Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 10

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 10
komm:i\m:y Útvörður Islands í Norðurhöfum hefur lítið sker verið kallað, sem þegar í Landnámu er nefnt Kolbeins- ey. Um nafngiftina má lesa í Svarf- dæla sögu eftirfarandi: „Geta verð- ur þess, hversu fór með þeim Una ok Kolbeini, at Uni hlaut þat, er þeir deildu um, því at allir váru á móti Kolbeini. Varð Kolbeinn svá reiðr, at hann stökk á skip ok sigldi í haf ok braut skipit við klett þann, er liggr i útnorðr undan Grímsey, ok týndist Kolbeinn þar, ok er eyin við hann kennd ok kölluð Kolbeinsey." Þótt tiltölulega mjög fáir hafi séð eyjuna eða komið að henni, má full- vist telja, að þeir séu mun færri, sem ekki þekki nafnið, því fáir staðir eru nefndir eins oft í útvarpi og blöð- um yfir sumarmánuðina, meðan á síldveiðum stendur, og hefur verið svo um langt árabil. „Mikil síld við Kolbeinsey," „Margar sildartorfur sjást austur af Kolbeinsey“ eða „Síld- arflotinn við Kolbeinsey." Eitthvað á þessa leið eru fréttirnar sem dag- lega, eða svo til, berast á öldum ljós- vakans eða síðum dagblaða um lands- byggðina, og eru þegar á vörum allra þeirra, er einhvern áhuga hafa á gangi þessa mikilsverða þáttar í at- vinnulífi og afkomu þjóðarinnar — síldveiðunum. Og þeir eru margir. Það er því hvorki úr vegi né ótíma- bært að draga fram í dagsljósið ör- fá atriði úr sögu þessarar litlu eyjar i Norðurhöfum — einmanalegasta, afskekktasta og fjrlægasta hluta ís- lenzka ríkisins. „Er annars nokkuð um þetta að segja?" spyr fólk sjálfsagt, ekki síð- ur þeir sæfarendur, er séð hafa eyj- una og gera sér raunverulega grein fyrir því, hve lítil og afskekkt hún er. Satt er það. Ritaðar heimildir eru afar litlar og fábreytilegar, enda má segja, að Kolboinsey eigi sér litla sem enga sögu í venjulegum skiln- ingi, aðeins örfá brot, sem þó geta, ef vel er að gáð, gefið örlitla en all- glögga mynd af því, sem þarna hef- ur gerzt síðustu aldirnar. Því á sama tima og þjóðin barðist fyrir tilveru sinni öld eftir öld — og sigraði, hef- ur einbúinn i norðri barizt harðri, hljóðlausri baráttu fyrir sinni tilveru — en tapað. „Hvernig þá?“ kann fólk að spyrja með undrunarhreim i rödd- inni. Ég ætla aðeins að draga fram nokkrar staðreyndir, sem svar við þessari spurningu. f frásögn af för Hvanndalabræðra til Kolbeinseyjar um 1580, en hún mun vera einn merkasti atburður, sem tengdur er sögu Kolbeinseyjar, segir svo: „Sögðu þeir hana á lengd fulla 400 faðma, en á breidd og hæð fulla 60 faðma". Þess er einnig get- ið, að þar hafi verið gnægð eggja og fugla (geirfugl, langvía og fýlung- ar), en ekki geta þeir um sel. Um för þeirra bræðra orti séra Jón Ein- arsson (d. 1674) brag og er þar eftir- farandi erindi, sem lýtur að lýsingu eyjarinnar: Allt þeir þetta eyland greina upp vaxið með holur og gjár, gátu líka grjót og steina, grastó engin milli stár: mörgu hlýt ég ljóst að leyna ljóði þar sem gengur skár. íslenzkur fáni blaktir í Kólbeinsey. f Lýsingu íslands I. bindi (útg. 1908), eftir Þorvald Thoroddsen, seg- ir svo: „Kolbeinsey er 50 feta hár blágrýtisklettur .... hún kvað vera 400 faðma löng og 60 faðma breið ... Á 19. öld komu íslenzk hákarlaskip oft til Kolbeinseyjar, og hefur eyjan oftast verið þakin af fugli og sel, er menn hafa lent þar.“ Hér er flatarmálið hið sama og Hvanndalabræður gáfu upp (tekið óbreytt eftir frásögn þeirra?), en hæðin komin niður í 50 fet úr 60 föðmum. EYJAN MINNKAR. Vikjum svo til Leiðsögubókar fyrir sjómenn við ísland (1950). Þar er þessa lýsingu að finna: „Kolbeinsey er lítil, óbyggð eyja, rúmar 36 sjóm. NNV af Grímsey. Eyjan er alveg gróðurlaus, 8 m há, um 70 m löng frá VNV—ASA og 30—60 m breið. í kringum eyna eru sker, einkum til VNV. Þar ná skerin um 600—700 m út. Sum þessara skerja eru alltaf upp úr sjó, en önnur aðeins í kafi. Suðaustan við eyna er hreinast að henni, og er bezt að lenda við hana þar.“ Við einfaldan samanburð sést, að stærðarmunur samkvæmt þessum tveim lýsingum er geysimikill, eink- um þegar þess er gætt, að tíminn milli þess, að þær eru gefnar, er aðeins rúm 40 ár. Að lokum má geta þess, að sum- arið 1958 fór ég, ásamt 4 mönnum öðrum, að eyjunni á litlum gúmmi- bát frá varðskipinu Ægi, og gengum við þar upp. Logn var og spegilslétt- ur sjór, enda hefði sú för ekki verið möguleg að öðrum kosti, því hvenær sem sjó hreyfir, gengur yfir skerið allt. Lítið fórum við um, þar sem mjög erfitt var að fóta sig, því klett- urinn er þakinn slýi og fugladriti. Enda ekki víðáttunni til að dreifa. En selir og varpfuglar þeirra Þor- Kolbeinsey. Vinstra megin á myndina vantar örlítinn hluta eyjarinnar. Fjarlœgöin er aöeins nokkrir tugir metra. 10 Fálkinn, 25. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.