Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 25

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 25
í>að var svo að heyra sem Hugh ætti viða vini og hún fór að velta fyrir sig hvernig þeim mundi lítast á þessa ungu og óreyndu brúði hans, og allt i einu setti að henni kvíða um framtíðina. Valerie hefur kannske getið sér til um hugrenningar hennar og brosti til hennar. — Þetta er yndislegt líf, Irena. Þú baðar í rósum þegar til kemur. Og ég skal hjálpa þér meðan þú ert að læra málið og þekkja peningana og þess háttar. — Það er fallega gert, svaraði hún þakklát. •— Hugh hefur lofað að kenna mér nokkrar setningar á portú- gölsku áður en við komum til Rio. — Þú lærir málið fljótt, sagði Bill. — Valerie kunni ekki stakt orð þegar hún kom þangað fyrst, fyrir sex árum, en henni gekk ótrúlega fljótt að læra málið. Irene hló. — Það var huggun. Ef allir yrðu jafn alúð- legir og Valerie, yrði auðvelt að lifa, hugsaði hún með sér. Bill sneri sér að Hugh. — Hvar hefurðu hugsað þér að búa? Þú sagðir lausum herbergjum þínum, var það ekki? Hugh kinkaði kolli. — Ég á íbúð I Copacabana, skammt frá Post 5. — Ég skal útskýra þetta fyrir þér, sagði Valerie. — Ströndinni er skipt í skákir, sem eru hver með sínu númeri, svo að auðvelt er að rata þar. Áður en Irena gat svarað, sneri Bill sér aftur til Hughs. — Er það íbúðin, sem þú lézt dubba upp handa .... Hann þagnaði skyndilega og beit á vörina. Þetta var í annað skipti síðan þau hittu Wilsonshjónin, sem óþægi- leg þögn varð allt í einu. Svo sagði Valerie hátt: — Ég veit, að þú kannt vel við þig við Avenida Atlantica, Irena. Mér finnst það fallegasti staðurinn í Rio. Ágæt útsýn yfir hafið þaðan. — Það er girnilegt, sagði Irena. En ekki nógu girnilegt til þess að það gæti gefið skýr- ingu á þessum óeðlilega innilega hreim, sem kom í rödd Valerie þegar hún flýtti sér að grípa fram í fyrir Bill, er hann var í þann veginn að tala af sér — og hefði gert það, ef Valerie hefði ekki rekið fótinn i hann undir borðinu. En hvað var það, sem hann ætlaði að segja? Handa hverjum hafði Hugh látið dubba upp íbúðina með útsýni til hafs? IRENA EIGNAST VIN. Irena komst brátt að raun um að lífið um borð var eins og veröld út af fyrir sig. Það var líkast og Eng- land eg Brasilía væru tvær fjarlægar plánetur og „Ara- minta“ væri einhversstaðar úti í himingeimnum og far- þegarnir þar hirtu ekkert um hvað gerðist fyrir utan borðstokkinn. Skipið sjálft var eina veröldin, sem til var í meðvitund farþeganna. Skipstjórinn og yfirmennirnir voru keisari og ráðgjafar hans, og orð skipstjórans voru lög. Hver dagurinn var öðrum líkur. Athafnasömustu far- þegarnir drápu timann með hringleik á þilfarinu, en þeir sem værukærari voru lágu í stólunum og blunduðu eða röbbuðu saman. Þegar þau höfðu verið tvo daga á sjónum, fór Irena að morgninum upp á bátaþilfarið og reyndi að kasta gaflokum. Hún komst að raun um að erfitt var að hitta og var í þann veginn að hætta þegar hún heyrði karl- mannsrödd bak við sig: — Á ég að sýna yður, hvernig á að gera þetta? Hún leit við og horfði inn í vingjarnleg, blá augu. — Þökk fyrir, viljið þér gera það? sagði hún og hann tók við örvunum. — Ég er nú enginn snillingur í þessu heldur, sagði hann. — En það á að minnsta kosti að kasta svona. Hann kastaði fyrstu örinni svo fimlega, að hún dáð- ist að. — Þetta er ekki mjög mikill vandi, sagði hann og reyndi að látast ekki of drjúgur af sjálfum sér. — Þér verðið bara að læra að kasta. Ég skal halda um hönd ina á yður. Hann stóð bak við hana, studdi annari hendi á öxl hennar, en með hinni stjórnaði hann handleggnum á henni um leið og hún kastaði. Örin kom sæmilega nærri marki. — Ágætt! sagði hann. — Reynið þér aftur. Eftir tíu mínútur hafði hún tekið miklum framförum og var ánægð með árangurinn. —■ Þarna sjáið þér, sagði hann sigri hrósandi. — Ég sagði yður líka, að það væri auðvelt. Irena hló. — Þér hljótið að vera duglegur kennari, herra .... Nú fyrst mundi hún, að hún vissi ekki hvað maðurinn hét. — Fairburn, sagði hann. — Brian Fairburn. Hann brosti, hálf feimnislega. — Gerið þér svo vel að kalla mig Brian. Það er miklu viðkunnanlegra. — Gott og vel — Brian. Ég heiti Irena. Irena Con- greve. Hann kinkaði kolli. — Ég veit það. Mig hefur langað mikið til að kynnast yður. Þetta er fyrsta sjóferðin yðar, er það ekki? — Jú. Hún hló. — Getið þér séð það á mér? Hann svaraði því ekki, en sagði í staðinn: — Þetta er önnur sjóferðin mín. Þér viljið vonandi lofa mér að sýna yður skipið. Einstaklega viðfelldinn maður, hugsaði hún með sér. Ungur og fjörlegur og kunningjalegur, þó hann væri feiminn. Hann minnti hana á klaufalegan hvolp, sem er í vafa um hvernig vinarhótum hans varði tekið. En samt .... — Það er fallega boðið, Brian, sagði hún vingjarnlega. — En ég er hérna með manninum mínum, og hann get- ur sýnt mér skipið. — Já, auðvitað, tafsaði hann. — Mér datt bara í hug, að ef hann ætti annríkt eða .... ef hann hefði ekki hentugleika til að vera með yður. Ég ætlaði ekki að sýna neina áleitni .... mér datt bara í hug .... Hann þagnaði og roðnaði. — Það var fallega boðið, sagði Irena aftur. — Ég skal muna þetta og herma upp á yður loforðið. Og svo spurði hún: — Farið þér til Rio? Hann kinkaði kolli.. — Ég er starfsmaður hjá South Atlantic Oil Co. Aðstoðarmaður hjá Grant Summers verk- fræðingi. Maðurinn yðar þekkir hann vafalaust. (Framh.) Nýtízku stóll. ADAMSON Fálkinn, 25. tbl. 1960 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.