Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 13

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 13
bil samtímis og svarti lögreglubíll- inn rann upp að gangstéttinni. Lo- max fulltrúi steig út og læknirinn gekk til hans og kynnti sig.. Þeir urðu samferða inn í húsið. — Já — þessi maður á langan vinnudag að baki sér og hefur kom- izt langt, sagði læknirinn. — Það er enginn leikur að halda öllu í horfinu þangað til maður er orðinn áttatiu og eins árs, þegar hjartað var eins og það var i honum. Það eru ekki allir sem hefðu getað það. Lisa var mjög alvarleg. Hún sagði þeim það, sem hún vissi og fór með þeim inn í einkaskrifstofu forstjór- ans. Læknirinn athugaði líkið laus- lega og sagði: — Hjartakrampi, ekki sé ég betur. Með eftirfarandi köfn- un. Hann hef ur hnigið tram á borðið. Líklega hefur þetta gerzt á fáein- um sekúndum. — En þessi för á úlfliðnum? spurði lögreglufulltrúinn. — Ég geri ráð fyrir að þau séu eftir hann sjálfan, þegar hann fékk aðsvifið. Lomax fulltrúi kinkaði kolli. -— Þá er ekkert fyrir mig að gera hérna. Þegar ég kem á stöðina aftur, ætla ég samt að síma fyrir siða sakir til formannsins í líkskoðunarnefnd- inni. Það er skylda að tilkynna hon- um þetta, eins og þér vitið. Og svo getur hann símað til yðar, ef hann kærir sig um. Nú heyrðist umgangur i fremri stofunni. Og svo var drepið laust á dyrnar. Lisa opnaði. Miðaldra mað- ur, gráhærður, stóð þar og sagði lágt: — Þetta er sorgardagur, ungf rú Mac- Lean. Hún kinkaði kolli, raunaleg á svip og hleypti honum inn. — Þetta er Johnson, þjónn forstjórans, sagði hún við hina. Þjónninn gekk niðurlútur inn að borðinu og horfði á Jik húsbó.nda síns. — Já, í sannleika sorgardagur. Gerðist þetta fljótt? — Já, mjög fljótt. Hann var í fullu fjöri þegar herra Henry fór frá hon- um, sagði einkaritarinn. — Var herra Henry þá hérna í dag? — Já, hann átti eitthvert erindi við forstjórann. Craig forstjóri var alveg eins og hann átti að sér þegar herra Henry fór, því að þeir töluð- ust við þegar herra Henry var í dyr- unum. Ég heyrði greinilega að frændi hans sagði: „Jæja, við sjáum nú til — við sjáum til — við sjáum til.“ EINKENNILEGIR drættir fóru um andlit Johnsons og furða skein úr augunum á honum. Hann tók í hand- legginn á fulltrúanum. — Afsakið þér, en mætti ég fá að tala við yður — í einrúmi — frammi í hinni skrif- stofunni? — Já, sjálfsagt. Þeir fór fram og eftir nokkrar mín- útur kom fulltrúinn aftur og spurði: — Segið mér, ungfrú MacLean — var fi’ændi hans með skjalatösku með sér, þegar hann kom í dag? -— Já, stóra, svarta tösku, eins og koffort í laginu. — Skyldi vera hægt að ná í hann núna undir eins? — Já. Hann er að borða hádegis- verð með einhverjum ritstjóra í Blaðamannaklúbbnum. — Viljið þér síma þangað, gerið þér svo vel. Segið honum hvernig komið sé oð biðjið hann um að koma hingað strax. Við skulum ekki tefja hann lengi, segið honum það. Hann fær að fara aftur þegar i stað. Og ég ætla að biðja læknirinn og yður að bíða hérna á meðan. Og Johnson líka. Ég kem aftur eftir dálitla stund. Ég hugsa að ég komi rétt á eftir herra Henry. Hann stóð við það. Tæpum þrernur mínútum eftir að Henry kom inn í skrifstofuna og lýsti harmi sínum út af frændamissinum, var fulitrú- inn kominn aftur. Hann var með stóra tösku í hendinni. Þegar Henry sá töskuna, náfölnaði hann. — Hvað er nú þetta? hreytti hann út úr sér. — Þér verðið að afsaka, að ég hirti töskuna yðar í fatageymslunni í Blaðamannaklúbbnum, Henry Craig, sagði lögreglufulltrúinn. — Ég gizk- aði rétt á, að þér mynduð geyma hana þar á meðan þér skryppuð hingað. En geymsluvörðurinn var hinn versti, svo að ég varð að sýna honum heimildir á mér, til þess að hann fengist til að láta töskuna af hendi. Henry Craig starði á hann og réð sér varla: — Þetta er mesta frekj- an, sem .... Niðurl. á bls. 32. HVENÆR VERÐUR ÞAÐ? Eitt af vandamálum nútímasamgangnanna er það, aö spara fólki tíma viö aö komast af flugvöllum stórborganna inn í borgirnar sjálfar, Flestar tillögurnar liníga í þá átt aö nota kopta (þyriÚ vœngjur) í þetta. Önnur tillagan er aö leggja einteinungsbrautir frá flug- völlunum inn í borgirnar. Sænski auömaöurinn Axel Wenner-Gren hefur í mörg ár variö stórfé til þess aö fullkomna hinar svonefndu Alweg-brautir, sem liann telur hentugar til flutnina af þessu tagi. Undir vögnunum eru gúmmíhjól, sem renna á einum teini, en smáhjól til hliöanna til stuönings vagninum, er hann stendur kyrr. — Á myndinni sést sir Alfred Bossom þingmaöur í enska þinginu meö líkan af svona Alweg-vagni, sem getur þot- iö eins og reiðhjól um borgirnar, en þarf þó stuöning, þar sem hann stanzar, Fálkinn, 26. tbl. 1960 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.