Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 14

Fálkinn - 10.08.1960, Blaðsíða 14
^»»» 5 MÍNÚTUM JÓHANNES XXIII. kvað vera grallaralegur karl og ekki nærri eins hátíðlegur og margir fyrirrennarar hans. I fyrri heims- styrjöldinni var hann hjúkrunarmað- ur í hernum. Fyrir nokkru kom hóp- ur hjúkrunarfyrirliða til Róm, til að óska honum til hamingju með, páfa- kjörið. Þegar þessir menn gengu fyr- ir páfa, féllu þeir á kné fyrir hans heilagleik, eins og venja er til. En páfinn brosti og sagði: „Nei, piltar góðir, verið þið ekki að krjúpa á kné fyrir mér. Þið verðið að muna, að ég var ekki nema korpórall, en þið vor- uð foringjar!" ★ Þetta er ekki listaverk eftir nýtízku myndhöggvara, heldur listasmíö nátt- úrunnar sjálfrar, þ. e. a. s. kartafla, komin upp úr tyrkneskum kálgaröi. HvaÖ á barniö aö heita? ★ ELIZABETH BRETADROTTNING hefur síðar vorið 1956 haft fámenn hádegisboð fyrir fólk ýmsra stétta til þess að kynna sér sem bezt mis- munandi sjónarmið og áhugamál í þjóðfélaginu. Fram að síðustu ára- mótum höfðu þessir gestir verið í boðunum, samkvæmt yfirliti, sem „Daily Express" hefur gert: 33 stjórn- málamenn, 9 íþróttamenn, 4 verka- mannafélagaformenn, 6 listamenn, 12 kennarar, 3 lögfræðingar, 6 vísinda- menn, 12 leikarar og leikhússtjórar, 9 prestar, 35 hagfræðingar, 16 em- bættismenn, 12 blaðamenn, 9 úr hern- um, 11 skáld og 6 tónlistarmenn. ★ ARGENTlNUBÚAR éta allra manna mest af keti. Svo telst til, að sextugur Argentiumaður hafi étið um ævina 372 rádýr, 403 kálfa, 109 sauði, 136 grísi og 6073 hænsn. ★ 1 Vestur-Þýzkalandi er rússneska kennd í 188 skólum, og auk þess er framhaldsnám í 37 skólum þar, fyrir unglinga, sem lært hafa rússnesku í Austur-Þýzkalandi. En í Rússlandi læra 7,8 milljón unglingar þýzku, seg- ir í opinberri fregn frá Bonn. GRUNSAMLEGT. Dómstóll i Texas hafði til með- ferðar ljótt bankaránsmál. Eitt vitn- ið var spurt: „Hvers vegna grunið þér ákærða um að hafa framið rán- ið?“ Og vitnið svaraði: „Þegar ég kom inn í bankann, var hann að enda við að skjóta dyravörðinn og tvo gesti, sem voru í bankanum. Síðan barði hann gjaldkerann höfuðhögg með skammbyssunni; og þá fór mér að finnast athæfi hans grunsam- legt ....“ ★ 5 ÞÚSUND STÚLKUR eru í St. Goar-héraði við Rín, og hafa litla von um að fá nokkum tíma mann. Ástæðan er sú, að at- vinnuskilyrði eru svo bág í sveitinni, að ungu mennirnir hópast á burt ókvæntir. Stærsta bjóráma veraldar er í öl- kjallara nokkrum í Heidelberg. Hún er frá 1121 og rúmar ekkert minna en 221126 lítra. Bezta hugmynd um stærð keraldsins fœr maöur meö því aö líta á dömuna, sem stendur fyrir neöan hana. Hvort vildiröu heldur ef þú mættir kjósa? Eitt bjórglas, fröken. Þaö er ekki oft að Ijón, raunverúleg Ijón, koma á vín- stofur, en þó skeöi þaö á dögunum l Liverpool. Þó þaö segöi þaö ekki meö berum oröum, þá mátti sjá, aö Ijón- ið mundi gjarnan þiggja eitt ölglas, sem þaö líka fékk. Ljóniö var frá nálœgum sirkus. ★ Tveir viskísmyglarar voru nýlega teknir af tollvörðunum á landamær- um Canada og Bandaríkjanna, og höfðu þeir þó haft viðbúnað til þess að komast óhindraðir. Því að í bíln- um sínum höfðu þeir útbúnað til að strá nöglum á veginn fyrir aftan sig, ennfremur olíudælu, sem gusaði olíu á veginn til að gera hann hál- ann, og í þriðja lagi áhald til að framleiða þoku! PICASSO hefur málað gríðarstóra mynd, sem hann kallar „Dómsdag", fyrir UNES- CO-stofnunina í París. Hefur myndin vakið miklar deilur meðal listdóm- ara, því að hver skýrir hana á sinn hátt, en engum skýringunum ber saman. BETTY GRABLE filmudís ætlaði að hvíla sig milli leikatriða og hlammaði sér óvart á nótnaborðið á opnu píanói. Hún spratt upp aftur með felmtri og hróp- aði: „Drottinn minn, þetta voru að minnsta kosti tvær áttundir, sem bossinn á mér náði yfir. Það er mál til komið að ég fari að grenna mig." Svona merkisskepnur sjást aöeins á sítrónuhátíðinni í Menton viö MiÖ- jnöarhafiö. Kvikindiö á aö tákna skortítu, og er gerö úr eintómum samfestum sítrónum í þúsundatali. 14 Fálkinn, 25. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.