Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 12

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 12
GUÐLAUG BENEDIKTSDÓTTIR: ViÍ ftjcÍtiegiHH Forsjónin hafði ekki gefið þeim neitt barnið, hjónunum í Haganesi, og eftir því sem árin liðu, kulnaði sú von þeirra, að þeim yrði barna auðið. Guðný hafði reyndar heyrt i æsku, að álög hvíldu á Haganes-ætt- inni. Hún hafði hlustað á það eins og hvert annað ævintýri þjóðsagn- anna, að umrenningur, sem hafði verið úthýst frá Hagnnesi af lang- afa Jósafats, hefði lagt það á, að seinasti afkomandi ættarinnar skyldi, að óbreyttum háttum þeirra, verða aumari nokkrum betlara, verða vit- stola og ganga fyrir björgin í Haga- nestanga. Þegar Guðný á uppvaxtarárunum leit til þessara hamra, fannst henni kulda leggja til sín frá þeim, er hún hugsaði um hrakspána. En fóstra hennar bað hana að gera það fyrir sín orð og þann Guð, sem hún hafði reynt að leiða hana til, að leggja ekki trúnað á slíkar firrur. Er Jósafat í Haganesi leitaði ráða- hags við Guðnýju, var hún hlédræg og tók honum fálega. Hún mundi vel hin leiðu ummæli og var ekki laus við að ala beyg í brjósti til þessa manns. Þó fór svo að lokum, að hún mat ummæli fóstru sinnar meira: — Þvílíkum ráðahag getur þú ekki sleppt, sagði gamla konan. — Og nú var komið sem komið var og Guð og lukkan varð að ráða. Jósafat var ómannblendind og af- skiptalaus fyrstu búskaparárin og sí- starfandi. En þegar sýnt þótti, að ekki myndi neitt barnið koma hjá þeim Haganes-hjónum, fór að syrta að. Bóndinn gerðist afundinn og ó- notalegur við Guðnýju og hirðulaus um bú sitt. Þau fáu hjú, sem verið höfðu þar frá tíð föður Jósafats, vist- uðu sig annars staðar og smátíndust af heimilinu. Enginn vildi vera þar, þegar ósköpin dyndu yfir. — Þau mega fara til helvítis, djöfl- arnir þeir arna, sagði Jósafat kulda- lega. Við rekum bara minna bú, eða fyrir hvern andskotann erum við að búa? Stundum stóð Guðnýju ógn af ís- köldu tilliti Jósafats, henni sýndist gneista úr augunum undan slútandi brúnum. —■ Var það hatur til henn- ar, sem hún sá í dökkum augum hans, eða hvað? Hún hafði þó ekkert brot- ið af sér fram yfir hann. Jósafat hætti að raka sig og halda sér hreinlegum, svo hann varð elli- legur um aldur fram, og hann hætti að gera jörðinni til góða, eins og fyrstu búskaparárin. Guðný var trúkona og kom það henni í góðar þarfir. Um nætur lá hún andvaka og horfði út í dimm- una eða út um ljórann. Hún mændi til þessara f jarlægu hnatta, sem hún trúði í bernsku að tilheyrðu himna- ríki. — Bænir hennar stigu upp til himnaföðurins — eða hún vonaði að hann heyrði til sín. — 1 raun og veru elskaði hún Jósafat, þó hann væri breyttur. Hann var ekki lengur sá maður, sem hún þekkti, þegar hún gekk í hjónabandið. Hann var allt annar. — Og hvað hafði þessi nýi heimilisfaðir, fúll og orðvondur, með börn að gera? — -— Á einhvern hátt hlaut þetta heimilislif þeirra að breytast, svona gat það ekki gengið, Jósafat stóð úti við traðargarðinn og spýtti um tönn. Kjammi sat á garðinum og horfði upp á veginn. Hann sperrti eyrun og urraði lágt. — Hvað sér hundskrattinn, tautaði Jósafat og leit upp. — Var hund- skepnan honum fremri, eða hvað? Hann gaf þeim gaum, sem fóru um þjóðveginn þennan veg, sem var eig- inlega vegurinn hans sjálfs, hans Jósafats í Haganesi. Þessi sjálfgerði vegur frá náttúrunnar hendi lá nokkra faðma fyrir ofan túnið hans. Vegurinn tilheyrði fjallinu hans og túninu hans. Þessi grýtti vegur, sem hafði verið farinn mannsaldur eftir mannsaldur, var eins og rauður þráð- ur í hans eigin landi. — Fjallið hans Jósafats i Haganesi horfði niður á þennan veg og niður á fólkið, sem um hann fór. — Margt af þessu fólki tilheyrði engum — eða annað var ekki hægt að sjá. — Það rölti um illa til fara og málþrota. Það kom oft langt að og ferðalag þess gat orðið endalaust. Það vra nákvæmlega eins og lífið sjálft, óstöðvandi í rás sinni og vildi halda sína leið án þvingunar. Upp frá þessu fór vegurinn að eiga óskipta athygli Jósafats. — Var hann ekki sjálfur, — hann Jósafat í Haga- nesi, allt í einu orðinn líkur þessu fólki, sem um veginn fór? Hann til- heyrði engum og hafði engan til að lifa fyrir. Hann hefði betur borið gæfu til að taka Möngu svörtu, sem var vitlaus eftir honum, þá myndi öðruvísi hafa farið. En hann valdi eftir útlitinu og Guðný var skratti lagleg í þá daga, þótt hún væri nú orðin honum fjötur um fót. Jósafat starði upp á veginn, um leið og hann strauk niður þykkt og sítt skeggið. Hann var að verða eins og ferlíki, sem hrörnun og skarn höfðu að leiksoppi. Hundurinn lá við hlið hans og horfði í sömu átt, og allt í einu fór hann að urra. — Ég sé það, Kjammi, sagði Jósa- fat og rétti stóra, óhreina hönd að hálsi hundsins. — Ég sé það. — Þú ert vitrari en ég, þú tekur þvi með þögn, þó æfidagar þínir liði og þú hafir engan félagsskap. Jósafat gekk upp túnið og stað- næmdist við garðinn. Hann veifaði til þess, sem um veginn fór og hætti ekki fyrr en hann var búinn að fá manninn til sín. Þessi vegfarandi var ekki ásjálegur, og þó fannst Jósafat eitthvað áþekkt með þeim. — Hvert er ferðinni heitið? spurði Jósafat og undraðist rödd sína; hann talaði eins og í gamla daga, þegar Guðný og hann voru nýgift. — Ferðinni heitið! Áttu við að ég ætli eitthvað sérstakt? sagði maður- inn. — Ég ferðast um, eins og ég er vanur. — Þá máttu vera að því að koma heim og fá hressingu. Ferðalangurinn gaut hornauga til Jósafats. Hann trúði varla sínum eig- in eyrum, — að hann, djöfuls þöngul- hausinn, hefði boðið sér heim. Aldrei hafði neinn umrenningur fengið svo mikið sem bein frá stórbúinu í Haga- nesi, — og loks voru hinar þungu bölbænir að koma niður á því, hysk- inu. Seinasti afkomandinn var barn- laus og geggaður, sagði fólkið. — Áttu við að ég komi heim með þér? sagði maðurinn. — Já, ég er ekkert morgunkaffi farinn að drekka, sagði Jósafat. — Það er nú af morguninn, hugs- aði gesturinn og fór heim með Jósa- fat. Hann hafði þó sögur að segja, að vera boðinn heim i Haganes, og ?að af húsbóndanum. Guðnýju varð orðfátt. Hvort boð- aði þetta illt eða gott? — Svona fólk hafði aldrei komið inn fyrir dyr í Haganesi í hennar tíð, en hún vissi, að það sótti mjög á efnaðri heimilin. Jósafat var svo þýður í máli, er hann bað hana um kaffi fyrir þá, að hún horfði til hans spyrjandi. Var Guð að svara bænum hennar nú — og á þennan hátt? — Það gat ekki verið.. — Enga breytingu gat það haft í för með sér, þó þessi óhreini förumaður kæmi þar heim. Tíminn leið. Jósafat sinnti nauð- synlegustu störfum, en annars hélt hann sig mest við þjóðveginn. Á ýms- um tímum dagsins gat hann komið heim með fólk, sem þurfti að fá hressingu, — mat eða kaffi, — gjarn- an hvort tveggja. Dýrkun Jósafats á veginum og veg- farendunum fór i vöxt, en samhliða endurvaknaði hugur hans fyrir störf- um heimilisins. Stundum varð hann seinn fyrir, er Kjammi gaf honum merki, og þá hljóp hann upp á hesta- steininn, sem var bjarg austast á hlaðinu, og veifaði og kallaði til þeirra, er fram hjá fóru. Heldur þótti Guðnýju miður um þetta háttalag. Oft lá þessu fólki, sem Jósafat fénaðist, ekki beinlínis á, og gat orðið dagþrota fyrir þá töf, sem hann olli því — og þá var Jósafat ánægðastur. Drunginn, sem áður hafði ríkt yfir honum, smáhvarf og hann leitaði alls konar frétta hjá komumönnum. Brátt fór þetta fólk að koma óboð- ið að Haganesi, ef það átti leið þar um, og orðrómurinn að berast um þá breytingu, sem orðin var þar á heimilisháttum. — Sennilega var það húsfreyjan, sem réði þessu, sagði fólkið. Auðvitað var hún að sturlast svona ein með þessum manni. Guðný var smáfríð kona, rjóð í kinnum og kringluleit, hárið ljós- rautt og mikið. I seinni tíð hafði blómi hennar þó látið á sjá. Tólf ár undir sama þaki og Jósafat hlutu 12 Fálkinn, 25. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.