Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 18

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 18
Hann barðist Trúin á skrimslið i Loch Ness í Skotlandi er lífseigari en trúin á Lagarfljótsorma eða Þverárskötur, og stafar það líklega af þvi, að Skot- ar eru íhaldssamari en við. Síðan froskmenn fóru að kafa í sjó og vötnum, hefur skrímslistrúnni meira að segja vaxið fylgi. Fjórir frosk- menn hafa kafað í Loch Ness siðustu árin til að leita að skrímslinu, — en þeir komu ekki upp aftur! Þetta er dularfullt, og margir láta sér nœgja þá nærtæku skýringu, að skrímslið hafi drepið þá og étið. En 15. ágúst í fyrra varð kunnur froskmaður, John Newold að nafni, til þess að kafa niður á 70 feta dýpi í Loch Ness til þess að skoða skrímsl- ið. Hann kom upp aftur og sagði nýstárlega ferðasögu: Hann hitti skrimslið og það greip í löppina á honum og reyndi að draga hann með sér niður í undirdjúpin, en John slapp! Þess má geta, að það var sirkusstjóri einn, Bernard Mills, sem fékk kafarann til að gera þetta, og rná nærri geta, að fólk hefur viljað sjá hetjuna á Circus Mills á eftir. Hugsum okkur bara ef einhver, sem fullyrti að hann hefði „siglt“ á Þver- árskötu inn I Þórsmörk í sumarfrí- inu, sýndi sig í Austurbæjarbíói. Þá mundi ekki vanta áhorfendur! ------ John Newbold er 32 ára og hefur verið froskmaður í tíu ár, og hefur kafað dýpst 67 metra. Fyrir 8 árum var hann gerður út til að leita uppi japanskan kafbát, sem sokkið hafði nálægt Singapore mörg- um árum áður. Hann fann bátinn, í honum voru lík 40 manna, þeir voru allir með kúlugat á hauskúpunni — höfðu skotið sig til þess að komast hjá köfnunardauðanum. Enskan kaf- bát hefur Newbold lika fundið á mar- arbotni. Þar hafði áhöfnin ekki viljað stytta sér aldur með kúlu, heldu dáið af köfnun. — Newbold hefur líka barizt við hákarl, er hann var að kafa með innfæddum manni við Bor- neo 1955. Sá innfæddi skarst á steini, blóðið rann úr honum í sjóinn og þá kom hákarlinn og drap hann, en Newbold komst undan með furðu- legum hætti. Það var þessi maður, sem sirkus- stjórinn — sem auðsjáanlega kann auglýsingatækni — fékk til að ganga úr skugga um, að skrímslið væri til. „Ef þér finnið það, er ég fús til að borga yður allt að því 30.000 pund. Finnið skrímslið og segið mér hvar það er, þá skal ég ná í það,“ sagði hann við Newbold. Og Newbold var til í það. Þ. 15. ágúst i fyrra héldu þeir af stað, við skrímslið Lesandinn ræður hvort hann trúir frásögninni, sem hér fer á eftir. — En John Newbold fullyrðir, að hann hafi „bar- izt við“ Loch Ness skrímslið. Frásögn hans bendir þó frem- ur til þess, að hann hafi að- eins káfað á því“. En hvað um það, — frásögnin er skemmtileg. fóru á vélbát út á mitt vatnið, báðir tveir, en það er talið 200 metra djúpt. Newbold var með tvo súrefnisdunka á bakinu. GAMANIÐ GRÁNAÐI. Af hálfu Newbolds var þetta engin alvara. Hann vissi að hann gæti ekki kafað nema sjöttung dýpisins (ca. 30 metra) og áður en komið yrði á tæp- an helming þess dýpis, mundi verða algert myrkur í vatninu, því að það er ekki tært. Þegar hann kom niður á 16 metra dýpi, sá hann aðeins hálfan metra frá sér. En á 20 metra dýpi varð hann allt í einu hræddur. „Mér fannst eiltthvað dularfullt vera nærri mér, — eitthvað hættulegt,“ segir hann. „Ég hnikaði skrúfunni ofur- lítið til að fá meira loft, og tróð marvaðann og reyndi að herða upp hugann.“ Svo synti hann 15—20 metra til hliðar og síðan í hring og fannst alltaf að hann mundi rekast á eitt- hvað þá og þegar. „Vatnið var svo gruggugt, að ég sá ekki höndina á mér þegar ég rétti hana frá mér. Þess vegna þreifaði ég fyrir mér með vinstri hendinni, með hnífinn í þeirri hægri, til þess að vera við öllu búinn.“ Svo færði hann sig niður á 25 metra dýpi. Þar sá hann ekki höndina á sér á 25 sm færi. Synti í hring, og nú setti aftur að honum hræðslu. Og nú rak hann höndina í eitthvað slímkennt, sem hann gat ekki náð taki á. Hann hélt að þetta væri gam- all trédrumbur og reyndi að glenna fingurna um hann, en missti af. Og nú fann hann að þetta hreyfðist snöggt, og kom við hann sjálfan. Hann missti hnífinn, sem sökk. „Mér var hrundið 2—3 metra beint niður," segir hann, „og ég náði ekki andanum um tíma. Til þess að fá meira loft sem fljótast, setti ég súr- efnisstrauminn á 3A, og ég var hrædd- í Loch Ness! ur, án þess þó að æðrast, því að það getur kostað mann lífið.“ Hann leit upp, en sá enga skímu. Þess vegna hlaut eitthvað ógagnsætt að vera milli hans og vatnsborðsins. Hann var á 70 feta dýpi, eða kannske meir, en hvað gat verið þarna fyrir ofan hann? Stór trjádrumbur? Hver veit? Nú afréð hann að synda upp á vatnsborðið að skipinu og hvila sig, og kafa svo aftur eftir hádegisverð. En eftir nokkur sundtök rakst hann aftur á þetta svarta flykki fyrir of- an sig og þreifaði á einhverju sleipu og slímkenndu. Hann tók í það, en það kippti sér undan, alveg eins og gripið væri um sporð á fiski. „Þetta var svo nærri mér,“ segir Newbold, „að ég sá móta fyrir grásvörtu fer- líki, sem liðaðist áfram í vatninu eins og einhver tröllaukinn ormur, og hringsólaði í sífellu fyrir ofan mig, alveg eins og það vildi varna mér að komast upp.“ — -— Þannig sagðist Newbold frá daginn eftir, i sjúkrahúsinu, þar sem hann lá með marinn fót eftir viður- eignina við skrímslið. Meðan hann var að berjast við að komast upp I vatnsborðið, vafðist eitthvað um hægri fótinn á honum, líkt og veiðiarmur á kolkrabba. „Fyrst fannst mér þetta ekki geta verið annað en kolkrabbi, en svo sá ég að það var óhugsandi. Kol- krabbi er ekki til í Loch Ness. Ég reyndi að slíta mig af þessum kaf- andi draug, og losa sogskálina, sem ég hélt vera, af fætinum. En þá fann ég að engin sogskál var á þessum armi, heldur var hann margsnúinn um fótinn á mér, langur og álíka gildur og mannsfótur." „Næst datt mér í hug, að þetta væri stór áll. En þeir eru ekki til í neinu skozku vatni, að minnsta kosti ekki á svona á miklu dýpi,“ segir Newbold. Og nú dró þessi vatns- draugur hann langar leiðir ofan í djúpið, unz hann loks losnaði og komst undan, nær dauða en lifi. IMYNDUN EÐA RAUNVERA? Er þessi frásögn hugarburður? Ber- um hann saman við reynslu sumra þeirra, sem áður hafa kafað eftir Loch Ness-skrímslinu. Fyrir fimm árum kafaði Norman Evans frá bát úti á miðju vatni. Hann var mikið hraustmenni, 25 ára. Eftir hálftíma kom hann upp aftur og sagðist hafa séð svartan „fisk“ á 50 feta dýpi — tiu metra langan, minnst — sem kom syndandi á móti honum. 18 Fálkinn, 26. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.