Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 13

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 13
að verða hverri konu ofraun •— eins og hann var þá orðinn í seinni tið, hann Jósafat í Haganesi. — Reynd- ar var sagt, að þetta væri eitthvað að lagast aftur. Þeir, sem komu að Haganesi og hann sýndi gestrisni, báru honum góða sögu. Mitt í önnum hins daglega lífs fóru tilfinningar Jósafats að skýrast. Hann var orðinn ásáttari við sjálf- an sig og lífið. — Jörðin Haganes myndi verða annara jörð, er hann hætti að þurfa hennar með og hann var undarlega rólegur með það. — En Guðnýju, — stúlkuna, sem einu sinni hafði valdið svo miklum straum- hvörfum í lífi hans, hafði hann leik- ið hart á þessum árum, á meðan hann var i leit að sjálfum sér.. — Hann fór í laumi að veita henni athygli. Á margan hátt bar hún enn- þá með sér blóma æskuáranna, en hún var orðin föl og fálát, umgekkst hann eins og óviðkomandi mann. — Því lengur sem leið fór Guðný að verða oftar í huga hans. Hann varð að finna hana aftur, segja henni eins og var, að hann hefði lent í myrkri og villu í leit að sájlfum sér, — hann hefði verið hart leikinn og leitað að sínu eigin innra innan um föru- fólk, sem fór um veginn hans. Jósafat fór að laga túngarðinn í kringum Haganestúnið. Hann var víða illa farinn eftir þessi erfiðu ár — og búið þeirra hafði gengið sam- an. — En alltaf hélt hann áfram að fylgast með þjóðveginum. 1 huga hans var einhver sérstök von bundin við þennan veg, — þangað haf ði hann sótt þá, sem forfeður hans höfðu smáð og vanrækt, og svo sagði hon- um hugur, að ekki væri allt búið ennþá af því tagi, sem hann gæti vænzt af þessum vegi. — En jafn- hliða hugnæmi Jósafats á þjóðvegin- um var hann breyttur maður, og loks fór Guðný að verða trúuð á það, að hnoum ætlaði að takast að byrja líf- ið að nýju. — Ekki vantaði hann manndóminn, ef hann bæri gæfu til að notfæra sér það, sem honum var vel gefið. Á byrjuðum túnaslætti voru hjónin í Haganesi að hirða af túninu fyrir ofan bæinn sinn. Þetta sumar var hjá þeim kaupamaður, er Kári hét. Mikið hey lá flatt, og þurftu þau að halda vel á spöðunum, ekki fleira fólk. Hundurinn lá í skugga af böggun- um, sem búið var að binda og velta saman. — Að því leyti svipaði hund- inum til húsbónda síns, að aldrei fór það fram hjá honum, ef einhver var á ferð. — Nú reis Kjammi upp af værð sinni, teygði sig og skimaði og rölti síðan hálf sneyptur af stað og létti ekki ferð sinni fyrr en hann kom að eystri traðargarðinum. Þar settist hann, sperrti eyrun og horfði upp á vegínn. Þannig leið góð stund. Hundurinn sat kyrr og horfði. Loks rak hann upp smá bofs eins og fluga hefði stungið hann í trýnið. Þetta háttalag rakkans hitti á við- kvæman streng hjá húsbóndanum. Hann hrökk örlítið við. — Það myndi ekki koma sér sérlega vel að fá gesti núna. Hann leit upp á veginn. — Láttu þér ekki koma gestir í hug, sagði Kári. — 1 dag verða engir á ferð nema djeskotans umrenning- ar, sem ekkert nenna að aðhafast. — Já, djeskotans umrenningar, sagði Jósafat. — Það er verst ef þeir væru nú menn rétt eins og við, Kári minn. Kári svaraði engu. Jósafat var hús- bóndi á þessu heimili, en ekki hann. Jósafat gaut augunum til Kjamma, sem sat þráðbeinn á traðargarðin- um. Síðan leit hann rétt sem snöggv- ast til Guðnýjar. Nú var það hún, sem vakti ugg i brjósti hans. Undan- farið hafði hún ekki verið frísk, það var auðséð. Hún var guggin í útliti og mjög föl. Roðinn kom ekki í kinn- ar hennar, þó að sólin skini dag eftir dag. En þrátt fyrir það kepptist hún við raksturinn. — Jósafat brá hönd fyrir auga og leit upp á veginn. Þar sást enginn á ferð. — En hitinn var meiri en meðalmanns að þola, svit- inn rann niður eftir skrokknum á honum. Jósafat brá axlaböndunum út af öxlunum, sleppti niður um sig þykku, mórauðu vaðmálsbuxunum og stóð eftir á hvítri vaðmálsbrók, sem farin var að gulna. Varla hafði Jósafat tekið aftur til við hrífuna, er Kjammi stóð á fætur, starði upp á veginn og gelti af svo mikilli heift, að hárin risu á baki hans. — Nú var þó einhver kraftur í Kjamma gamla. — Ég er illa svik- inn, ef hann á ekki von á einhverj- um, tautaði Jósafat og leit á Kára og Guðnýju. Hún teygði sig sem hún gat, skaraði saman dreifina og ýtti síðan heyinu í beðjur .... Jósafat sá eitthvað koma austan veginn. — Hvað skyldi eiginlega vera á ferð? sagði hann og klóraði sér í hnakkanum, svo húfan lenti fulllangt fram á nefið. — Fjárakornið, sem þetta er maður, bætti hann við og lagaði húfuna. — Og þó held ég að það sé maður — eða hvað sýnist þér, Guðný? Guðný hætti að raka. Ekki hafði hún tamið sér að svara ónotum, þó að verr lægi í Jósafat en núna. Hún reyndi að glöggva sig á þessum ferða- lang. — Þetta er áreiðanlega maður, sagði hún hlýjum rómi. — Hún hefur þægilega rödd, hún Guðný, hugsaði Jósafat. Guðný hélt áfram að horfa. —■ Mér sýnist það bera eitthvað bæði í bak og fyrir. — Já, þú sér það svona vel. Mér finnst það allt i hillingum, þegar ég fer að horfa. — Blessaður Jósafat, hættu að hugsa um þessa andskotans umferð, sagði Kári. — Þetta er einhver skepna, sem er að vaga þarna í góða veðrinu. — Já, ég hefði nú kannske sam- sinnt því, ef Guðnýju sýndist ekki annað. — Æ, slepptu þvi, Jósafat. Þetta getur verið vitleysa, sagði Guðný og leit upp á veginn. — Jæja. Ég efast um það sé vit- leysa. En mér sýnist það allt jafn digurt. — Það gæti verið í pilsi, sagði Guð- ný og fór að raka. — Nei, fari það bölvað. Gangandi kvenmaður með bagga. En maður á siðri kápu, já, það gæti verið. -— Hana, nú sezt það niður. Kári fór að hlæja. Loks var málið augljóst, fannst honum. — Það var eins og mér datt í hug, sagði hann. — Þetta er geldneytið hans Jóns í Vagnhúsum. Stundum fer það einför- um, og svo er nú. Jósafat þagði. — Ótrúlegt, mjög ótrúlegt, hugsaði hann. Kjammi hafði gelt gestalega og hegðun rakkans var sú sama og vant var, að þegar hann vissi, að Jósafat hafði séð, það sem um veginn fór, hætti hann að gelta. Kjammi var óheimskur þótt gamall væri. Nú lá hann fram á lappir sínar á garðinum og stein- hélt sér saman. Jósafat henti allt í einu frá sér hrífunni, fékk sér væna tóbakstölu, lagði hendur á bak og labbaði upp túnið. Guðný leit snöggvast upp frá rakstrinum. — Nú fer hann á nær- buxunum í veg fyrir gestinn, hugs- aði hún, — en enginn ræður við það. -----Sjálf átti hún dýra reynslu »af því, hvernig Guð hafði bænheyrt hana og gefið henni manninn aftur heil- an heilsu. Margt aukasporið hafði hún átt fyrir þetta þurfandi fólk, sem hann var að koma með heim, en sízt ætti hún að telja það eftir, þvi að mikill var munurinn á Jósafat. — Hún leit upp á veginn og sá að bóndi hennar var seztur hjá þessu hrúg- aldi. — Varla er það nautið frá Vagn- húsum, sem Jósafat er seztur hjá á vegbrúninni, sagði Guðný. — Það myndi bezt hæfa húsbónd- anum að samnátta þar með tappan- um, hreytti Kári út úr sér og ham- aðist að saxa svo brakið í hrífunni. — Oi sei, sei. Vertu ekki ergileg- ur, Kári, sagði Guðný mildum rómi. — Jósafat verður að ráða þessu, eins og hann er vanur. Kári anzaði ekki. Honum var sama hvað hún þvældi. Hann hafði þraut- reynt, að aldrei mat hún neinn til neins, nema þennan karlrosta. Guðnýju var hálfþungt í skapi, enda ekki vel frísk til vinnu. 1 morgun hafði hún ekki reiknað með neinum töfum við hirðinguna. — En Jósafat vildi nú hafa þetta svona. Hann átti það til að vanmeta Guðs góðar gjaíir eins og til dæmis þurrkinn núna. Hann gleymdi ástandi sinu á vetrum, þegar svefnleysið sótti á hann og hann gat staðið fáklæddur og blá- kaldur út við glugga að þýða héluna svo út sæist — og gizkað á, hvort beitarveður yrði næsta dag.------En nú. — Hún leit upp á túnið. — Þama kom hann með berandi byrði gests síns, eða að minnsta kosti var hann með fullt fangið og kona í svörtu síðpilsi við hlið hans. Guðný tók af sér hægri handar vettlinginn, þreif- aði eftir höfuðbúnaði sínum og strauk hárið frá andlitinu. Henni varð star- sýnt á þau. Þessi litla kona var eitt- hvað ólöguleg og Jósafat undarlega mjólæraður í þessum klæðnaði sín- um. Hún kunni ekki við að byrja aftur að raka, þau voru alveg að koma. Mjóróma bauð konan góðan dag- inn, um leið og hún rétti Guðnýju granna og holdlitla hönd sína. Guðný tók kveðjunni hæversklega. Þegar Jósafat sleppti byrði sinni í fang ókunnu konunnar heyrðist barnsgrátur. — Kári leit undrunax’- augum í áttina til þeirra, en Jósafat tuggði af miklum móð tóbakstölu, sem hann lagði á tanngarðinn. Konan settist í heyið og lasaði trosnað sjal utan af barninu. — Hann er of heitur, vesalingurinn, og vafa- laust blautur, tauaði hún. — Við er- um ekki vel séð á þessu ferðalagi okkar. Allir eru í önnum. Ég svaf í hlöðu i Vagnhúsum i nótt og fór þaðan fyrir fótaferð. — Nei, við er- um ekki vel séð. Innan úr fatagörmunum kom ljós- hærður, bláeygður drengur, sem rétti út höndina og skimaði í kringum sig. Guðný gleymdi öllu, jafnvel þuri'k- inum og heyinu. Hún horfði stórum augum. Drengurinn var fallegur, en Niðurl. á bls. 32. Fálkinn, 25. tbl. 1960 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.