Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 9

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 9
Lögreglan i St.Pauli Lögreglustöðin á Reeperbahn í St. Pauli heitir „Davidsstöðin". Nafnið er dregið af Davidsgötu, sem er þar skammt frá. En á lögreglumáli heit- ir hún „Stöð nr. 151“. Stöðin er í miðju skemmtihverfinu og drykkju- krár, danssalir og leikhús allt í kring. Þar sjást nöfnin „Casanova Bar“, „Sjóræningja Bar“, „Pikanterie" og „Eldur og ofvæni“. En flestir fara þaðan bágari en þeir komu. Óreynd- ir sjómenn drekka sig svínfulla og blanka og lenda á Davidsstöðinni. Á lögreglustöðinni er mikið að gera allan sólarhringinn. Þeir 6—8 lög- regluþjónar sem halda vörð þar sam- timis, hafa nóg að gera að hugsa um drukkna menn, sem oftast hafa verið rændir, um stúlkur, sem reyna að fleygja sér í sjóinn og um heim- ilislausa menn og aðra, sem ekki geta gert grein fyrir hverjir þeir séu. I fyrra gistu 4000 manns á Davids- stöðinni. En auk þessara föstu manna á stöð- inni starfa þar menn frá sakamála- lögreglunni, siðferðislögreglunni og svo kvennalögreglunni; þegar mikil aðsókn er af sjómönnum, er hafnar- lögreglan líka starfandi á Reeper- bahn. Fyrir nokkru heimsótti amerískt flugvélamóðurskip Hamborg. Á einni svipstundu fylltust allir skemmtistað- ir í St. Pauli af ungum amerískum sjóliðum, sem aðeins hugsuðu um það eitt að skemmta sér. A einni nóttu eyddu þeir hálfri milljón D-marka. Það gekk fljótt, því að á mörgum knæpunum kostar eitt ölglas 2,50 mörk og lítið koníaksglas 5 mörk. Þetta varð óróleg nótt á Davids- stöðinni. Síminn hringdi í sífellu og lögreglubílarnir þeyttust ýlfrandi um göturnar alla nóttina. En þegar „Da- vidsmennirnir” komu i „Þyrsta snig- ilinn“, þar sem dauðadrukknir dátar voru að mölva innanstokksmunina, urðu þessir berserkir gæfir eins og kanínur. Þeim leizt ekki á að sýna „Davidsmönnunum" mótþróa. Lögreglan á í sífelldri baráttu við bófahyski Hamborgar. Bófarnir flá oft feitan gölt á Reeperbahn. Glæpa- menn, sem eru dulbúnir sem kven- fólk, ginna sjómennina með sér út í garðana, slá þá í svo rot og ræna þá. En lögreglan hefur hert sóknina gegn þessum ófénaði, kannar allt um- hverfið með sporhundum og ennfrem- ur hefur allt kjarr verið höggvið úr þessum garði, svo að síður sé hægt að fela sig jjar. Af öllum glæpum, sem framdir eru í St. Pauli, kom- ast 70% upp. Það eru ferðamennirnir, sem næst eftir glæpamörinunum, baka lögregl- unni í St. Pauli mesta fyrirhöfn. Þeir koma í stórum almenningsvögnum til Reeperbahn og kasta sér í hrifn- ingu út í það, sem þeir halda að sé lífsgleði. En það er ömurlegt að koma til sjálfs sín aftur með tóma budduna, úrinu og öðrum verðmæt- um og vegabréfinu stolið, og kannske með glóðarauga og brotna tönn í kaupbæti. Og þó gerir lögreglan sitt til að hjálpa gestunum ef í harð- bakka slær. Davidsstöðin fær þúsund- ir þakkarbréfa fyrir veitta hjálp. Hopp lögreglustjóri hefur éinvala- lið í þjónustu sinni. Allir lögreglu- þjónarnir kunna einhver útlend tungumál, beir eru æfðir i japanskri glímu og geta oftast ráðið við upp- vöðsluseggina án þess að nota gúmmí- kylfur eða skammbyssur. En það er alls ekki hættulaust að vera lögreglu- þjónn í St. Pauli. Síðasta ár særöust 25 lögreglumenn alvarlega. En þrátt fyrir þetta sækja lög- regluþjónarnir aldrei um stöðu ann- arsstaðar. Þeim finnst gaman að starfa á Reeperbahn. ☆ Kvikmyndadís ein ætlaði að fá hjónaskilnað, og málaflutningsmaður hennar gaf henni nákvæm fyrirmæli um, hvernig hún ætti að haga sér i réttinum. Hún hlustaði á hann með athygli og fór undir eins að æfa sig, en spurði svo: „En hver á þá að leika dómarann?" Hættan er liðin hjá og beltisdýrið er byrjað að opna sig aftur. Þegar hætta er á ferðum, dregur þetta litla beltis- dýr sig saman í kúlu og er þá vel varið gegn óvinum af lúnni hörðu og þykku húð sinm. Fálkinn, 25. tbl. 1960 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.