Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 22

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 22
*** BLAÐ ÆSKUNNAR *** Gumbur og Tóta. Bamasagan. GUMBUR Ég heiti Gumbur og er af skozku úrvalskyni. Langa-langa-langafi minn hét Mac Gumbur Rófusperringur og var með sex þumlunga langan lagð á rófubroddinum. Pabbi sagði, að ég vœri eins líkur Mac og nokkur hund- ur gæti verið: sömu kaffibrúnu aug- un, sami hausinn og skeggið og sams konar lappir, breiðar og sterkar. Við urðum að læra að skilja manna- mál i hvolpaskólanum. „Svei!“ þýddi það sem við máttum ekki gera. ,,Ligg!“ þýddi að við áttum að leggj- ast á magann. „Kom!“ var ofur auð- velt að skilja og „Heilsaðu!" þýddi að maður átti að rétta framlöppina, og þá fengum við sykurmola. Já, það var gaman að vera hvolpur og elta á sér rófuna. En einu sinni fór ég. um borð í skip. Það synti þrjá daga' og þrjár nætur og svo kom ég til Hvolpavikur. Ég á heima í stóru húsi við fallega götu, og þar eru reynitré í görðun- um. Það er ágæt hundalykt í götunni, því að þar eru hundar í hverju húsi. Sumir stórir, sumir litlir. Sá minnsti heitir Pekingdvergur og nefið á hon- um er eins og hann hefði rekizt á vegg á fullri ferð. Hann geltir og þykist vera hundur með hundum. Og svo er andstyggilegur, lappa- langur hundur og ekkert hálsband á honum. Ég held hann borgi ekki skatt heldur. En hann er skelfing montinn. Ég hef gleymt að segja ykkur, að ég er af hundakyni, sem heitir „terri- er“. Þið getið heyrt, að þegar ég urra segi ég iíka „terrr-í-err". En ég bít aldrei, nema af kattarskrambinn I h S itóHiií - ' • ,i _______,! Gamli spekingurinn var á heimleið til sín, en hann var svo utan við sig, að hann labbaöi eintóma króka fram og aftur. Hann komst nú heim um síöir, en hvaöa leiö haföi hann fariö? næsta húsi ertir mig. Kattarbjálfinn hélt, að ég gæti ekki náð í sig, vegna þess að ég er svo lappastuttur. Vow- ovv. Það fékk hann samt að reyna, þegar hann ætlaði að veiða þúfutitt- linginn. Hann skreið á maganum, svo sem tvær rófulengdir frá mér. Nú skal ég taka í lurginn á þér, hugs- aði ég með mér. Og um leið og hann ætlaði að grípa fuglinn, beit ég í róf- una á honum. Svo hljóp ég burt, en kötturinn hljóp fimm hæðir sinar í loft upp og vældi eins og blásiö væri í ýlustrá. Bezti vinur minn heitir Tóta. Það er lítil telpa með falleg augu. Við leikum okkur saman. Þegar ég var yngri, lékum við Stórutáar-leik. Hún lá undir ábreiðunni á rúminu og tif- aði stórutánni, en þegar ég ætlaði að ná í hana, var hún alltaf komin á annan stað. Við Tóta skiljum hvort annað, eins og við værum hundar bæði tvö — eða svo til. Ég veit vel þegar illa liggur á henni. Þá nudda ég trýninu að fætinum á henni. Mér er illa við bæjarpóstinn. Hann fer í taugarnar á mér. Hann kemur svo snöggt, þá glamrar í póstkass- anum. Allir menn ættu að vera með rófu. Ef þeir gætu dinglað rófunni mundi ég skilja þá betur. Þegar mér líður vel, dingla ég mér öllum, fram- an' frá trýni og aftur á rófubrodd. Vovvovv. Ég veit reyndar hvernig fólk er. Þegar ég þefa af því, man ég lyktina lengi á eftir. Ég get lykt- að hvar Tóta er, með því að þefa af sporunum hennar á götunni. Já, það er skrítið með lyktina. Hérna um kvöldið voru Tóta og mamma henn- ar háttaðar, og allir í húsinu. Ég ætlaði að fara að sofa í körfunni minni líka, en þá fann ég einhverja undarlega lykt i stofunni. Alveg eins og þegar hann Jónsi frændi var að reykja vindilinn sinn á jólunum. Ég þefaði og hnusaði og fann að lyktin kom neðan úr kjallara. Ég vakti Tótu og mömmu hennar. Þær dreymdi vist báðar um feit bringu- kollsbein, en tóku viðbragð þegar ég' gelti. Ég hljóp á undan þeim að kjail- aradyrunum geltandi, og nú fundu þær lyktina sjálfar. Hún kom úr miðstööinni. Þar var þykkur reykur undir loft- inu. Svo glórði í eitthvað úti í horni, það var eldur í pokunum þar. Og Töfra-úrið BeidcLu vin pinn aö hugsa sér ein- hverja tölu á þessu úri. Segöu hon- um svo aö leggja 1 viö töluna í hvert skipti sem þú bendir meö blýanti á einhverja töluna á úrskífunni. Þegar hann er kominn upp í 20 á hann aö segja stopp. Og þá stendur blýant- urinn einmitt á þeirri tölu, sem hann hefur hugsaö sér. Þetta viröist skrítiö, en er þó ofur einfalt. Þú leikur bragöiö á þann hátt, aö fyrstu 7 skiptin bendir þú af handahófi, en í áttunda skiptiö bendir þú meö blýantinum á 12. Svo bendir þú á tölurnar í röö, aftur á bak — 11, 10, 9 o. s. frv. Þangaö til vinur þinn segir stopp ■— þá stendur blýanturinn þinn á tölunni, sem hann hugsaöi sér. — Þú getur sjálfur séö hvers vegna þaö er. 22 Fálkinn, 25. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.