Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 5

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 5
KARLAKÓR REYKJAVÍKUR í VESTURVEG I haust áformar Karlakór Reykja- vikur að feta í spor Leifs heppna og kynna Bandarikja- og Canada- mönnum eina hlið á niðjum hans. Þess er ekki getið um Leif, að hann hafi verið söngmaður, en sennilegt er að hann hafi verið það, þó varla hafi hann verið sambærilegur við hina þrautþjálfuðu raddmenn, sem Sigurður Þórðarson hefur brætt sam- an í eina fagra heild. Karlakór Reykjavikur er orðinn viðförlastur allra íslenzkra söng- flokka. Áður hefur hann farið íimm sinnum utarí, þar á meðal vestur um haf einu sinni og til Þýzkalands og Norðurlanda og haldið þar 86 hljóm- leika, auk þess sem hann hefur víða sungið í útvarp og um 50 lög á gram- mófónplötur. Og það sem meira er um vert: Kórinn hefur jafnan feng- ið lofsamleg ummæli ábyrgra manna fyrir vandaðan og fágaðan flutning, góðar raddir og smekklegí val við- fangsefna. Sigurður Þórðarson tónskáld heíur sem fyrr æft flokkinn undir þessa söngför. Samvinna hans viö „sitt lif- andi instrúment" er orðin löng, því að kórinn er bráðum 35 ára, og hann hefur verið söngstjóri hans frá upp- hafi, enda hefur árangurinn orðið sívaxandi þroski söngflokksins. Und- irleikari verður sem fyrr Fritz Weiss- happel, en einsöngvararnir verða að þessu sinni þrír, nfl. Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson og Guð- mundur Guðjónsson óperusöngvarar. Á söngskránni verða 20 lög, íslenzk og erlend, sungin á mismunandi tungumálum. Sumir islenzku laga- textarnir verða sungnir á ensku, og ætti það að létta áheyrendum skiln- ing á anda og efni þess, sem flutt er. — Það er Columbia Artists Man- agement Inc., sem sér um söngför- ina vestra, én Gunnar Pálsson söngv- ari hefur verið milligöngumaður þess og kórsins. Ráðgert er að sungiö verðf á 40 stöðum fyrir vestan, en öll ferðin stendur 50 daga, svo að þetta verður erfið ferð, þegar þess er gætt, að víða eru óraleiðir milli staða. Þessi langferð verður kostnaðar- söm. Og þó bæði riki og Reykjavikur- bær leggi henni nokkurn styrk, þá má þó betur eí duga skal. Þess vegna hefur Karlakór Reykjavíkur efnt til happdrættis til ágóða fyrir farar- sjóðinn. Vinningarnir eru húsgögn í fjórar stofur, samtals 50.000 króna virði, en miðarnir kosta 100 kr. —• • Einnig getur fólk fengio keypta miða íyrir 150 krónur, og eru þeir þá jafn- fram aðgöngumiðar að hljómleikun- um, sem kórinn heldur áður en hann leggur af stað í vesturförina. Svo marga vini og velunnendur á Karla- kór Reykjavíkur hér í borginni, að lítill vafi ætti að vera á að þessir miðar seljist greiðlega. ----Islendingum sem erlendis búa hlýnar alltaf um hjartaræturnar þeg- ar þeir fá tækifæri til að hlusta á íslenzkan söng á erlendum vettvangi. Svo hefur þeim farið, sem þessar linur ritar. Ég hef hlustað á bæði Fóstbræður, Karlakórinn Geysi og Karlakór Reykjavíkur úti i Noregi, og þær stundir hafa jafnan orðið ógleymanlegar mér og öðrum íslend- ingum, sem þeirra hafa notið. Og það hefur líka verið gaman að hlusta á tal manna um hina ágætu íslenzku söngflokka og lesa ummæli gagnrýn- enda um þá. Það er oft talað um landkynningu í sambandi við komur Enginn þarf aö efast um þœr til- finningar, sem ríkja milli, þessara tveggja vina á myndinni, svo aug- Ijós er ástúöin, sem lýsir af andlit- um þeirra, litlu stúllcunnar og snögg- hæröa persneslca kattarins, sem hún heldur á í fanginu, íslendinga til útlanda, en ég hygg að ýkjulaust megi segja, að enga landkynningu Hefur Island fengiö betri en þegar íslenzkir karlakórar hafa sótt aðr-ar þjóöir heim. Og þess ber að vænta, að í landi hraðans, óðagotsins og fjölbreytn- innar nái hinar íslenzku raddir Karla- kórs Reykjavikur að fá hljómgrunn, þó að hátt láti í auglýsingaskrumi dægurlaganna. Og eitt er víst: íslend- ingar í byggðum vestra munu ekki hika við að leggja á sig langa ferð til þess að fá tækifæri til að hlusta á „raddirnar að heiman“. Sk. ☆ Kórfélagar á söngœfingu. Söngstjórinn Sigurður Þórö- arson lengst til hœgri. Fálkinn, 25. tbl. 1960 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.