Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 16

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 16
Dorothy L. Sayers: ÖNGÞVEITI Ekki hef ég hugmynd um, hver stofnaði til þessarar brjálæðiskenndu deilu. Ég held að það hljóti að hafa verið Timpany. Hvað sem öðru lið- ur, þá er það þessháttar gagnslaust en ergjandi efni, sem Timpany ætl- aði að koma rifrildi af stað um, eftir iangan veiðidag. Um það leyti hafði ég samið við bóndann um bát morg- uninn eftir, og varð svo að koma í rabbstofuna, sem reykt var í. Þá var komið kapp í þá, og þeir voru að rifast um Kínverjann. Þér þekkið það. Ef þér gætuð eign- azt milljón sterlingspund án þess að það hefði nokkrar illar affleiðingar fyrir sjálfan yður, með því að þurfa ekki að gera annað en þrýsta á lít- inn bjölluhnapp, sem gæti stútað með rafstraumi einum ókunnum Kínverja í tíu þúsund mílna f jarlægð, — mund- uð þér þá gera það? Flestir mundu hafa myndað sér ákveðna skoðun gagnvart þessu atriði, nema útlend- ingurinn búlduleiti, sem ekki var úr okkar hóp. Hann hafði, eins og hæv- erskan bauð honum, falið sig bak við opna bók, og það lá við að ég vorkenndi honum, því að þama var hann í sjálfheldu inni í horninu milli Timpanys og Poppers vinar hans, sem er meðal beztu ræðukappa í heimi. Ofurstinn sagði „Voff-voff!“ og vitanlega þrýsti hann á hnapp- inn. Allsstaðar I veröldinni of margt af þessum bannsettum Kínverjum — yfirleitt of margt af óþjóðalýð. Og ég sagði, að flestir mundu fást til að afreka talsvert fyrir milijón pund. Og paterinn sagði (eins og hann auð- vitað hafði skyldu til að gera) að enginn finndi stoð í réttlætinu fyrir því að svipta annan mann lifi. Og Timpany sagði: Hugsið ykkur allt það góða, sem maður gæti látið af sér leiða fyrir milljón pund, og Pop- per gamli sagði, að þetta væri allt undir því komið, hvernig sálarfar þessa Kinverja væri — hver veit nema annar Konfutsius gæti orðið úr honum — og út úr þessu barst talið að öðru enn vitlausara, svo sem því: hvoru ætti maður að bjarga, ef velja skyldi milli fárveiks um- hennings eða bibliuhandritsins Codex Sinaiticus? Timpany sagði, að undir öllum kringumstæðum mundi hægt að full- yrða, að enginn sæmilegur maður myndi hika augnablik (ég var gras- asni og hafði leyft mérð að hugsa mig um). Ættum við ekki að muna, að mjög líkt tilfelli kom fyrir hérna einu sinni, og hvaða ógnarlegur gauragangur spratt út af því? Hann átti við, sagði hann, þessa gömlu sögu út af Davenant-Smith-handrit- unum." Paterinn minnti á, að Davenant- Smith væri sá hinn sami, sem týndi lífi í Bunga-Bunga, þegar hann var þar á ferð til að grafast fyrir orsakir og kynna sér meðferð svefnsýkinnar. Hann var píslarvottur vísindanna, hafi nokkur nokkurntíma verið það. Timpany féllst á þetta og beið um stund, til þess að fá tækifæri til að skýra frá hvernig skjöl Davenant- Smiths, sem greindu frá öllum vís- indaárangri hans, komust heim til ekkjunnar hans. Þetta var kúffull skrína af skjölum, sem hvorki hafði verið raðað niður, flokkuð eða lesin. Ekkjufrú Davenant-Smith þurfti að ráð til ungan og afbragðsgreindan læknisfræðing til þess að búa skjölin undir prentun. Og einmitt nóttina eft- ir kviknaði í húsinu hennar. Þá rámaði mig í eitthvað og ég kallaði upphátt: „Já, alveg rétt, drukkinn bryti og steinolíulampi, -— var það ekki?“ Timpany kinkaði kolli. Þetta hafði allt gerzt um miðja nótt — timbur- hús með hálmþaki, ekkert vatn og næsta slökkvisveit í tíu mílna fjar- lægð. 1 stuttu máli var þannig kom- ið, að ungi læknisfræðingurinn átti aðeins um tvennt að velja: að bjarga handritunum eða gamla brytaræflin- um. Hann bjargaði handritunum fyrst, og þegar hann kom aftur til að ná í brytann, féll þakið á húsinu og hann gat ekki náð til hans.. Ég heyrði, að paterinn tautaði „hræðilegt", og tók eftir að ókunni maðurinn í horninu þóttist vera að fletta blaði í bókinni sinni og mændi dimmum, raunalegum augum á Tim- pany. „Þetta kom allt fram í yfirheyrsl- unum,“ hélt Timpany áfram. „Lækn- isfræðingurinn var spurður i þaula. Hann sagðist hafa verið þeirrar skoðunar, að handritin væru mann- kyninu ómetanlega mikils virði, en vissi hins vegar ekki til að brytinn væri sérstökum kostum gæddur. Dóm- arinn setti alvarlega ofan í við hann, og læknisfræðingurinn hefði lent í slæmri klípu, ef ekki hefði viljað svo til, að eldurinn kom upp í svefnher- bergi brytans. Úr því sem komið var dæmdist rétt vera að líklega hefði brytinn verið kafnaður áður en elds- ins varð vart. „En þetta reið vitanlega læknis- fræðingnum að fullu. Engum datt í hug að fá lækni til að gera athug- un á málinu, en fannst nokkur þús- und veikir svertingjar í frumskógin- um miklu meira virði en einn bryti á vísum stað. Ekki veit ég hvað varð um læknisfræðingsgarminn. Ég hugsa, að hann hafi breytt um nafn og farið til útlanda. En hvað sem því líður, þá varð einhver annar til þess að vinna úr handritunum, en á þeim byggist, eins og þið líklega vitið, öll vísindaþekking á svefnsýk- inni. Ég geri ráð fyrir að Davenant- Smith-lækningin á svefnsýki hafi bjargað óteljandi mannslífum. Jæja, pater, hvort var nú ungi læknisfræð- ingurinn píslarvottur eða morðingi?" „Það veit guð einn,“ sagði pater- inn. En ég hugsa, að ég hefði reynt að bjarga brytanum, ef ég hefði ver- iðið í hans sporum." ,,Voff!“ gelti ofurstinn. „Þetta er skrambi snúið. Það er enginn missir að gömlum þrjót. Of mikið til af þeim — engum eru þeir til gagns. En þrátt fyrir það er þetta skratti leiðinlegt, að láta mann brenna inni.“ „Svefnsýkin er afar óþægileg líka,“ sagði ókunni maðurinn. „Ég hef kom- izt í kynni við hana.“ „Og hvaða álit hafið þér á þessu máli, herra minn?“ spurði paterinn. „Ungi læknirinn var flón,“ sagði ókunni maðurinn með beiskju. „Hann hefði átt að vita, að það eru angur- bliðukveifar sem stjórna heiminum. Þetta var ekki nema mátulegt á hann.“ Popper gamli leit við og horfði hugsandi á ókunna manninn. „Þetta er tiltölulega einfalt mál,“ sagði hann. „Handritin voru vafa- laust verðmæt og brytinn tvímæla- laust einskis virði. Nú skal ég segja ykkur frá máli, sem virkilega var ekki auðvelt. Það kom fyrir mig — fyrir mörgum, mörgum árum. Og jafnvel enn í dag — sérstaklega ein- mitt núna — finnst mér vert að rifja það upp.“ Ofurstinn urraði og Timpany sagði: „Áfram með smérið, Popper; segið þér okkur söguna." „Ég veit ekki hvort ég get það,“ sagði Popper. „Ég hef reynt að var- ast að hugsa um það. Ég hef aldrei minnzt á það fram á þennan dag. Ég held ekki ....“ „Hver veit nema yður létti, ef þér segðuð okkur frá því,“ sagði pat- erinn. „Ég efast um það,“ sagði Popper. „Vitanlega þykist ég vita, að þið lít- ið með sanngirni á málið. En það gerir kannske illt verra.“ Nú gerðum við skvaldur og ókunni maðurinn sagði, talsvert áf jáður: „Ég hefið mjög gaman af að heyra þetta." Popper gamli leit á hann aftur. Svo hringdi hann bjöllunni og bað um tvöfaldan viskí. „Jæja,“ sagði hann, „það er þá bezt að ég segi ykkur það. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn, en kannske rámar ykkur í þetta mál. Ég var ungur, þegar þetta gerðist, og var skrifari á lögfræðiskrifstofu. Okkur hafði verið falið að taka að okkur vörn fyrir ákveðinn mann — sölu- mann — sem var sakaður um að hafa drepið stúlku. Líkurnar gegn honum voru ískyggilegar.en af hátta- lagi mannsins þóttumst við geta ráð- ið, að hann væri saklaus, og okkur 16 • Fálkinn, 26. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.