Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 32

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 32
Við þjóðveginn — Niðurl. af bls. 13. konan var eitthvað vansköpuð, hún hafði kryppu upp úr bakinu. — Átt þú hann? sagði Guðný. — Já, hann er sonur minn, tæp- lega misseris gamall. — Sonur þinn? sagði Guðný spyrj- andi. — Já, hann er barnið mitt, sagði stúlkan og fór að gráta. — Eg hefi alveg misst af vor og sumar-vinn- unni hans vegna, sagði hún milli grátkviðanna, — og nú er ég að fara með hann á sveitina. — Eins og við höfum talað um, þá ferðu ekki lengra i dag, sagði Jósafat. — Komdu þér heim, kona, og láttu hana hafa hræring og mjólk, ekki þarf að hita það. — Hún getur varla staðið á fótunum fyrir sulti, hvíslaði hann að Guðnýju. Guðný hrökk við og lagði frá sér hrífuvettlingana. — Ég skal bera hann heim, sagði Jósafat og smeygði stórum, sigghörð- um höndum undir strangann í kjöltu konunnar og skundaði af stað með hann stórum skrefum. Konan stóð upp og studdi sig við handlegg Guðnýjar. Tárin runnu nið- ur gráfölar kinnar hennar. Hún virt- ist hafa misst allt vald á sjálfri sér og grét, án þess að hirða um návist fólksins. — Þið eruð of góð við mig, tautaði hún. — Að hann skyldi sækja mig upp á veginn, þessi góði maður. Ef ég tryði á Guð, mundi ég segja að hann hefði sent hann, barninu mínu til bjargar. En hvað sem um það er, þá er ég þakklát, ákaflega þakklát. — Vertu ekki að gráta, sagði Guð- ný hlýlega. — Eg er engin óskapa manneskja, þó ég eigi þetta litla barn, sagði kon- an. — Mér sárnar það barnsins vegna, hvað ég hef verið kölluð Ijótum nöfn- um. Ég er hvorki hóra né glenna, þó ég eigi hann. Ég er aðeins fá- tæk, bækluð stúlka, sem þráði að verða móðir. — Stúlkan hætti að gráta. Hún hafði fengið áheyrn góðra manna, og hún vildi ekki að þessi kona fengi ógeð á sér. Jósafat opnaði bæinn og fór með barnið inn i gestarúmið í litlu stof- unni. Hann horfði á drenginn. Hon- um var öllum hlýtt, og þó sérstak- lega í hjartanu. Honum fannst sem hlekkir þeir, er forfeður hans höfðu lagt í götu hans, hefðu loksins brost- ið að fullu. — Guði sé lof, tautaði hann. — Hann skildi varla þá djúpu hamingjukennd, sem gagntók hann. — Þetta barn þurfandi móður, sem engan átti að, skyldi verða hans barn, fá allt til jafns við þau. — Var það Guð Guðnýjar, sem réði þessu öllu, — Guð Guðnýjar og hans? — Geðshræring greip hann heljar- tökum. Hann þaut út úr stofunni og fór eystra megin við bæinn, þá leið sem Guðný myndi ekki koma með konuna. Jósafat fór úr vaðsmálsvestinu og peysunni og tók til við hirðinguna. Kári horf ði undrandi á handtök hans, hann gerði meira en að vinna, hann gekk berserksgang. Það var aðeins tvennt til. — Annað hvort var Jósa- fat orðinn band-sjóðandi vitlaus eða þá að hann var svo yfir sig glaður, að hann réð ekki við sig. Þegar Guðný kom út aftur, undr- aðist hún hvað gengið hafði á heyið — og Jósafat var meira að segja kominn úr vestinu og peysunni. — Ekki rak hana minni til að hafa séð hann kasta klæðum við heyskapinn. Allt í einu færði Jósafat sig nær Guðnýju: — Góða mín, hvíslaði hann. Hún leit á hann spyrjandi augum. Hvað hafið eiginlega komið fyrir hann? — Mig langar að segja þér hvað skeði uppi á þjóðveginum áðan. Guð þinn sendi mér lítinn dreng, með þökk fyrir smælingjana, sem stund- um hafa fengið hressingu hérna í Haganesi. —- Jósafat. —- Já. Stúlkan hefur fúslega gefið sitt samþyklki, en óskar sjálf eftir að fara aftur að sjávarsíðunni. —- Já, en Jósafat, hvíslaði Guðný. — Já, þú mátt ekki setja þig á móti þessu, Guðný. — Sjáðu, í dag hef ég losnaö úr álögum forfeðra minna. — Jósafat. — Já, Guðný. Þú hefur alltaf um- borið mig og aldrei lagt til mín styggðaryrði, á meðan ég gerði þér allt til kvalræðis, og nú getur þú fengið góða stúlku þér til hjálpar við verkin. — Það er ágætt, sagði hún loks og leit niður á hrifuskaftið. — En það sem ég vildi segja er þetta: Við eigum von á okkar eigin barni, Jósafat. — Ha, tvö, Guðný. Tvö, tautaði Jósafat og augu hans hvörfluðu geisi- andi glöð upp á þjóðveginn. ☆ UftBgÍB*ftft Ti*yggd — Niðurlag af bls. 17i hvort hún væri að tala við frú Han- sen eða við sjálfa sig. Einn morguninn sást enginn reyk- ur úr strompinum á litla hvita hús- inu, eins og vant var.. Nágrannarnir tóku eftir þessu og þótti það skrítið. En það var ekki fyrr en langt var liðið á daginn að þeir fóru að grennsl- ast eftir hvernig á því stæði. Þeir tóku í lásinn, hurðin var læst. Og svo gægðist einhver inn um glugg- ann, en sá ekkert nema hvíta kött- inn hennar. Hann sat á miðju gólfi og mjálmaði og kveinkaði sér og starði á andlitið á rúðunni. ,,Nei, það er eitthvað bogið við þetta hugsaði maðurinn með sér og það fór hrollur um hann. Og svo náði hann í lögregluþjóninn og þeir brutu upp dyrnar og fóru inn. Þeir leituðu hátt og lágt í húsinu, en þar var engin sál. Þeir klóruðu sér í hnakkagrófina á víxl. Loks kom einhver aðvifandi þarna, sem hafði orð á því, að hann hefði séð hana ganga upp að Sjónarhóli í gærkvöldi. „Kannske henni hafi orðið illt þar upp frá, og ekki komizt heim aftur." Sjónarhól. Já, og nú tóku allir til fótanna og fóru þangað. Þar fundu þeir hana. Hún lá fyrir framan einn bekkinn, og hélt á mynd af Karli milli stirðnaðra fingranna. En yfir marmarableiku andlitinu var einhver hátignar- og sælublær, eins og endurskin einhvers mikilfenglegs og merkilegs. Það var líkast og stór opin augun horfðu á fallegt sólarlag. Sumir tárfelldu, er þeir horfðu á dánu stúlkuna. „Ungfrú Tryggð," hvíslaði einhver og hinir kinkuðu kolli. Og svo tóku traustar sjómannahendur saman og gerður börur og berhöfðaðir og þög- ulir báru þeir hana heim í litla, hvíta húsið við höfnina. Hún hafði loksins fengið boðin, sem hún hafði þráð svo lengi. ☆ AlfMiegisltátíðin — Niðurl. af bls. 7. Eftir Alþingishátiðina komu oft fram tillögur um það, bæði í ræðu og riti, að æskilegt væri að halda slíka þjóðarsamkomu t. d. tíunda hvert ár. En þegar frá leið, gleymd- ist sá góði ásetningur. Eftir tuttugu ár er hálf öld liðin frá Alþingishá- tiðinni. Væri það ekki umhugsunar- vert að halda þá aftur veglega Al- þingishátíð, þó ekki sé um þúsund ára afmæli að ræða, og efna síðan á tiu ára fresti til almennrar hátíðar á Þingvelli. Ef slikar samkomur gætu farið fram í sömu „einingu andans og bandi friðarins" eins og Alþingis- hátíðin 1930, þarf ekki að efa, að þær gætu haft stórbætandi áhrif á hugarþel þjóðar, sem dagsdaglega hefur jafn gaman af að rífast og við íslendingar gerum. hafa öðlast miklar vinsældir hjá dömum sem hafa reynt þau. Þau leyfa óþvingaðar hreyfingar, eru fyrirferðar- lítil og þola steypiböð. — Einnig hafa hentugar um- búðir orðið vinsælar í með- ferð. 32 Fálkinn, 25. tbl. 196Q>

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.