Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 34

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 34
CTSALA Kuritnannaföt Stakir jakkar NEO tip hafa öðlast miklar vinsældir hjá dömum sem hafa reynt þau. Þau leyfa óþvingaðai hreyfingar, eru fyrirferðar- lítil og þola steypiböð. — Einnig hafa hentugar um- búðir orðið vinsælar í með- ferð. HUGVIT. Söguleg auglýsing Margir lesendur síðasta blaðs Fálkans hafa símað og spurt að því, hvers vegna „Bayerskt öl“ sé auglýst þar — það hafi ekki feng- izt í mörg ár. Fálkinn skal gefa fulla skýringu á þessu. Það varð að ráði, að Fálk- inn birti á baksíðunni í 25. tbl. aug- lýsingu, sem er söguleg og 30 ára gömul. j Hún kom í Alþingishátíðarblað- ihu 1930 og var: 1) Fyrsta þrílita auglýsingin, sem birt hefur verið á íslandi. Teikn- inguna gerði listmálarinn Tryggvi Magnússon. 2) Hún var dýrasta auglýsingin, sem birt hafði verið hérlendis. 3) Hún kom út í stærra upplagi en nokkur auglýsing, sem út hafði komið þá hér á landi, því að upplag Alþingishátíðarblaðsins var 12.000 eintök. Síðan hafa orðið ýmsar breyting- ar. Bjórinn er horfinn en fjöldi svaladrykkja við allra smekk kom- inn í staðinn. Hugvitsmenn frá þrettán löndum hafa haldið sýningu í Bruxelles á ýmsu, sem þeir hafa upphugsað síð- asta árið. Þar er m. a. sófi handa þremur, til þess að festa ofan á bil, svo að fólk geti legið þar og notið náttúrufegurðarinnar betur en inni í bilnum. Þar eru líka árar með nýju lagi, þannig að ræðarinn snýr sér fram í bátnum þegar hann rær, og „hökustoð", sem hindrar, að börn sitji með nefið niðri við bókina, þeg- ar þau lesa. Þegar þessi 10 mánaSa gamli snáði var slcíröur, þurfti enginn aö fara í grafgötur meö að hann heföi sjó- mannsblóð í œöum. FaÖir hans, sem er undirforingi í brezka flotanum, fékk fyrrverandi skipsprest til aö framkvæma athöfnina, og skírnar- fonturinn var gömul skipsklukka. 34 Faikinn, 26. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.