Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 18

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 18
LORD BYRON sháldici °9 ^mlslóket, /avi q ^ nemma á öldum íluttist norræn ætt frá Normandí til Englands og settist þar að, undir nafninu Burun. Þetta var ættleggur skáldsins Byron í föðurætt. Faðir skáldsins var skip- stjóri og var kallaður „Brjálaði By- ron“, ofstopmaður og mesti svallari. Kvæntist hann aðalsfrúnni Carman- ten, sem strauk frá fyrri manni sín- um til þess að ná i „Brjálaða Byron“ og eignuðust þau dóttur, sem Augusta hét. Svo dó aðalsfrúin, en Byron gift- ist (til fjár) Catherine Gordon. Kap- teinninn sólundaði fé hennar og flutt- ist svo frá henni til útlanda. Sjálf var hún geðbiluð, fékk æðisköst og tætti þá af sér flíkurnar. Sonur þess- ara brengluðu hjóna var George Noel Gordon Byron, kunnari undir nafn- inu Lord Byron. Nærri má geta, að hann hefur ekki fengið neitt fyrirmyndar uppeldi. Sí- felt taugastríð. Það kom fyrir að móðir hans henti skörungnum í haus- inn á honum, og eitt sinn munaði litlu að hann fyrirfæri sér. Hann greip sveðju og ætlaði að reka í brjóstið á sér. Þá skarst móðir hans í leikinn. Byron fæddist með bilun i fæti og var haltur alla ævi. Sárn- uðu honum þau líkamslýti og varð fyrir spotti og spéi jafnaldra sinna þeirra vegna. Tíu ára erfir hann óðal og lávarðs- tign eftir gamlan frænda sinn. Óðalið hét Newstead Abbey og var stórt en í mestu niðurníðslu. Samt settust þau mæðginin þar að og Byron var sendur í hinn fræga Harrow-skóla og þótti skara meir fram úr í stráka- pörum en í náminu. Þó las hann mik- ið, en bara ekki það, sem kennar- arnir vildu láta hann lesa. Snemma bar á því, að hann var vinur vina sinna og þoldi ekki að gert væri á hlut þeirra. DRUKKIÐ ÚR HAUSKÚPU. Hann var gjafmildur og ósínkur á peninga til vina sinna. Átta ára gamall varð hann bálskotinn í stúlku, sem hét Mary Duff. Lifði lengi í þeim glæðum, því að 17 árum síðar hrærðist hann mjög, er hann heyrði að hún væri gift. „Þegar ég frétti það, fannst mér líkast og ég hefði orðið fyrir eldingu. Ég náði ekki andanum og lá við að fá krampa- kast,“ segir hann. Byron innritaðist í Cambridge-há- skóla sama árið og Mary giftist. Tók hann próf efitr tveggja ára nám þar. Líkneski var honum reist í Cam- bridge til minningar um dvöl hans þar. Hann orti mikið þessi ár og gaf út ljóðabók, sem fékk góða dóma, en einn gagnrýnandinn gat ekki stillt sig um að skrifa háðglósur um aðals- tign hans og að blóðið væri ekki nógu blátt í Byron. Byron sat nú í Newstead Abbey, sem var gamalt klaustur, og hélt sig ríkmannlega og oft var glatt á hjalla í hinum gömlu klaustursölum. Stund- Sjö ensk stórskáld fæddust áárunuml770—1795: Words- worth, Walter Scott, Coleridge og Thomas Moore árin fyrir 1780 og Byron, Keats og Shel- ley 1788, 1792 og 1795. Allir þessir þrír dóu ungir, fjarri fósturjörðinni: Keats 26 ára í Róm, Shelley 30 ára í Tyr- renahafi og Byron 36 ára í Hellas. um klæddust þeir félagar munkakufl- um og drukku vín úr gamalli haus- kúpu, sem þeir höfðu fundið í graf- reitnum. Byron fægði hana og slíp- aði og setti málmbúnað á hana. Björn var hlekkjaður öðru megin við inn- göngudyrnar og úlfur hinu megin. En brátt fór Byron að leiðast hið heilsuspillandi svall í Newstead Ab- bey og hann lagði land undir fót. Árið sem hann varð myndugur, 1809, fór hann í tveggja ára ferðalag til Spánar, Tyrklands, Hellas og Litlu- Asíu, en settist svo að í London, er hann kom heim, en fékkst ekki til að koma til móður sinnar í Newstead Abbey, fyrr en hann fékk fregnir um að hún væri alvarlega veik. Hélt hann þá heim, en þegar þangað kom var móðir hans dáin. „VAKNAÐI OG FANN MIG FRÆGAN". Árið 1812 gaf hann út nokkur Ijóð og kvæðaflokkinn „Pílagrímsferð Harolds junkara". Söguhetjan í kvæð- inu var auðþekkt — það var Byron sjálfur, og eiginlega var kvæðið saga utanfararinnar. Hann lætur Harold vera sjónarvott að orustunni við Wa- terloo og lýsir Napóleon. 1 lok kvæða- Byron orti frœgt Ijóð um Sarddrnapal, hinn síöasta Assýríukonung, og ambáttina Myrrhu.. Hann var 6- menni, en Myrra hvatti hann til dáða. Chillon-höll við Genfarvatn, par sem siðbótamaður- inn Francois de Bonivard sat í fangelsi. TJm hann orti Byron sitt frœga Ijóð „Bandinginn i Chillon“, sem Steingrimur pýddi. 1 I < 18 Fálkinn, 25. fbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.