Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 34

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 34
r K A K SMYSLOFF OG HOLMOFF SIGRUÐU í MOSKVU (^jtir ^Jreyátein j^orlercjááon, - Eins og í fyrra, var nú boðið til alþjóðlegs skákmóts í Moskvu í vor. Er það ætlun Rússa, að slík mót þarna á vorin verði að sams konar hefð, eins og skákmótin eru í Hast- ings. Friðriki Ólafssyni var aftur boðið, en eins og menn muna tefldi hann þarna í fyrra, ásamt Larsen og öðrum frægum köppum. Þá fóru þeir Smýsloff, Bronstein og Spasský með sigur af hólmi, en að þessu sinni urðu það Smýsloff og Holmoff, sem efstir urðu með 8% vinning úr 11 skákum, og tapaði hvorugur þeirra skák á mótinu. Ekki er mér kunnugt um keppendur mótsins, en þeir voru frá sex þjóðum, væntanlega flestir frá Austur-Evrópu. Friðrik Ólafsson gat að sjálfsögðu ekki þegið boðið, þar sem hann var staddur í Argen- tínu um þessar mundir (mótið hófst i lok mai og stóð til 7. júní), en ekki er óliklegt, að honum verði enn boð- ið að ári. Núverandi skákmeistari Sovétrikj- anna, Korchnoj, varð þriðji í röðinni, og er það eitt af mýmörgum dæm- um, er styðja þá almennu skoðun, að „toppurinn" þar eystra sé mjög breiður, það er að segja, Rússar eigi fjölda skákmanna, sem ekki eru miklu lakari en Botvinik og Tal. Svo virðist, eftir þessum úrslitum, sem Smýsloff sé engan veginn af baki dottinn, þótt hann hafi hrapað nokk- uð að undanförnu. Við skulum nú líta á skák, sem tefld var í annarri umferð Moskvu- mótsins í ár. Er hún allt annað en molluleg, þótt endalokin séu friðsam- leg. Sikileyjarvörn. Hvítt: Smýsloff -— Svart: Korchnoj. 1. e4 c5. 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be2 Bg7 7. Rb3 Rc6 8. g4 Djarflegur leikur, sem oft skapar miklar flækjur. 8. —b6 9. f4 Bb7 10. BÍ3 0—0 11. h4 Árangur slíkrar peðárásar fer oftast eftir því, hvort andstæðingnum tekst að sprengja upp á miðborðinu og ná þar gagnsókn. Takist það, má hvítur biðja fyrir sér, þar sem kóngur hans getur þá orðið berskjaldaður vegna f jarveru peðanna, að öðrum kosti get- ur peðsóknin hægilega ráðið svört- um bana. 11. — a5 Svartur hótar 12. — a4. 12. a4 Rb4 13. h5 d5! 14. e5 Rxg4! Svartur hefu náð tilgangi sínum. 15. Rd4 Ef 15. Bxg4, þá 15. — d4L 15. — Rh6 16. hxg6 Smýsloff tekur þann kost að vinna skiptamun, þótt sókn hans fjari út um leið. Til greina kom að leika 16. f5, en flækjurnar sem þá kæmu upp, eru torleystar, t. d. 16. — Bxe5 17. Bxh6 Bxd4 18. hxg6 fxg6 19. Bxí8 Dxf8 20. fxg6 hxg6, og svartur hef- ur tvö peð fyrir skiptamuninn. 16. ■— fxg6 Ef 16. — hxg6, þá 17. Í5! 17. Re6 Dd7 18. Rxf8 Hxf8 19. Rb5 Hvítur hefur í hyggju að hrekja svarta riddarann af b4 með því að lpikíi pQ 19. —d4! 20. Bxb7 Dxb7 Svartur hefur nægilega gagnsókn fyrir skiptamuninn. 21. 0—0 Rf5 22. Rxd4 Rxd4 23. Dxd4 Dc8 Vitaskuld ekki 23. — Rxd2? 24. — Dc4t 24. De4 Rxc2 25. Ha2 Hvítur hótar nú 26. b3, ásamt flutn- ingi hróksins til kóngsvængsins. 25. — Dg4t 26. Dg2 Ekki 26. Khl? Hf5! 26. — De6 27. b3 Rd4 28, Be3 Rf5 29. Bf2 Dxb3 30. Hd2 Db4 31. He2 Dxf4 32. He4 Dd2 33. Bxb6 Dd5 34. Hfel Dc6 35. Da2t e6 36. Bf2 Hc8 37. Db3. Samið jafntefli. Framköllun - Kopiering Látið myndir geyma góðar endurminningar yðar! — Framköllum myndir yðar fljótt og vel. Allar myndir, framkallaðar hjá okkur, eru afgreiddar í yfirstærð, þ. e. eftir 6x6 filmu skilum við yður 9x9 sentimetra myndum. Filmur, allar stærðir og gerðir! VERZLUN HANS PETERSEN H.F. Bankastræti 4. — Sími 1-32-13.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.