Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 3

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 3
t FÁLKINN VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opið kl. 10—12 og iy2—6. — Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f. ^kraddafaftankar Sjö óforsjálar meyjar hafa orðið til þess að sanna gildi þess gamla orðtækis, að „engin regla er án und- antekningar“. Þær voru í skóla lengst suður í Danmörku og varð það á að gerast sjálfráðari en sam- rýmst gat reglum skólans. Kennslu- kona þeirra setti ofan í við þær og lét reka þær út af skemmtistað, sem þær undu sér of vel á, en í stað þess að biðja afsökunar á yfirsjón sinni, gerðu þær samtök um að sækja ekki kennslustundir hjá þessari konu. Afleiðingin: forstöðukonan rak þær úr skóla, og nú iðrast þær væntan- lega ofstopa síns. Sem betur fer er þetta undantekn- ing, sem staðfestir regluna. Því að það er mála sannast, að íslenzkt námsfólk erlendis getur sér gott orð fyrir dugnað og ástundun við nám og sýnir þannig, að það metur vel þá hjálp, sem aðstandendur og hið opinbera ver til þess, að hinir ungu borgarar þjóðfélagsins geti menntað sig og leyst af hendi þarflegt ævi- starf. En það virðist mega rekja tilfelli hinna sjö óforsjálu meyja til upp- runa síns og finna orsakirnar. Því miður er það nú tízka, að uppvax- andi æskulýður gerist frakkari og sjálfráðari en hollt er. Agaleysið i mörgum skólum er meira en góðu hófi gegnir og margir foreldrar hirða minna en skyldi um, að innræta börn- um sínum hlýðni, stundvisi og góða siði. Sumir halda því fram, að það sé beinlínis skaðlegt að banna böm- um nokkurn skapaðan hlut, þau eigi að gera hvað sem þeim sýnist, — á þann hátt verði þau „frjálsir menn“. En öll saga mannkynsins sýnir og sannar, að þetta er skaðlegur mis- skilningur. Agaleysið hefur ávallt reynzt skaðlegt og afleiðingar þess hafa reynzt mörgu góðu mannsefni þungur og erfiður baggi, þegar hann átti að fara að standa einn í lífsbar- áttunni. Engum manni eða konu hef- ur nokkurntíma orðið það til tjóns að sýna fágaða framkomu, stundvísi og hlýðni við þá, sem yfir þá voru settir. Dæmi hinna sjö óforsjálnu eru aðvörun, sem ungu fólki er gott að festa sér í minni. SEMPERIT Hjólbarðar og slöngur eru viðurkennd fyrir gæði Einnig hagkvæmt verð \ lager er: 590x14 - kr. 689,20 600x16 snjódekk — kr. 1037,00 G. HELGMON & MELSTED H.F. SÍD.ii 11644 TIL LESENDA FÁLKANS Ritstjórnin vill gera sér far um að hafa sem nánast sam- band við lesendur sína um land allt. Sendið okkur línu og látið okkur vita hvað af efni blaðs- ms ykkur líkar bezt og sömuleiðis tillögur um efm, sem yður finnst vanta. Þá reynum við að fullnægja öllum sanngjörnum óskum eftir því sem hægt er. Með beztu kveðju. Ritstjórn Fálkans. Fálkinn, 26. tbl. 1960 3

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.