Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 15

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 15
☆ ☆☆☆ LITLA SAGAN ☆ ☆☆☆ Handkoffort í óskilum binsons, — það var gistihús í Cham- berwell. Þar hitti lögreglan hann. Við rannsókn i skrifstofunni fund- ust nokkrar notaðar eldspýtur með blettum á. Þetta reyndist vera blóð. Og þetta sönnunargagn nægði til þess að fá Robinson til að meðganga. Hann hafði hitt Minnie Bonati á götunni og farið með hana upp í skrifstofuna. Þar hafði hún krafizt meiri peninga af honum en umtalað hafði verið fyrirfram. Þegar Robin- son færðist undan að borga. fór kori- an að æpa. Hann reyndi að þagga niður í henni, en hún espaðist bara. Hann hafði slegið til hennar og hún dottið aftur á bak, rekið höfuðið í arinhylluna og rotast. Hann hafði náð sér í handkoffort, troðið líkinu ofan í það og komið því fyrir í bögglageymslunni á Charing Cross. Líkskoðunin bar með sér, að Min- nie Bonati hafði verið kyrkt, og það þótti sennnilegt, að hún hefði reynt að verja sig. Robinson var dæmdur til dauða. Hann var hengdur. ★ SKRÍTL UR Evrópumaður var í kynnisför i Ameríku og sá Grand Canyon í Colo- rado. — Það liðu fimm milljón ár frá þvi að dalurinn byrjaði að myndast og þangað til hann varð eins og hann er núna, segir leiðsögumaðurinn. — Já, hægt hefur það nú gengið, sagði hinn. — Það hefur liklega verið gert í bæjarvinnu. ★ Skozk hjón voru að fara til Amer- íku og voru hjá vegabréfaskoðaran- um. — Vegabréfið yðar er í lagi, segir skoðarinn, — en konan yðar er ekki vitund lík þessari mynd, sem er á vegabréfinu hennar. Hvernig stend- ur á því? — Hún erfði vegabréfið eftir fyrrl konuna mína, sem er dáin fyrir mörg- um árum, svaraði Skotinn. SKRlTIÐ með þetta handkoffort, sagði einn starfsmaðurinn í geymsl- unni á Charing Cross-stöðinni í Lon- don. — Það hefur staðið hér i marga daga. Það er eitthvað bogið við þetta. Þetta var langt, svart handkoffort og stafurinn „A“ málaður á. En á merkiseðlinum stóð ,,F. Augustin, St. Leonards". Eftir nokkra ráðagerð af- réðu þeir að opna koffortið. Það var óhugnanleg sjón. 1 koffortinu var lík ungrar stúlku. Æfðustu njósnarar frá Scotland Yard fóru samstundis að rannsaka málið. Þeir fóru fyrst til St. Augustin í St. Leonards, en gengu brátt úr skugga um að hann var saklaus. Nafn hans hafði verið skrifað á merkiseðilinn til þess að villa lög- regluna. Nærföt hinnar myrtu voru merkt ,,P. Holt“. Á nærfötunum sást einnig, að fötin höfðu verið þvegin í bvottahúsi í Chelsea. Og svo var Holt-fjölskyldan spurð uppi, en þar hafði enginn horfið. Þetta var efna- fólk og hélt margt þjónustufólk. En allt í einu sagði frú Holt: -— Kannske þetta sé frú Roles! Við höfðum vinnukonu í fyrra, sem var óheiðarleg, svo að ég sagði henni upp vistinni. Og áður en hún fór, stal hún nærfatnaði frá mér. Lögreglan fór að rekja þessa slóð og heimsótti alla, esm hétu ættar- nafninu Roles. I litlu gistihúsi hitti hún fyrir þjón, sem hét Roles. Hann hafði um skeið búið með italskri stúlku, sem hét Minnie Bonati. En bau höfðu orðið ósátt og skilið. En þjónninn frétti eftir á, að hún kall- aði sig frú Roles. Þjónninn fór með lögreglunni í líkhúsið og þekkti þeg- ar líkið. Loksins var vitað hver sú dána var. En hitt var eftir, sem mestu máli skipti: að finna morðingjann. Sumir rannsóknarmannanna sneru sér að þvi, en sumir fóru aðrar leið- ir. Handkoffortið, sem líkið hafði verið í, var stórt og þungt, svo að því hlaut að hafa verið ekið á járn- brautarstöðina. Og nú var farið að spyrja alla leigubílstjóra, til þess að fá upplýst, hver hefði ekið með stóra koffortið, merkt „A“ á brautarstöð- ina. Ýmsir bílstjórar sögðust hafa flutt svona koffort á Charing Cross- í > * > Hann kom, handkoffort- inu fyrir í bögglageymsl- unni á Charing Cross. stöðina. Lögreglan varð að fá stað- fest hvaða dag og hvenær dagsins koffortið hafði komið þangað. En þegar rannsóknin stóð sem hæst, gerðust þáttaskipti í málinu. Ein af þessum tilviljunum, sem oft verða til þess að ljósta upp glæpum. Skófágari, sem var á leið heim frá vinnu eitt kvöldið, fann samanvöðl- að pappírsblað í göturennunni. Það var kvittun frá bögglageymslu járn- brautarinnar. Fyrst ætlaði hann að fleygja bleðlinum, en datt í hug kof- kortið, sem hann lesið um i blöðun- um. Hann fór til lögreglunnar og afhenti blaðið. Þetta var kvittun fyrir koffortinu, sem líkiö var i. Nú var hægt að sjá hvenær koffort- ið hafði verið afhent. Það var síð- degis þ. 6. maí. Og nú voru bílstjór- arnir yfirheyrðir á ný. Einn þeirra hafði flutt koffort, sem var líkt þessu, á stöðina síðdegis 6. maí. Hann hafði tekið koffortið í bílinn í stórri skrif- stofubyggingu við Rochester Row. Lögreglan kannaði skrifstofurnar og yfirheyrði starfsfólkið þar. Ein skrifstofan var læst. Leigjandi henn- ar, John Robinson, hafði skrifað hús- verðinum og sagzt vera hættur að reka þessa skrifstofu. I banka ein- um náðist síðasta heimilisfang Ro- Afgangurinn af tannkreminu. Fálkinn, 25. tbl. 1960 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.