Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 16

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 16
* Ungfrú RÖKKRIÐ færðist yfir litla suður- landsbæinn. Eins og mjúkt, dimmblátt flauel sveipaði það allt mfldri slœðu vorkvöldsins, og þagg- aði niður argið frá annríkinu við höfnina og á steinlögðum götunum. Á þessum tíma árs var líkast og bærinn vaknaði af vetrardvalanum, og frá því snemma morguns til síðla kvölds heyrðist barsmíð og hamars- högg vélhamranna á hnoðnöglunum, blandað söng eða að hóað var í ein- hverja stúlkuna, sem framhjá gekk og gaut augunum til einhvers stráks- ins um borð og fékk blítt augngot aftur og fór svo heim með hjartslátt upp í háls. Piltur og stúlka gengu götuna upp að Sjónarhól og héldust fast í hend- ur. Hvorugt sagði orð. Þetta var síð- sista kvöldið, sem þau fengu að vera saman i bráð, hver veit hvað lengi, og þegar svo stendur á, gera orðin ekki annað en varpa móðu á það mik- ilsverðasta í sálinni. Þegar þau voru komin upp settust þau á bekk, héldu hvort utan um ann- að og þögðu þangað til hún stóðst ekki mátið, hallaði höfðinu að öxl hans og fór að hágráta. „Klara, þú mátt ekki taka þessu svona! Við höfum skilið áður, og þá hefur þú alltaf verið svoddan hetja, og mundu að nú er það aðeins þessi eina ferð, — svo kemur haustið og ég verð heima allan veturinn á stýri- mannaskólanum, og næsta vor... mundu það . . . förum við til prestsins og látum hann gif ta okkur ... “ „Þú ... þú mátt ekki reiðast mér, Karl, en ég er svo hrædd núna . . . ég veit ekki hvernig á því stendur, en mér finnst endilega, að við sjáumst aldrei framar. Æ, að hann pabbi skuli ekki vilja láta undan,“ hikstaði hún og rétti úr sér, eins og hún yrði sterkari við að finna reiðina koma upp í sér. Klara var einkadóttir Tönnesens, ríka skipstjórans, og það hafði kost- að mörg tár og bænir að fá skip- stjórann til að fallast á, að ráða- hagur gæti orðið milli dóttur hans og fátæka sjómannsins Karls Petter- sens. En það skilyrði setti hann, að trúlofunin yrði ekki birt fyrr en Karl hefði stýrimannsprófbréfið sitt upp á vasann. Þá væri hægt að tala betur um málið, sagði Tönnesen og púaði frá sér svo miklum reyk, að Klara varð að fara út. Það þýddi ekkert að tala meir um þetta núna, hversu mikið sem hana langaði til að verða frú Pettersen. ,,Ég skil hann pabba þinn vel, Klara. Hann hefur siglt og púlað til að aura saman þessu sem hann Tryggð á, og þú ert einkabarn hans, og hann vill að sá, sem þú giftist verði ekki lakari maður en hann sjálfur. Mér finnst fallegt af honum að hafa látið tilleiðast að fara svona langt. Ýmsir aðrir mundu aldrei hafa tekið það í mál, að þú giftist umkomulaus- um fátæklingi." „Fátæklingi! Peningar og gull .... Uss, þao er svo leiðinlegt að hugsa um þess konar. Ekki er það lifsham- ingjan, en er það ekki hamingjan, sem er tilgangur lífsins?" ,,Æ, Klara mín, þú ert svo róman- tisk stundum. Kannske er það vegna þess að þú hefur nóg að lifa af, svo að fátæktin hræðir þig ekki, en þú skilur líka, að ég vil ekki giftast þér upp á það, að þú eða pabbi þinn ali önn fyrir okkur. Ég vil skapa mér framtið sjálfur, framtíð okkar beggja. Ég ætla ekki að lifa á for- tið föður þíns með þér, það verður þú að skilja. Við skulum ekki tala meira um þetta núna.“ „Nei. En hann pabbi hefði getað leyft okkur að giftast núna áður en þú ferð. En það stoðar ekki að tala um það. En ég er svo hrædd um þig núna, Karl, skilurðu það? Ég veit ekki hvers vegna, en mér finnst þetta síðasta kvöldið, sem við erum sam- an á æfinni .... og mér er engin huggun að tilhugsuninni um að við eigum að giftast næsta vor.“ Hún fór að gráta aftur og þrýsti sér að honum, lagði vota kinnina að kinninni á honum og loks hvísl- aði hún: „Karl, ég mun aldrei geta elskað annan en þig, og ég ætla að bíða eftir þér, en lofaðu mér því, að ef eitthvað kemur fyrir þig, eitthvað slæmt, svo að þú komir ekki aftur í haust, þá gerðu mér orð. Hugsaðu til mín — ég er viss um, að eg verð vör við það.“ „Þú ert svo undarleg í kvöld, Klara. Ég held þú sért hjátrúarfull? Hvers vegna skyldi ég ekki koma aftur úr þessari ferð, eins og öllum hinum?" „Lofaðu mér þessu samt, Karl. Þá verð ég öruggari og rólegri. Viltu ekki lofa mér því?“ „Jú, ég lofa þvi, en mér finnst þetta hálf óhugnanlegt. Þú ert hrædd og æst, elskan mín. Ég lofa þér há- tíðlega, að ef dauðinn skyldi mæta mér í ferðinni, skal ég aðeins hugsa til þín síðustu mínúturnar, og ég skal alltaf hugsa um þig. Ég geri það hvort ég er heima eða heiman, og það er eitthvað til í þessu sem þú segir, að undirmeðvitundin skynji. Stundum þegar ég hef staðið einn á verði, hef ég fundið að þú varst nærri mér. Sérstaklega þegar ég hef staðið við stýrið. Þá fær maður gott tækifæri til að opna hugann fyrir því, sem dýpst er í manni. Það er að segja þegar veðrið er gott. —- Er þér kalt, elskan mín?“ „Já, hálfkalt. Það er víst bezt að fara að halda heim. Þú veizt, að pabbi vill alltaf fara snemma að hátta. Er það klukkan tólf, sem þið ætlið að sigla?“ „Já, það verður um það leyti. Þeir verða víst búnir að taka kolin þá. Skrítið, að þeir skyldu fresta því þangað til á síðustu stundu. Það var nærri því eins og við ....“ „Eins og hvað?“ „Nei, það var ekkert. Mér datt bara dálítið í hug, það er líklega af því að þú hefur gert mig hrædd- an.“ „Jú, þú varst að hugsa um eitt- hvað. Segðu mér það, Karl,“ grát- bændi hún og settist á hnéð á hon- um. „Segðu mér það, annars verð ég enn órólegri. Heldurðu, að stríð komi bráðum? Pabbi sagði í dag við Ehlers skipstjóra, að útlitið væri ískyggilegt." „Strið? Nei, ertu frá þér? Það er óhugsandi, þú sér það sjálf. Og ef svo færi, þá verður það hérna í Norðursjónum, en eftir þrjá daga erum við komnir út úr honum. Nei, þú mátt ekki hugsa um stríð. Á morg- un er 1. apríl og ég óska að ég væri hérna þá, því að það er afmælið hennar mömmu. Við frænka þín höf- um alltaf haldið upp á hann.“ „Hvað var þetta með kolin, og hvað varstu að hugsa um þegar þú minntist á þau? Um afmælisdag móður þinnar? Ég skal leggja falleg- an krans á leiðið hennar, frá okkur báðum. En segðu mér nú hvað það var, sem var rétt komið fram á var- irnar á þér áðan?“ „Æ, það var ekki neitt. Mér fannst bara við varla þurfa meiri kol en voru í hólfunum, en „Altair“ er mesti kolagámur .... og svo bættu þeir loksins við þau.“ Hún sagði ekkert, en sat álút og starði út í rökkrið án þess að sjá nokkuð. Hugur hennar hafði beinst inn á leiðir, þar sem enginn vilji gat stjórnað honum, þangað til hún stansaði við svarta klettabrún, sem sjórinn sogaðist að. Þá rétti hún úr sér eins og hún væri að forðast eitt- hvað hræðilegt, þrýsti sér fastar að honum og tók báðum höndum um háls honum.“ „Hefurðu heyrt það, Tönnesen?" rumdi í Ehlers gamla skipstjóra, er hann kom inn í fremri ganginn og fór að reyna að komast úr þykka vetrarfrakkanum. Hann ætlaði að drekka glas með sínum gamla vini Tönnes Tönnesen. „Hvað ætti ég að hafa heyrt?“ „Þeir eru farnir í strið! Bara að maður væri ungur núna. Og nú get- urðu bölvað þér upp á að farmgjöld- in hækka. Jú, hann Olsen, sá ber- syndugi tollheimtumaður hefur eign- azt einhvern kassa, sem hann kallar útvarp, og nú hefur England tilkjmnt að það vilji fara að slást. Ég sagði það nú alltaf, að það mundi fara 16 Fálkinn, 25. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.