Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 17

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 17
fara til Alexandríu og taka þar bóm- ullarfarm. Hún er sjálfsagt ekki í neinni hættu fyrstu dagana, en það er réttara að ég sími til Oslóar og fái stríðsvátryggingu á hana.“ „Hefurðu ekki frétt neitt af Altair ennþá, pabbi?“ Bláu augun grát- bændu um einhvern neista af von. Stríðið hafði staðið í mánuð og blöð- in fluttu daglega fregnir af að skip- um hefði verið sökkt. „Nei, barnið mitt, ég hef ekki frétt nokkurt orð ennþá," sagði Tönnesen og strauk henni um hárið. Hann hafði elzt um mörg ár á þessum eina mán- uði; hún sá það vel og gerði sér samvizku af að vera að spyrja hann, en hver klukkutími var nagandi kvöl, og hún var hrædd um að hún þyldi ekki þessa sálarraun, ef þetta héldi svona áfram lengi. Sjálf var hún ekki nema skuggi af sér. „Ég hugsa, að við fréttum eitthvað bráðum, því að hann hefur ekki enn sent mér boð um að hann sé dáinn. Þú skalt sanna til að þau boð koma á undan öðrum fréttum." „Já, við fréttum eitthvað bráðum. Viltu ekki gefa mér kaffisopa, væna mín.“ Fyrsti mánuðurinn varð að heilu ári — að tveimur árum. Tönnes gamli Tönnesen var kominn undir græna torfu í kirkjugarðinum. En þegar fer að skyggja, opnast dyrnar á litla hvíta húsinu, og léttur skuggi kemur út, læsir á eftir sér og sést ganga götuna upp að Sjónarhól. Þar situr hún með spenntar greipar, hljóð, og lifir upp endurminninguna sm síð- asta kvöldið, sem hún var þarna með honum, sem fór og kom aldrei aftur. Hún situr og starir út á sjóinn, og þeir, sem hafa verið svo nærri henni að þeir hafi getað heyrt, segja, að hún sé að tala við einhvern, þó eng- inn sé þarna hjá henni. En allir vita hvern hún er að tala við, og komi einhver óforvarandi þangað sem hún situr, gengur hún þegjandi burt. „Ungfrú Tryggð er þarna núna,“ seg- ir fólkið og læðist burt, eins og það hefði gert sig sekt um helgibrot. Hún er ekki með öllum mjalla, segja kerlingarnar og líta til hennar með fyrirlitningu. Ég er nú alveg grallaralaus — að geta látið svona út af einum karlmanni! Eins og marg- ir hafi ekki misst mann í sjóinn, og ekki látið svona. Hún er ekkí heil á sönsunum síðan hann pabbi hennar dó! — -Heldurðu enn, að hann komi aftur? spurði kona Hansens slátrara einn daginn, þegar hún var að vega síðasta ketbitann sinn handa henni. Hún var ergileg yfir að hafa ekki meira að selja, og yfir því að hún fékk aldrei að vita um hvað þessi fáláta stúlka var að hugsa, þessi föla, unga stúlka með stóru, þreytulegu augun og hvíta hárið. „Já, hann kemur, því að hann hef- ur ekki gert mér nein boð ennþá, og hann lofaði því, svo að hann hlýt- ur að koma," muldraði Klara, en þannig, að ómögulegt var að vita Niðurl. á bls. 32. í hart út af þessum umbrotum í Dan- zig.. En hefurðu frétt nokkuð af Al- tair?“ „Uss, hafðu ekki svona hátt,“ hvísl- aði Tönnesen og benti þumalfingrin- um upp í loftið. „Hún er svo hrædd, þarna uppi, og gleypir í sig blöðin undir eins og þeir koma inn úr dyr- unum. Hún fylgist með, skilurðu. Hún er hrædd um brúðgumaefnið sitt, sem ég sagði þér frá. Þetta er annars mesti myndarpiltur, og þetta verða lagleg hjón, ekki svo að skilja, en ég fæ sangar og brimsaltar baun- ir núna á daginn, því að hún grætur svo mikið ofan í pottinn. Hún vildi endilega giftast honum áður en hann fór, skilurðu. Er hrædd um að hann komi aldrei aftur, segir hún. Svo að það er ekki vert að hún heyri til okkar.“ En hún hafði heyrt til þeirra. Áður an faðir hennar hafði hvíslað síðustu orðin, var hún komin í dyrnar, bein og hvít eins og kerti, og starði stór- um augum á mennina tvo við borðið. „Frændi .... Ehlers frændi, er það satt?“ „Satt .... eh .... er hvað satt? Sæl vertu, Klara mín. Þú mundir ekki eiga heitt vatn — nýsoðið?" „Þetta var venjulega kveðjan hjá Ehlers „frænda", og Klara brosti alltaf þegar hún heyrði hana, en I dag var hún eins og steingerfing- ur og gömlu mennlrnir urðu hræddir og órólegir. „Ég er að spyrja, hvort það sé satt, að stríðið sé byrjað, frændi?“ „Eh .... stríð? Er það það, sem þú ert hrædd við? Nei-nei, það er .... það er ekki annað en hann flóniö á tollstöðinni hafði heyrt í talkassanum sinum. Stríð? Fyrr mætti nú vera. Komdu nú með vatn- iö, telpa mín, og lofaðu þeim að stríða sem vilja.“ Þegar Klara var horfin, fóru gömlu mennirnir að tala um farmgjöld og ýmsa möguleika, og ætluðu að fara að rifja upp ævintýrin úr fyrri styrj- öldinni, þegar Klara kom inn með vatnið og setti rjúkandi könnuna á borðið. Þeir litu á hana sem snöggv- ast, en voru fljótir að líta af henni aftur. Föla, fallega andlitið var lok- að og augun stór og starandi, eins og þau hörfuðu inn í annan heim. „Sem sagt,“ byrjaði Ehlers aftur þegar hún var farin út, „hefurðu frétt nokkuð af Altair? Þú ert fram- kvæmdastjórinn, svo að þú hlýtur að fá skeyti." „Hún átti að verða ferðbúin frá Cardiff í dag og fara til Azoreyja með kolafarm, og síðan á hún að Fálkinn, 25. tbl. 1960 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.