Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 6

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 6
Endurminningar frá Alþingishátíð jYllt fár batmandi* tlatj frá tlvtji- otj stð- asti dafjarina var ána»tjgnleif**stur ALÞINGISHÁTÍÐIN hófst með stuttri guðsþjónustu í Almanna- gjá. Þar hélt biskupinn stutta ræðu ■— ávarp og bæn var hún kölluð i dagskránni, en einraddaður flokkur sohg bæði á undan og eftir þau lög, sem allir viðstaddir gátu tekið undir. Þrátt fyrir drungaveður var þessi stutta stund hátiðleg og ógleyman- leg. Að þvi búnu hófst gangan til Lög- bergs frá innri völlunum. Með lúðra- sveit í fararbroddi gekk Kristján kon- ungur, ríkisstjórnin, forsetar Alþing- is, erlendir gestir og alþingismenn, klerkastéttin og fulltrúar bæja- og sýslufélaga að Lögbergi. Og kl. hálf- ellefu var hátíðin sett með stuttri ræðu Tryggva Þórhallssonar forsætis- ráðherra, eftir að Þingvallakórinn hafði sungið þjóðsönginn. Eftir ræðu Tryggva var leikinn fyrri hluti Al- þingishátíðarljóða Davíðs Stefáns- sonar og Páls Icólfssonar, og var flutningurinn hrífandi. Þá var það, sem „Brennið þið vitar“ brenndi sig inn í meðvitund þjóðarinnar og varð S^einni ^rein klassísk músik í einu vetfangi. Ég gleymi því aldrei, hve hrifinn einn sænski blaðamaðurinn, Curt Berg, var af hátíðarljóðunum. Hann var þá tónlistargagnrýnandi eins stór- blaðsins í Stokkhólmi, og hefur jafn- an síðan gert sér far um að fylgj- ast með íslenzkri tónlist, þó aðalstarf hans hin síðari árin hafi verið það, að starfa sem bókmenntaráðunautur hjá hinu stóra útgáfurfyrirtæki Bon- nier Förlag. Klukkan hálf-tólf var Alþingi sett af konungi, en að því búnu hélt for- seti sameinaðs þings, núverandi for- seti íslands, Ásgeir Ásgeirsson aðal- ræðuna, og að henni lokinni var flutt- ur síðari hluti Alþingiskantötunnar. Þá tók við hádegisverðarhléið, kl. 1—2.30. Stór gjaldbúð hafði verið reist við hliðina á núverandi stóra salnum í Valhöll, og jók hún hús- rýrnið um meira en helming. En kl. 3 var fundur settur á Lögbergi á ný, til þess að taka á móti gestum þeirra þjóða, sem sent höfðu fulltrúa á Alþingishátíðina. Einn fulltrúinn, sá ítalski, komst þó aldrei á hátíð- ina. Honum var svo kalt þegar hann kom til Reykjavíkur, að hann afréð að komast sem skjótast til ættjarðar sinnar aftur. Hinir fulltrúarnir fluttu allir stutt ávarp eða kveðju, og var fáni viðkomandi lands dreginn að hún meðan á ávarpinu stóð. Gjafir færðu ýmsir þessara fulltrúa, og eru þær til sýnis í Alþingishúsinu. En sú gjöfin, sem mest þótti um vert, var líkneski Leifs heppna, sem þó ekki kom fyrr en síðar, en stendur nú á Skólavörðuhæðinni. Að lokinni þessari athöfn á Lög- bergi voru haldnir hljómleikar, og a, þeim loknum matarhlé. Og um kvöldið var Islandsglíman háð, og vann Sigurður Thorarensen þar hinn fagra grip, Islandshornið, sem há- tíðarnefndin hafði látið gera til verð- launa fyrir Alþingishátíðarglímuna. Þennan fyrsta dag höfðu verið bæði skin og skúrir. Og um kvöldið var hraglandi og snjóaði í Súlur. Vildu þá fleiri komast í bólið sitt í Reykjavík en ætlað sér höfðu áð- ur, og varð tilsvert argafas uppi á Almannagjárrbrún um það leyti, sem hátíðarhaldinu lauk, þennan fyrsta dag. En þó greiddist vel úr öllu áð- ur en lauk. -------„Þyngsti hluti“ dagskrár- innar var afgreiddur fyrsta daginn. Annar dagurinn var að öllu leyti léttari í vöfunum fyrir þá, sem báru hita og þunga þessara þriggja daga. Um morguninn kl. 10 voru minni Islands flutt á Lögbergi og fyrir há- degi voru kappreiðar háðar inni í Bolabás, og komu þangað margir. Að loknum hádegisverði var þing- fundur haldinn á Lögbergi, en að honum loknum var Vestur-íslend- ingum fagnað. Þar komu fram full- trúar hinna ýmsu fylkja í Banda- ríkjunum og Canada, sem Islending- ar eru einkum búsettir í, og var at- höfnin öll hin hátíðlegasta. Að henni lokinni var „sögulega sýningin" hald- in í brekkunni rétt vestan við Lög- berg. Efni hennar höfðu þeir Ólafur Lárusson og Sigurður Nordal samið, 1. ágúst sl. hófst þriöja, kjörtímahil forseta Islands, lierra Ásgeirs Ásgeirs- sonar. En fyrir 30 árum var hann jorseti sameinaös þings á Alþingishátíöinni. 6 Fálkinn, 25. fbí. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.