Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 14

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 14
Eden græðir peninga Endurminningar Anthony Edens íorsætisráðherra —- mannsins, sem „lét fallerast“ á Súes-tiltektunum sín- um árið 1956, komu út í febrúar og vitanlega hafa verið skrifaðir margir ritdómar um bókina. En í sambandi við annað, viðvíkjandi þessari bók, hefur líka annað verið skrifað. Og þar er spurt: „Hve mikið græðir sir Anthony á þessum endurminningum sínum?“ — ,,Times“ í London birti þær sem framhaldssögu, fyrst allra blaða og áður en bókin kom út. Blað- ið neitar að segja frá, hve mikið það hafi borgað höfundinum fyrir birt- ingarleyfið, og segir að það komi engum við nema Eysteini þeirra þar í stjórnarráðinu í Lon- og don. En fróðir menn gizka á, að Eden hafi fengið að minnsta kosti 100.000 sterl- ingspund hjá „The Times". Síðan birti amerískt vikublað minningarn- ar, og fer ekki dult með að það hafi borgað Eden 300.000 dollara í rit- laun. — Við þetta bætast svo höf- undarlaun fyrir bókina sjálfa, en hún kemur út í 40 löndum, að minnsta kosti. Svo að það er ekki djúpt tek- ið í árinni, þó að gizkað sé á, að Eden sé orðinn milljónamæringur — ekkj í íslenzkum niðursoðnum krón- um, heldur í beinhörðum sterlings- pundum. Og þetta hef ur hann aðallega grætt á Súes-hneykslinu, því að fjórir af hverjum fimm, sem kaupa bókina, gera það til að forvitnast um hvað hafi ráðið því, að Eden fór að hefja hernaðaraðgerðir gegn Egyptum, þegar Nasser þjóðnýtti þennan fræga skurð, sem að öllu leyti er inni í hans „landareign". Eden svarar fyrir sig í bókinni, eins röggsamlega og efni standa til. En hvað kostaði Súes-deilan brezka ríkissjóðinn? Og hve mikið fær sami rikissjóður i tekjur af stórgróða- skatti Edens? Um þetta spyrja öll mánudagsblöð í Englandi og víðar. Og þau spyrja um leið: „Hver hefur leyft fyrrverandi forsætisráðherra Breta að birta öll leyniskjöl stjórn- arinnar, sem hann birtir i bókinni, um Súesdeiluna?" — Ef skjölin væru ekki i bókinni, mundi hún ekki vera túskildings virði sem söluvara, í sam- anburði við það, sem hún er núna, segja blöðin. Breta-skattstjórinn glímir þessvegna við flókið dæmi gagnvart þeim arð- vænlega aldingarði, sem nú þrífst og blómgast í Eden. Viðfangsefnin eru jafn flókin og uppbótakerfið fyr- ir útfluttar afurðir var hér á landi, en aðalspurningarnar eru tvær: Hvað á Eden að borga í tekjuskatt, ef hann græðir milljón pund á sama árinu? Og hvað á hann að borga í ritlaun fyrir öll skjölin, sem eru eign rikisins, en sem hann hefur birt — , óleyfi, eða að minnsta kosti án þess að borga ritlaun. Mörg af þessum leyniskjölum hef- ur sir Anthony Eden að vísu skrifað sjálfur. En það gerði hann sem em- bættismaður ríkisins. Hefur hann nokkra heimild til að nota þau ó- keypis, sem fyrrverandi embættis- maður, þó hann sé að vísu á eftir- launum hjá ríkinu? ★ Vitið þér...? að dómkirkjan í Brasilíu er byggð neðanjarðar? Á teikningunni sjáið þér „turninn'* á dómkirkjunni í hinni nýju höfuð- borg Brasilíu, sem einnig heitir Bras- ilía. Turninn er einna likastur kór- ónu í laginu. Sjálf kirkjan er 10 metra undir yfirborði jarðar og fær birtu gegnum marglitar rúður krónunnar, en það gefur kirkjunni að innan sér- stæða og áhrfimikla fegurð. Gullni krossinn ef st á kórónunni er 70 metra hár. að styrkleiki og þol nýrra flugvéla er reyndur í vatni? Fyrsta vélin af tegundinni Douglas DC-8 var lögð á geysimikinn vatns- tank og þannig reynd með tilliti til allra þeirra áhrifa er hún yrði fyrir í 100 ára notkun. Við prófunina var skrokkur vélar- innar stöðugt í athugun af tækni- fræðingum og hverskonar sérfræð- ingum. Voru þeir íklæddir frosk- mannabúningum og gátu þvi gert at- huganir sínar undir yfirborði vatns- ins. BjSAti Bjössi á bílskúr, sem hann I geymir átta bílana sina í, og ! hann á stórt stýri og þríhjól og I herbergi út af fyrir sig. Hann sést sjaldan við bílskúrinn og bílana og nærri því aldrei í barnaherberginu. Því að nú er hann kominn á þann aldur, að ; hann skriður inn í skáp í eld- ; húsinu að minnsta kosti tuttugu sinnum á dag, — skápinn, sem mamma geymir pottana í. Því að börn verða að hugsa svo margt og reyna að prófa alla hluti. Bjössi fór með mömmu í járn- brautarvagni í sumar, en nú eru pottarnir járnbrautarlest, -—- Bjössi vill ekki heyra annað nefnt. Tuttugu sinnum á dag ek- ur hann pottunum um gólfið, og við og við heyrist hann kalla: 1 „Allir inn! Lokið dyrunum!" og svo: „Fulla ferð áfram!" því að hann hefur líka farið í vélbát einu sinni. Það kemur fyrir, að mamma hnyklar brúnirnar, því að henni finnst eldhússkápurinn ekki sem hentugastur staður til að leika sér í. En hún hefur ekki skap í sér að til trufla Bjössa, þegar hann er að leika sér, og líklega verður hann bráð- um leiður á þessu, eins og flest- um öðrum leikjum. Kannske dal- ar hann pottana, en verra gæti það þó verið. Og mamma fær að vera í friði á meðan. Nú kveður hún Bjössa alvar- lega, og þegar hann leggur af stað í fjórtándu ferðina í dag.tek- ur hann í pilsið hennar og segist vera að fara. Hann tekur smá- kassa úr skápnum og fær gam- alt blað, sem hann ætlar að rífa sundur í farmiða handa fólkinu. En þetta minnist hún ekkert á við mág sinn, húsameistarann, sem er að tala um rétta gerð barnaherbergja, og hefur inn- réttað herbergið hans Bjössa, sem hann vill aldrei leika sér í. 14 Fálkinn, 26. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.