Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 23

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 23
þar lá maður sofandi. Ég gelti og ætlaði að ráðast á hann. Hann hrökk upp og fleygði votum poka á eld- inn, svo að hann slokknaði .... Þetta var fátækur maður, sem átti bágt og átti hvergi heima og hafði laum- azt inn í miðstöðina til að sofa. Og svo hafði neisti hrokkið úr pípunni hans í pokana. Nú bað hann fyrir- gefningar. Tóta vorkenndi honum og hann fékk mat og peninga. Og svo fór hann, og klappaði mér áður en hann fór. Hann sagði, að ég hefði bjargað lífi sínu og Tótu og allra í húsinu. Skömmu seinna kom maðurinn með fallega bikarinn frá brunabótafélag- inu. Hann hélt langa ræðu fyrir mér. Vowovvovv. Þetta var fallegur bik- ar, en ég hefði nú óskað, að það hefðu verið bjúgu í honum. Reyndar gaf Tóta mér kálfsbein. Ég faldi eitt undir sófanum, eitt undir gólfdúkn- um og eitt undir neðstu bókahillunni. Það er leiðinlegt, að engin bók skuli vera til á hundamáli, svo að ég gæti skrifað hérna kveðju frá Tótu og mér. En þið skiljið sjálfsagt, að þegar ég segi VOVV-VOVV-VOVV! þá þýðir það núna: verið þið bless- uð og sæl. ☆ Ertu reið mér ennþá, Anna mín? — Hvernig sváfuð þér i nótt, Styr- björn? — Hræðilega. Ég lokaði ekki aug- unum í alla nótt. — Þá var ekki von að þér sof nuðuð. Maður verður að loka augunum ef maður vill sofa. Leikur með blýantinn 1. Geturöu skrifað 1000000 án þess að lyfta blýantinum af pappírsblað- inu. Þú sérð á mynd c hvernig farið er að því. 2. Á mynd er önnur af sama tagi. Teiknaðu hring með punkti í miðju án þess að lyfta blýantinum. ☆ £krítlut Hrói gekk til prestsins og innan skamms átti að ferma. Presturinn hafði brýnt fyrir börnunum, að hugsað og gert væri það sama. Að hugsa vel og gera vel, væri jafn- gilt. í þá daga var til siðs að for- eldrar fermingarbarnanna gáfu prestinum gjöf, til þess að blíðka hann, og stærð gjafarinnar hafði oft áhrif á hvar barnið var sett í röð- ina. — Það verður ekki hægt að ferma þig í ár, sagði presturinn við Hróa. Þú kannt svo illa. — En hann pápi hefur hugsað sér að gefa prestinum stóran kálfs- skrokk, sagði Hrói. — Mikill höfðingi er hann faðir þinn, sagði prestur. — Ég má til með að ferma þig. Og það gerði hann. Svo liðu vikur og svo liðu mán- uðir, og ekki kom kálfurinn. Og einn daginn hitt presturinn föður Hróa. — Hvað líður kálfsskrokknum, sem ég átti að fá, sagði prestur. — Þú sagðir sjálfur, að hugsað og gert væri það sama, svo að ég lét draga að hugsa mér að ég gæfi þér hann. — Hafið þér kvartað undan nauta- súpunni minni? ★ Óli litli var greindardrengur, en hafði þann galla að hann gat aldrei þagað. Þess vegna skrifaði kennar- inn þessa athugasemd í einkunnabók- ina hans: „Óli er duglegur að læra, en alltof skrafgefinn." Daginn eftir kom Óli í skólann með bókina sína. Faðir hans hafði lesið athugasemdina og bætti við: „Þá ættuð þér að heyra hana móður hans, kennari." -> ) — Handhemillinn dugar líklega ekki heldur... 1 2 3. 4 5 6 BRELLUR MEÐ VATNSGLÖS. Setjið sex glös í röð og fyllið þrjú þau fyrstu til hálfs með vatni, eins og sýnt er á myndinni. Spyrjið svo félaga ykkar hvort þeir geti komið því svo fyrir, að annaðhvort glas í röðinni verði hálft, en annað hvert tómt, án þess að hreyfa nema eitt glas. (Ráðning: Tak glas nr. 2 og hell úr því í nr. 5, og settu svo glas 2 aftur á sinn stað.) Fálkinn, 25. tbl. 1960 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.