Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 33

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 33
Myndin er af Júlíusi á Hítarnesi og Topp vini hans. Júlíus og Toppur hans Á hestamannamótinu að Faxaborg við Hvítá mátti m. a. sjá gæðinginn Topp frá Hítarnesi. Þessi góðhestur er eigi aðeins frægur fyrir þá kosti, sem reiðhest mega prýða, svo sem vilja og fjölbreytni í gangi, heldur og fyrir það hve vel hann ber ellina. Hann er sem sé orðinn 31 vetra, og þrátt fyrir þennan háa aldur kann nÁÐNINGAM SVAR viö HEILABROTI: 300 krón- ur. Þepar % af karlmönnunum borg- ar 15 kr., svarar það til þess, að allir karlmennirnir gæfu 5 kr. að jafnaði. Þegar helmingurinn af stúlkunum gefa tiu kr. hver, svarar það til þess, að allar stúlkurnar gæfu 5 kr. hver. Og alls eru þetta 60 manns, á 5 kr. að jafnaði eða 5 x 60 = 300 krónur. Svar við heilabroti: 1) Þrjú, og hálft dúsin (6) — alls 9. — 2) 147. ★ SVAR viö „MANSTU ÞETTA?“: 1) La Valetta, 2) Skrúði presta, 3) Adam Oehlenschláger, 4) Kabyssa, 5) Jóhannes Jósefsson í grisk-róm- verskri glímu í London 1908, 6) Á eða fljót, 7) Á Furuholmen við Ingöy í Finnmörku, 8) 5 metrar, 9) Milli Eldlands og meginlands Suður-Am- eríku, 10) Árið 1906. hann fótaburðinn vel, hvort heldur hann töltir, skeiðar eða brokkar, því að „lengi er eftir lag hjá þeim, sem liðsmenn voru til forna“. Það var þó einkum skeiðið, sem Toppur var 1 sambandi við Topp í Hítarnesi vaknar spurning, sem margir mundu vilja fá svarað. Hve gamlir verða íslenzkir hestar? Stundum hafa sézt í blöðunum frásagnir um íslenzka hesta erlendis (í Danmörku og Sví- þjóð), sem hafi orðið fjörgamlir, og allmiklar líkur eru fyrir því, að þær séu sannar. Nú eru lesendur Fálkans beðnir um að hjálpa til að upplýsa þetta mál. Það eru tvær spurningar, sem beðið er um að svara. 1) Hafið þér sannar sagnir af mjög háum aldri hesta, þá óskast upplýsingar um hve gamall hann varð og hvernig hann bar ellina. Nafn eiganda verður að tilgreinast og nafn hestsins, litur og hæð eftir því sem næst verður komizt. 2) Ef mjög gamall hestur er til frægur fyrir meðan hann var upp á sitt bezta. Eigandi Topps er Júlíus Jónsson bóndi í Hítarnesi. Hann sat á Topp sínum, er hann kom fram á hesta- mannamótinu, og virðist standast ell- ina vel, eigi síður en Toppur hans. Júlíus er nfl. 75 ára. En það mætti geta sér þess til, að vináttan við Topp hafi orðið til þess, að ellin hef- ur lítil mörk sett á þennan hagyrð- ing og hestamann, og líklega er það gagnkvæmt hvað Topp snertir. Um Topp var þetta kveðið á hesta- mannamótinu: „Hefur aukið yndishag aldins gæðings fótaletur. Lesa mátti lag og brag af ljósri gljánni margan vetur.“ SKRÍTL VR Jón hafði farið í kaupstaðinn og fengið sér neðan í því, og endað á „koges“. Eða svo mátti ætla, af lyktinni, sem af honum var. í bif- reiðinni heim til sín lendir hann innan um margar fínar frúr. Allt í einu segir ein frúin: — Hvaða lykt er þetta? Það er líkast og maður væri kominn inn í máln- ingarvörubúð! — Það er nú engin furða, segir Jón, — jafnmálaðar og þið eruð. ★ Þjónninn: — Viljið þér sætt eða þurrt sherry? Gestur: — Það er bezt að hafa það þurrt. Þá gerir ekkert til þó að eitt- hvað skvettist á dúkinn. ★ — Sonur þinn ætlaði sér að verða augnlæknir, hérna einu sinni, en svo sé ég að hann er orðinn tannlæknir! —- Það borgar sig miklu betur. — Maðurinn hefur aðeins tvö augu en 32 tennur. .1 í byggðarlagi lesanda, þá óskast glöggar upplýsingar um aldur hans, nafn, lit og hæð og hvort hann er góðhestur eða ekki. Lýsingu á hest- inum verður að fylgja vottorð við- komandi hreppstjóra um, að rétt sé skýrt frá. Mynd af hestinum þarf helzt að fylgja. Með því að senda Fálkanum grein- argóð svör við þessum spumingum, ætti að fást vitneskja um tvennt: Hve gamlir hestar hafa orðið hér á landi á síðari áratugum. Hve gamall elzti hesturinn er! Fálkinn væntir þess, að lesendur um land allt verði honum hjálplegir til að fá svör við þessum spurning- um, en þau gætu óneitanlega orðið mikilsverð upplýsing um bezta vin- inn og þarfasta þjóninn í sögu þjóð- arinnar frá upphafi til þessa dags. Hver er elzti hesturinn á íslandi? Fálkinn, 25. tbl. 1960 83

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.