Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 8

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 8
~K tK j^elvhtir L vilmunda leiharar -k * -x -x TERRY MDDRE Réttu nafni heitir hún Helen Ko- ford og er fædd í Los Angeles 7. jan. 1929. Hún byrjaði snemma: Lék i kvikmynd fjögra ára og var leigð Ijósmyndurum, sem tóku sæg af myndum af henni. f kvikmyndinni reið hún Shetlandseyjahesti og vakti aðdáun, og upp úr því fékk hún film- una á heilann. Ellefu ára fékk hún annað hlutverk — og 4000 krónur á viku, meðan verið var að taka myndina. Hún var alls ekki lagleg — freknótt og með kartöflunef. Freknurnar eru horfnar, —■ en nefið er hið sama. Árið 1944 fékk hún að leika í ,,Gas- ljós“, með Ingrid Bergman og Char- les Boyer. Og næst lék hún systur Victors Mature í „My Gal Sal“. Og nú fóru vikublöðin að nota myndir af henni framan á kápuna. Þá eign- aðist hún fyrsta samkvæmiskjólinn sinn, — Veronica Lake gaf henni hann, notaðan. Vikulaunin hækkuðu upp í 7000 kr. og Terry var notuð í hlutverk ,,hús- legra, freknóttra stúlkna". Henni leiddist í þeim hlutverkum. Loks varð hún 18 ára og fékk samn- ing til langs tírna, og var trúað fyrir aðalhlutverki i Columbia Film. Og nú kynntist hún knattspyrnukappan- um Glenn Davis. Þau giftust 5 vik- um síðar. Terry hætti að leika og varð húsprýði manns sins, sem hafði hálaunastöðu hjá olíufélagi. En Ter- ry undi sér ekki i olíuheiminum. Eftir missiris hjónaband skildi hún við Glenn. Svo lærði hún flug, og þótti mesti angurgapi í þeirri grein. En 1952 fór hún að leika aftur og vakti at- hygli í „Komdu aftur, Sheba litla“. Ári síðar var hún látin skemmta hermönnum í Kóreustríðinu og varð stórfræg fyrir að ganga i baðfötum með hermelín-bryddingum. „Lítill fatnaður skapar stórar stjörnur", SjöMÍ — Pabbi! kallaði Bjössi, — nú hef ég tekið járnbrautina sundur aftur, æ, ég kem henni ekki sam- an, þú verður að hjálpa mér, strax .... Pabbi! Paaababbbiiii! Pabbi andvarpaði og fleygði frá sér blaðinu, og mömmu heyrðist hann vera að tauta eitt- hvað um krakkabjálfa, sem allt- af væru að skemma eitthvað, en gætu ekkert lagað. En hann þagnaði þegar hann leit á mömmu, því að hann þagnaði oft þegar augun í henni voru svona, og svo hafði hann sjálfur viljað gefa Bjössa þessa járn- braut, þó hann væri of lítill til þess að geta leikið sér að henni. Og nú sýndi pabbi Bjössa í hundraðasta — eða kannske bara í fimmtugasta skipti, hvern- ig ætti að krækja vögnunum saman, og nú gat Bjössi ekið brautinni á ný. Hún var alls ekki skemmd. — Skilurðu þetta nú ekki, Bjössi, sagði hann. En hann þagnaði, þegar hann sá, að Bjössi var með tár i augunum, þvi að pabbi hafði verið önugur. Og þá settist pabbi á gólfið og lék sér að lestinni með Bjössa um stund. Þetta var skemmtileg lest .... alveg eins og pabbi hafði átt þegar hann var lítill .... Finnst þér ekki gaman að þessu, Bjössi minn? Og svo fór pabbi að aka lestinni. Með hjálp mömmu fékk Bjössi lestina aftur frá pabba, og pabbi andvarpaði og fór að lesa fram- haldssöguna í blaðinu. Bara að hann fengi nú að vera í friði um stund. Nú hafði Bjössi lært að krækja vögnunum saman — hann yrði handlaginn með tim- anum, drengurinn .... En allt i einu heyrðist kallað aftur: — Pabbi! Paabbbbii! Nú fór lestin sundur aftur. Paabbbbii! Og mamma tautaði eitthvað um montna feður, sem halda að drengirnir þeirra séu stærri en þeir eru. Leikföngin verður að sníða eftir aldri barnsins, og Bjössi var ekki orðinn nærri nógu stór til þess að leika sér að brautarlest. sagði hún við blaðamennina. Og nú var hún orðin stór stjarna í Marilyn- Monroe-greininni og freknurnar horfnar. En ef einhver vill vita, hvort nefið á henni sé enn í „gamla stíln- um“, getur hann skrifað henni til ,,20th Century Fox“ og spurt hana. ☆ M^tjrirnt i/n tlttr eitjintnaöur Enskur kvennablúbbur efndi til samkeppni um bezta svarið við því, hvernig fyrirmyndar eiginmaður ætti að vera. Þetta svar hlaut verðlaun- in: „Hann á að vera sterkur eins og Grikki, ríkur eins og Ameríkani, göfuglyndur eins og Ástralíubúi, vit- ur eins og Belgi, mannlegur eins og Englendingur, siðmenntaður eins og Þjóðverji og ástfanginn eins og Frakki. ★ Sylvana Pampanini, ítalska kvik- myndadísin, er komin til Parísar til aö undirskrifa samning um hlut- verk í kvikmynd. Hún á að leika hinn fræga kvennjósnara, Mata Hari. 8 Fálkinn, 25. tbl. 1060

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.