Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 19

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 19
Byron og tízTcuherrann Brummel sárnt saman við ensku hirðina. Þeir voru engir vinir, en Byron öfundaði hann fyrir glæsimennskuna. — T. h. eru skáldvinir Byrons, Coleridge, Wordsworth og Walter Scott. flokksins, sem hann byrjar 1809 og endar 1818, segir hann frá því, sem fyrir augu bar á Italíu. Fyrstu tvö ljóðin birti hann 1812 og þau vöktu svo mikla athygli, að Byron gat sagt með sanni: „Ég vaknaði einn morg- uninn og fann að ég var orðinn frœgur“. Jafnframt því að hann vann að Harold junkara orti hann önnur kvæði, svo sem „Brúðurin frá Aby- dos“ (1813), „Korsarinn" og „Lara“ (1814). Þau lýsa ástarævintýrum frá hinum fjarlægu löndum, sem hann hafði séð í ferðinni. Og enskar hefð- ardömur heilluðust af þessum lýs- ingum, sem nýjabrum var að, og hófu Byron til skýjanna. Árið 1815 varð afdrifaríkt fyrir Byron. Hann afræður að hætta glaumlífinu og giftast ungfrú Mil- banke, sem var dóttir ríks óðals- bónda. Ekki urðu samfarir þeirra góðar og ofan á það bættust fjár- hagskröggur. Þau eignuðust dóttur, en síðan fór konan frá honum og þau tóku aldrei saman aftur. Fékk þetta mjög á hann. Og vinsældir hans fóru hnignandi, níðsögur um hann komust á kreik og hann tók sér þær nærri. Eftir að gengið hafði verið frá skilnaðinum fór hann til Sviss. Og þar hittust þeir Shelley. Byron hélt áfram til Feneyja, og lifði í sukki. Skömmu áður en hann fór frá Sviss, frétti hann að Mary Duff, „unga ástin hans“ væri orðin geðveik. Þetta gagntók hann og lýsir hann tilfinningum sínum um þessar mund- ir í kvæðinu „Draumurinn" og kvæða- flokknum „Manfred", sem Matthias Jochumsson þýddi. „SATANISKI SKÓLINN". í Feneyjum kynntist Byron átján ára frú, sem gif t var sextugum greif a, útlifuðum karlskrjóði. Móðir hennar hafði gift hana til fjár. Tókust ástir með greifafrúnni, sem hét Guiccioli, og Byron varð fyrir hollum áhrif- um frá henni. Hún kom honum á réttan kjöl og vakti áhuga hans fyrir ítalska frelsisvinaflokknum Carboniari, sem hún fylgdi að mál- um. Byron var mjög vinnusamur um þessar mundir. Árið 1819 gaf hann út söguljóðið „Mazeppa::, 1821 leik- ritin „Marino Faliero", „Hinir tveir Foscari" og „Kain“, en þau hneyksl- uðu rammtrúaða Englendinga, sem þótti Byron tala gálauslega um trúar- efni. Árið 1819 byrjaði Byron að gefa út „Don Juan“, sem hann lauk aldrei við, og hélt þvi áfram næstu ár. Vakti það verk hneykslun í Englandi, enda réðst Byron óvægilega á margt, sem Englendingum var heilagt. Hann réðst á ríkisskipun Englands og enda flestra Evrópuríkja, og taldi öllu stjórnað í rammasta afturhaldsanda. Ýms skáld urðu til að taka í sama streng, og var þessi stéfna kölluð „sataniski skólinn". Byron vildi fyrst og fremst berjast fyrir frelsi, gegn kúgun og fjötrum, og hann sagði að maður „ætti að gera meira fyrir þjóðfélag sitt en yrkja ljóð“. Um þessar mundir voru Grikkir að berjast fyrir frelsi sínu. Vildi hann nú sýna vilja sinn í verki og tók sér far til Hellas með skipi, sem hlaðið var hergögnum handa Grikkum, og hafði Byron keypt mest af farminum fyrir sitt eigið fé. By- ron komst til Meolongiu í ársbyrjnu 1824. En í apríl sama ár veiktist hann af ólæknandi hitasótt og dó. Grikkjum var óbætanlegt tjón að frá- falli hans og þeir sýndu hug sinn með því að fyrirskipa þriggja vikna þjóðarsorg út af andláti Byrons. Lik Byrons var sent til Englands, en prestarnir neituðu því um leg í West- minster Abbey, grafreit enskra úr- valsmanna. Þess vegna var Byron grafinn hjá lítilli sveitakirkju í Huc- knall. Þangað gera sér ferð margir aðdáendur hins ódauðlega skálds og hugsjónamanns. Hin mikla skrúðganga, sem nefnist „Trooping the Colour“, og gengin er til að minnast afmœlisdags Englands- drottningar, var haldin í apríl s.l. Hér sést drottningin sjálf á hestbaki í hátíðarskrúðanum. ☆ Sá ágjarni er ekki sérgó'ður. Allt, sem hann nurlar saman, lendir að lokum til annarra. ★ Að launa illt með góðu er höfuð- prýði kristilegrar breytni. ★ Auðmýkt er hin fyrsta undirstaða allra dyggða. ★ Vér skulum breyta við óvini vora eins og rósin, sem gefur ilm- inn þeim, sem slítur hana upp. Fálkinn, 25. tbl. 1960 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.