Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 6

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 6
Steingrímsstöð við Efra-Sog vígð Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri. Virkjun Sogsins er lokið. Þ. 6. ágúst var stöðin við Úlfljóts- vatn, undir Dráttarhlíðinni, vígð og Forseti íslands gaf henni nafnið Steingrímsstöð: Nafn Steitngríms Jónssonar rafmagnsstjóra. En ævisaga hans síðustu 40 árin hefur ver- ið saga þróunar rafvirkjana á Islandi. SlÐAN á laugardaginn annan en var miðlar Sogið íbúum suðvest- urlands 76.000 kílówatta orku nótt og dag, því að þá bætti nýja virkj- unin í Efra-Sogi 27.000 kílówöttum við þá orku, sem fyrir var frá stöðv- unum Ljósafossi og Irufossi. Með þvi að bæta enn við einni vélasamstæðu í hvora hinna síðarnefndu stöðva má enn auka orkuframleiðsluna upp í 96.000 kílówött, en það samsvarar 480 milljón kilówattstunda fram- leiðslu á ári, og er þá miðað við þurrkár, með lágmarksvatnsrennsli. Því að þó að stærsta stöðuvatn Is- lands, Þingvallavatn, sé forðabúr Sogsins, getur talsverður munur orð- ið á birgðum þess frá ári til árs, eftir því hvort úrkoman er mikil eða lítil á þeirri 1200 ferkílómetra spildu, sem tekur við úrkomunni. — Mæling- ar, sem gerðar hafa verið á vatns- magni Sogsins undanfarin 19 ár, sýna, að meðalrennslið er 114 ten- ingsmetrar á sekúndu, eða 3600 millj- ón teningsmetrar á ári, en þurrasta árið á þessu tímabili, 1951, var rennslið fimmtungi minna en meðal- tal, eða 2900 ten.m. á ári. Og við þetta lágmarksrennsli verður að miða vélakostinn og afköstin. Þingvallavatn er í 103 metra hæð yfir sjó og Sogið 19 km langt. En allur neðri hluti þess er svo halla- litill, að ekki kemur til mála að virkja hann. Sá hluti Sogsins, sem aflið gefur, er 8 kílómetra langur, og á þeim kafla er f allhæðin 77 metr- ar. Af henni nýta stöðvamar á Ljósa- fossi og Iru- og Kistufossi 55 metra. Þegar vélasamstæða bætist við á Ljósafossi, gefur sú stöð 22.500 kíló- wött raforku, og Irafossstöðin (en þar er allt til reiðu til að setja nið- ur nýja samstæðu) gefur þá 46.500 kw. Að Steingrímsstöðinni viðbættri, með sín 27.000 kw verða þetta sam- tals 96.000 kílówött, en það er sú orka, sem suðvesturlandið hefur úr að spila næstu árin, en því er spáð, að hún verði fullnotuð á næstu fjór- um árum. NÝJA STÖÐIN — STEINGRlMSSTÖÐ. Sogið hefur rutt sér braut um þröngt gljúfur við enda Dráttarhlið- ar og þeyttist þar í hávöðum og með boðaföllum niður í Úlfljótsvatn. Hæð- armunur þess og Þingvallavatns er 22 metrar. Það er þetta fjall, sem gefur Steingrímsstöðinni „afl þeirra hluta, sem gera skal“. Vatnið er beizlað á þann hátt, að stífla hefur verið gerð fyrir upptök Sogsins, þar sem það fellur í gljúfr- in. Þessi stifla er frá austri til vest urs, 95 metra löng, steinsteypt með grjótfyllingu til beggja enda, en miðj- an úr járnbentri steypu. 1 stíflunni eru tvær botnrásir, sem hægt er að opna. Vestan við stífluna tekur við inn- taksþró, en úr henni eru 345,2 metra löng jarðgöng gegnum Dráttarhlíð- ina, sem geta flutt 150 rúmmetra vatns á sekúndu til stöðvarinnar. Er þvermál þeirra 52 fermetrar. Göngin eru fóðruð með járnbentri steinsteypu að innan, enda er bergið í Dráttar- hlíðinni gljúpt og ótryggt. Við suðurenda jarðganganna tek- ur við jöfnunarþró, 15 metra djúp og eins og skeifa í lögun, um 45 metra löng. Úr henni rennur vatnið svo i inntakið sjálft og þaðan gegn- um þrýstivatnsæðarnar tvær niður undir stöðvarhúsið. Fallhæðin í þess- um þrýstivatnsæðum er 19,42—22,62 metrar, eftir því hve hátt er í Úlf- ljótsvatni, en vatnsborð þess breytist eftir því hve miklu vatni það þarf að miðla Ljósafossi. Nú taka vatnshverflarnir tveir (túrbínurnar) við þyngslum yfir 20 metra hárrar vatnssúlu og breyta þeim í vatnsorku. Hverflarnir eru þýzkir, af svonefndri Kaplan-gerð, frá vélsmiðjum B. Maier K/G í Brackwede, og skilar hvor um sig 19.000 hestöflum, en það svarar til 13.500 kw. Snúast hverflarnir 187,5 snúninga á mínútu á lóðréttum stál- öxli, býsna gildum, sem gengur beint upp í rafalana (generatorana) á 6 Fálkinn, 26. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.