Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 29

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 29
en það vildi vera láta. Vissi Helga eitthvað, eða var hún í sömu óviss- mnni og Kata sjáll? — Meiddirðu þig? spurði Rodney eftir hættulega langa þögn. — Nei-nei. Mér þykir leitt, ef ég hef gert ykkur hverft við. Rodney leit hvasst og tortryggnis- lega til Kötu. — Nei, þú gerðir okkur ekkert hverft við. Við sátum hérna og lét- um okkur leiðast. Við skulum koma inn, og svo skaltu segja okkur betur frá þessu, sem þú varst að bulla — —- um íbúð. Þau fóru inn í dagstofuna. Nú var Freda þar líka. — Hvað voruð þið að tala um? Ibúð? spurði hún og sneri sér bros- andi að Kötu. — Já, ég hef leigt mér ibúð. Mér finnst ég ekki geta níðst á gestrisni ykkar lengur, sagði Kata. — Þið er- uð þegar búin að gera allt of mikið fyrir mig. — Hvaða bull er þetta!, sagði Freda óðamála. — Við viljum hafa þig áfram. Við tökum okkur mjög nærri, ef þú flytur. Þá halda allir, að þér hafi leiðzt hjá okkur. — Það er alls ekki ástæðan, sagði Kata. — Þið hafið verið mér fádæma góð, en ég vil helzt hafa stað út af fyrir mig. Og það væri heimska, að nota ekki tækifærið þegar ég get fengið íbúð ungfrú Henshaw. — Lindu Henshaw? spurði Freda. — Ég hef séð hana. Hún er góður kunningi Adrians. — Já, Adrian var með Kötu, þegar hún fór að skoða íbúðina, sagði Rod- ney. Kata tók eftir hvernig hjónin horfðust sem snöggvast í augu, en ekki vissi hún hvað það þýddi. Nú fór Freda til hennar og tók hlýlega undir handlegginn á henni. —- Þú mátt ómögulega flytja frá okkur, sagði hún biðjandi. — Við mundu sakna þín hræðilega mikið. —- Það er fallega sagt, Freda, og ég er ykkur mjög þakklát fyrir alla hugulsemina, sem þið sýnið mér. En þetta er þegar útkljáð mál... Kata lagði sig fram um að sýnast einlæg, en rödd hennar var samt ekki ekta. — Mikið er ég lélegur leikari, hugs- aði hún með sér og var gröm. Hvern- ig á ég að hugsa, mér að ég geti komizt að nokkru, úr því að ég get ekki leikið betur en þetta? Freda brosti, en virtist ekki ánægð, er hún sagði: — Jæja, við missum þig nú ekki fyrir fullt og allt, þú verður ekki mjög langt frá okkur. Við getum hitst oft, og vonum að þú skoðir þetta sem þitt annað heimili í fram- tíðinni líka. — Þakka þér fyrir, það er mjög fallega hugsað, muldraði Kata. Hún hefði helzt viljað færa sig f jær Fredu. Henni féll ekki að vera of nærri henni. Hún fann ósjálfrátt að vin- átta hennar var ekki einlæg. — Hefurðu borðað kvöldmat? Fenguð þið nokkuð að borða hjá Lindu? Þú hefur verið lengi úti, sagði Freda. — Við fengum glas af sherry hjá ungfrú Henshaw. -— Og svo hafið þið Adrian borð- að í einhverjum gildaskálanum niðri í bæ á eftir? Freda horfði fast á hana, meðan hún sagði þetta, og Kata tók eftir sömu tortryggninni í augum hennra og hún hafði séð hjá Rodney skömmu áður. — Nei, við ókum I bílnum hans, sagði Kata. Hún taldi hollast, að ljúga sem allra minnstu. — Rifjuðuð upp gamlar endur- minningar, kannske — það hefur verið gaman. Freda hló. — En komdu nú og fáðu þér bita, ef þú hefur ekki borðað. Kata varð fegin að komast í rúm- ið um kvöldið. Hún var uppgefin. Hún vissi, að hún varð að íhuga vel það, sem hún hafði heyrt Rodney segja við Helgu, og reyndi að sam- ræma það myndinni, sem nú var að skýrast I huga hennar. En hugur hennar hvarflaði sí og æ til þessar- ar stundar, sem hún hafði verið í örmum Adrians. Ást þeirra hafði verið virkileg þá, — ekkert annað hafði skipt mál fyrir þau. En nú fannst henni að þetta hefði ekki ver- ið virkilegt — að minnsta kosti ekki hvað hann snerti. Því ef hann elsk- aði hana, hvernig gat hann þá látið nokkurn hlut hindra að þau giftust? Hún braut heilann um þetta og bylti sér óþolin sitt á hvað. Hversvegna hafði hann sagt henni að hann elskaði hana? Hvernig gat hann verið svo harðúðugur? Þegar hún var nálægt Bern vonaði hún að geta sigrast á þessari tærandi þjáningu, sem var samfara ást henn- ar til Adrians. Hún hafði gert sér von um að ást Berns gæti hjálpað henni til að gleyma Adrian. En var það of seint? Gat hún ekki gleymt því, sem hafði gerzt í kvöld og byrjað á ný? Loks sofn- aði hún, en það var ekki vær svefn. Einhverntíma um nóttina fannst henni óljóst, að dyrnar hennar væri opnaðar, en þetta var svo óljóst og hún svo þreytt, að hún vaknaði ekki alveg. Hún sneri sér á hina hlið- ina og sofnaði fastar. En það stóð ekki lengi. Allt í einu glaðvaknaði hún við að einhver tók i öxlina á henni. Hún hljóðaði lágt. — Þei-þei! Segðu ekki neitt! Þetta var rödd Helgu. — Ég læddist hing- að inn, því að ég verð að tala við þig, Kata. Þetta var eina leiðin, sem ég hef til að fá að tala við þig. Kata settist upp í rúminu, rétti út höndina og kveikti á náttborðs- lampanum. Helga stóð við rúmið í bláum morgunkjól. Ljósa hárið var úfið og hún var náföl. Hún glennti blágrá augun og virtist vera dauð- hrædd. Hún var unglegri en Kata hafði nokkurntíma séð hana. Virtist nærri því eins og barn. — Ég gat ekki sofið, sagði hún. — Ég hef verið að reyna að sæta lagi í marga daga að segja þér dá- lítið, Kata, en ég var svo hrædd. — Varst þú hrædd? hvíslaði Kata. Helga kinkaði kolli. — Þau vita allt, sem fram fer. Þau hafa gát á öllu, sem ég segi og hlera allt, sem ég segi. Kata spurði ekki hver „þau“ væru — hún vissi það. Hún rétti út hönd- ina, snerti við handlegg Helgu og dró hana niður á rúmstokkinn. — Hvað var það, sem þú ætlaðir að segja mér? Helga néri hendurnar. Þegar hún loksins fór að tala, komu orðin slitr- ótt, lágt og hvíslandi. — Þú mátt ekki verða héma á- fram, hvað svo sem þau segja, Kata. Vertu ekki hérna. Farðu strax á morgun, ef þú getur. — Hvers vegna? hvíslaði Kata. — Þú ert í hættu. Ég held að þú sért í lífshættu. Ég — ég get ekki útskýrt hvað ég á við. Röddin varð klökk. — Hvers vegna ert þú að reyna að aðvara mig, Helga? spurði Kata hljóðlega. -— Er það vegna þess að við séum vinir, eða vegna ... vegna Franks? sagði hún. Helga bældi niðri í sér óp. Hún starði á Kötu. — Hvað ætti þetta að koma Frank við? Ég meina — bróður þinum, leið- rétti hún eftir dálitla þögn. — Þú kallar hann Frank, alveg eins og þú þekkir hann, sagði Kata. — Og þú þekktir hann líka. Var það ekki? Helga roðnaði og varð niðurlút. — Ég hef kynnzt honum. — En þú hlýtur að hafa kynnzt honum vel, annars mundir þú ekki geyma mynd af honum í töskunni þinni, sagði Kata. Helga leit undan. — Hvernig veiztu það? spurði hún hásróma. — Þegar þú varst veik í flugvélinni datt taskan þin á gólfið og hrökk upp. Ég tíndi saman dótið, sem í henni var og þá kom ég auga á myndina. — Þú hefur vonandi ekki sagt neinum það? Það var örvæntingar- hreimur i rödd Helgu. (Framh.) Fálkinn, 25. tbl. 1960 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.