Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 4
Þing Norðurlandaráðs á fundum
í Reykjavík
Þing Norðurlandaráðs kom saman
hér í Reykjavík •— í fyrsta skipti í
sögu þessa „sambandsþings Norður-
landa — 27. júli, og stóð til 31. júlí.
Var mætt að heita mátti full tala
þátttakenda, en þeir eru 15 frá hverju
af Norðurlöndunum nema Islandi, en
héðan eru þeir sex. — Forsætisráð-
herrar allra Norðurlandþjóðanna
mættu á þinginu og fjöldi ráðherra,
svo að segja mátti með fullum rétti
að þessa dagana væru öll æðstu
stjórnarvöld þeirra tuttugu milljóna,
sem byggja Norðurlönd komin sam-
an í Reykjavík.
Mikill fjöldi mála lá fyrir þinginu
og hlutu mörg þeirra afgreiðslu. Voru
fundir ráðsins haldnir í hátíðasal Há-
skólans, því að ekki rúmaðist sá
fjöldi, sem tók þátt í þingstörfunum
— um hundrað manns — i Alþingis-
húsinu. Ferð var farin í Hveragerði,
að Sogsvirkjuninni og til Þingvalla
annan fundardaginn, og einn daginn
heimsóttu þingfulltrúar forseta Is-
lands á Bessastöðum. Mesta veður-
blíða var alla dagana, sem þingið
stóð, svo að forsjónin lagði sinn skerf
til að láta gestina sjá landið með
léttu yfirbragði.
Hér á myndinni sjást forsætisráð-
herrarnr á fundinum. Frá vinstri:
Tage Erlander forsætisráðherra Svía,
Ólafur Thors forsætisráðherra, Einar
Gerhardsen (Noregur), Viggo Kamp-
mann (Danmörk) og V. J. Sukselai-
nen (Finnland).
★
RENAULT ER
FALLEGUR BÍLL
Forstjóri h.f. Columbus, sem fer
með aðalumboð hinna kunnu frönsku
Renault-bílaverksmiðja hér á landi,
boðaði fyrir nokkrum blaðamenn á
fund til þess að sýna þeim tvær spá-
nýjar gerðir bílasmiðjanna. Heitir
önnur þeirra Dauphine, en hin Cara-
velle-Floride. Þetta eru litlar og nett-
ar gerðir, sem henta betur stórborg-
arumferð en stóru amerísku gerðim-
ar og eru líka miklu ódýrari, bæði
í innkaupi og rekstri. Dauphine er
4 manna bifreið, ætluð til venjulegra
nota, og mun ekki kosta nema rúm-
lega 100 þúsund krónur, en Caravelle-
Floride er sportbíll og miklu dýrari.
En sameiginlegt með báðum gerð-
unum er það, að þeir eru báðir tal-
andi tákn franskrar smekkvisi, sem
valda mun þvi, að margir munu líta
hina nýju Renaultbíla girndarauga.
Reinh. Lárusson forstjóri bauð
gesti velkomna og að þvi búnu skýrði
J. Garcin, fulltrúi verksmiðjanna frá
gerð bílanna. Gat hann þess, að í
þeim bílum, sem hingað væru seldir,
væri sérstakt hitunarkerfi og loftsía
til þess að bilarnir fullnægðu betur
íslenzkum staðháttum. Um verk-
smiðjurnar gat hann þess, að þær
framleiddu nú ca. 2000 Dauphine-bíla
á dag eða um hálfa milljón á ári.
1 Renaultsmiðjunuum starfa kring-
um 60.000 manns. Voru þær stofnað-
ar 1898 og eru fyrir löngu orðnar
frægar sem eitt af merkustu iðnaðar-
fyrirtækjum Frakklands.
GUifjtf Itjsigitj!
Lögreglan i Leeds leitaði margar
vikur að glæpamanni, en árangurs-
laust, og var þó lýsingin talsvert
ítarleg: „Terence Cutts hefur strok-
ið úr borgarfangelsinu. Þessi auð-
kenni eru á strokufanganum: Á
vinstri handlegg er tattóveraður
enskur fáni og örn, auk þess hjarta
og allsber stúlka. Samskonar mynd-
ir eru á hægri handlegg. Á bringunni
er seglskip með tveimur litum og á
bakinu mynd af sjóorustu."
4
Fálkinn, 25. tbl. 1960