt
kaup, en vinnuhraðinn var lýjandi. Henry
i dó árið 1947.
nT.„T\| 31 • JÚLÍ — 1556 dÓ
^ K h 4-1 1 Ignatius Loyola, stofn-
® nvirlí Tnmiíf ovn rrl unn Q r
Ævi hans er eigi síður merkileg en starf
það, sem regla hans vann. í æsku ætlaði
þessi draumóramaður að verða frægur
stríðsmaður á ættjörð sinni, Spáni, enda
vann hann sér orstír sem hermaður á yngri
árum. En eitt sinn er hann var að verja
virki gegn árás franskrar hersveitar særð-
ist hann illa á fæti, og fékk örkuml
ævilangt. f legunni eftir slysið las hann
allar bækur sem hann náði til -—• aðallega
helgra manna sögur — og nú beindist
hugur hans inn á nýjar brautir. Hann gaf
fátækum allar eigur sínar, fór pílagríms-
ferð til Landsins helga. — Franciskus-
munkar ráku hann þaðan til þess að hann
reitti ekki til reiði Tyrkjana, sem þá réðu
landinu — og loks settist hann á skóla-
bekkinn, 33 ára gamall og hélt síðan á-
fram háskólanámi í París. Það var óbilandi
þráa hans og kjarki að þakka, að þetta
tókst. Síðan stofnaði hann munkareglu á-
samt nokkrum nánustu vinum sínum, og
fóru mótmælendur bráðlega að hafa beyg
af kenningu hans. Hann varð sjálfur yf-
irmaður reglunnar, sem varð fræg fyrir
starf sitt í þágu fátækra og sjúkra. En í
trúboði sínu fyrir páfadóminn varð Jesú-
ítareglan alræmd fyrir óhlutvendni. „Til-
gangurinn helgar meðalið", sögðu Jesúítar,
og meðölin voru oft sóðaleg.
Það er víðar en í Keflavík, sem
menn stela þungavinnuvélum. f Lon-
don hafa þjófar stolið vegavinnuvél,
sem vegur 4 lestir og er sex metra
löng og þriggja metra há. En enska
lögreglan er ekki jafnslyng og sú
keflavíkska, því að henni hefur
hvorki tekizt að finna vélina né þjóf-
ana.
Trúlofonarhringir
Ijósir, rauðir. — Steinhringar fyrir dömur og herra. —
Hálsmen, armbönd, gull og silfur. — Borðbúnaður, silfur,
plett. — Úr fyrir dömur og herra, gull og stál.
Tegundir: Marvin, Dames, Tissot, Certina, Etema.
Laugavegi 50. — Reykjavík.
Fálkinn, 25. tbl. 1960
27