Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 7

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 7
Þingvallabœrinn, sem reistur var fyrir AlþingisliátíSina, hefur hýst marga góða gesti. Á Alþingishátiðinni bjó þar Gustav 6. Adolf Svíakonungur og Torv. Stauning forsætisráðherra Dana. en Haraldur Björnsson sá um svið- setninguna. Myndir frá þessari sýn- ingu bera með sér, að þar var ekki sparað til skeggs á hinum fornu köppum gullaldarinnar, og var sýn- ingin fremur ólífræn. Eftir hana tóku við hljómleikar og um kvöldið var einkar falleg fimleikasýning 16 pilta og 16 stúlkna. Þennan dag var veð- ur allsæmilegt og ekkert óðagot á fólki að komast til Reykjavíkur um kvöldið. -----Á þriðja degi Alþingishátið- arinnar var byrjað með hljómleikum, þar sem ýmsir einsöngvarar létu til sín heyra, en því næst var haldinn lokafundur Alþingis. Síðdegis þenn- an dag var einkar falleg fimleika- sýning (200 manns) undir stjórn Jóns Þorsteinssonar, og tóku þátt í henni íþróttamenn víðsvegar af landinu. Þá söng Landskórið, svonefnda, skipað söngmönnum úr öllum helztu karla- kórum, sem þá voru starfandi. Og um kvöldið sleit Tryggvi forsætisráð- herra þessari fallegu, minnisverðu hátíð. Næsti dagur var sunnudagur og mesta blíðviðri. Þann dag var enn fjöldi gesta á Þingvöllum, og voru þá enn ýmsar skemmtanir, sem gest- irnir fundu upp á sjálfir. Þarna voru saman komnir menn og konur úr flestum byggðarlögum landsins, og margir uppgötvuðu þá fyrst, að þeir áttu þarna á Þingvelli fornvini og frændur, sem þeir höfðu ekki séð áratugum saman. Þarna var sam- eiginlegt hjarta Islands, allt með friði og góðvilja, og allir með sameigin- legum huga um að himneskt væri að lifa. -----Margt gerðist á Alþingishá- tíðinni, sem hér yrði of langt upp að telja. En sérstaklega verður að geta þess, að einn hátiðardaginn var Skógræktarfélagið stofnað. Og ann- að atriði verður líka að nefna, sem veit að samsarfi Islands við frænd- þjóðirnar á Norðurlöndum. Það er undirskrift gerðardómssamningsins i deilumálum innan Norðurlandaríkj- anna. Hann undirskrifuðu á Alþingis- hátiðinni: Tryggvi Þórhallson, fyrir hönd íslands, Thorv. Stauning fyrir hönd Danmerkur, V. Hakkila fyrir hönd Finnlands, Anderssen-Rysst fyr- ir hönd Noregs og O. Ewerlöf sendi- herra fyrir hönd Svia. Um þingfundina á Alþingishátíð- inni verður að benda á, að siðan árið 1798, er Alþingi „hvarf á braut“ hafði aldrei verið haldinn formlegur þingfundur á Lögbergi. Fjórtán ár- um síðar var enn haldið á sama forn- helga staðinn, er lýðveldi var endur- reist á Islandi. Niðurl. á bls. 32. Fálkinn, 25. tbl. 1960 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.