Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 29

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 29
hún ætti að síma, eí hún þyríti á honum að halda. Hún gat illa án hans verið, eins og á stóð, en samt gat hún ekki fengið sig til að hringja á númerið hans. Hvernig gat hún sagt honum, eða nokkrum öðrum, frá þeim hræðilega grun, sem hafði grip- ið hana? Mundi nokkur fást til að trúa henni? Kannske var þetta allt ekki annað en eintóm imyndun? En hún var hætt að halda, að það hefði verið ímyndun, að dyrnar hjá henni hefðu verið opnaðar, og hún vissi, að einhver hafði læðzt inn til hennar, — þetta var skýlaus stað- reynd! Stúlkurnar tvær, Ruth og Mary, komu, og fóru að vinna. Þær urðu skelkaðar og forviða, er þær hlust- uðu á frásögn Kötu. —. Já, trektar-konglurlærnar eru afar hættulegar, sagði Mary. — En þær eru mjög sjaldgæfar hér um slóðir. Ég skil ekki hvernig þetta kvikindi hefur komizt inn í herberg- ið yðar, ungfrú Kata. Hlerar fyrir gluggunum, og ég hef aldrei séð konguló í þessu húsi. En í dag skal ég sannarlega skoða hvern krók og kima. — Og aumingja ungfrú Helga! sagði hin. — Ég vona, að hún lifi þetta af, og ef hún hefði ekki flæmt kongulóna af öxlinni á yður, munduð þér hafa orðið fyrir þessu, ungfrú Kata. — Já, ég geri mér það ljóst .... Helga hefur líklega bjargað lífi minu, sagði Kata. — Frú Dennison lofaði að hringja. Bara að hún geri það sem fyrst, svo maður frétti hvernig líður. Síminn hringdi í sömu andránni. Kata var svo skjálfhent, að hún gat varla lyft heyrnartækinu. — Hún hefur þetta af, Kata. Rödd Fredu var örugg og sigurviss. — Læknirinn segir, að hún sé úr hættu. En hún hefur háan hita og verður líklega að liggja hérna um sinn. — Guði sé lof, að hún er úr hættu, sagði Kata og röddin var nærri því kjökrandi. — Já, þetta var tvisýnt um tíma, sagði Freda alvarleg og bætti við: — Viltu biðja stúlkurnar að hafa til morgunverð handa okkur! Það var dauft yfir fólkinu við morgunverðinn. Varla talað orð, og Kötu fannst Rodney og Freda forð- ast að líta hvort á annað. Hún reyndi að neyða ofan i sig matinn, en fannst hann sitja fastur i hálsinum. En henni létti mikið við að frétta, að Helga næði heilsu aftur. Þó var hún hrædd ennþá Hún horfði á þau á víxl. Gátu þessi hjón virkilega ósk- að að sjá hana dauða — og jafnvel svo mikið, að þau gerðust morðingj- ar sjálf? Það var nístingsleg tilhugs- un og hún reyndi að vísa henni á bug, en tókst það ekki. Hún heyrði sjálfa sig segja upp- hátt: — Ef Helga hefði ekki rekið kongulóna af öxlinni á mér, gæti ég verið dauð núna .... — Hvaða bull er þetta! Rodney leit snöggt upp. — Við mundum hafa bjargað þér á sama hátt og okkur tókst að bjarga Helgu .... sem bet- ur fór. — En ef ég hefði verið sofandi, er ekki víst að ég hefði orðið vör við bitið, sagði Kata. —- Vitanlega hefðir þú vaknað við það, sagði Freda hálf önug eftir nokkra þögn. — Þú mundir eflaust ekki hafa verið I neinni hættu þó að Helga hefði ekki verið inni hjá þér. — En vitanlega var heppilegt, að hún skyldi vera þar, sagði Rodney. — En hvernig stóð annars á því, að hún var inni hjá þér, svona um miðja nótt? Kata fann glöggt hvernig rann- sóknaraugu þeirra beggja störðu á hana, og i augum Rodneys þóttist hún geta lesið gruninn, jafn skýrt og kvöldið áður. Hún reyndi í ofboði að leita að einhverri skýringu, og óskaði að hún hefði búið sig undir þessa spurningu, sem vitanlega var óhjákvæmileg. — Hún hafði víst fengið martröð, og þegar hún vaknaði, þorði hún ekki að liggja ein í myrkrinu. En hún sá á andlitinu á þeim, að lygin hafði ekki tekizt sérstaklega vel. Þau trúðu henni ekki. Héldu þau að Helga hefði komið inn til að að- vara hana? Ef svo væri, var líf Helgu í eins mikilli hættu og henn- ar sjálfrar. Að minnsta kosti undir eins og hún kæmi úr sjúkrahúsinu. Hún fann til einhverskonar ábyrgð- ar á Helgu, ekki aðeins vegna þess að líklega hafði hún bjargað lífi hennar, heldur af því að henni þótti vænt um hana. Það var eitthvað barnslegt og biðjandi við Helgu, sem olli þvi að mann langaði ósjálfrátt til að hjálpa henni. Kata gat vel skilið, að aðrir fundu þetta líka. Að minnsta kosti fann Bern það áreið- anlega. En var það ekki meira en óskin um að hjálpa henni og vernda hana, sem honum var í hug? Og hvernig voru tilfinningar Helgu til hans? Einhvern veginn hafði Kata Þeir lolcuSu hjá mér símanum ár- ið 1897, skal ég segja yöur. orðið þess vísari, að Dennisonshjón- in vildu stuðla að því, að Helga og Bem yrðu sem beztir vinir. Og hvað hélt hún sjálf um vináttu þeirra? Kötu hafði verið mikil stoð í vin- áttunni við Bern — en hve mikil? Hún fann til einskonar ábyrgðar á honum lika. Þó hann væri hágáfað- ur og lærður, var hann að ýmsu leyti eins og barn. Hana langaði til að taka hann að sér og vernda hann, og það var ekki eingöngu af þvi að hún væri einkaritari hans. Hún hafði látið Adrian halda, að eitt- hvað væri milli hennar og Berns, en það var aðeins til þess að sýna að hún væri hvergi hrædd. En hún var farin að ímynda sér, að þetta gæti orðið staðreynd — ef hún væri áfram um það sjálf. Kötu fannst þessi morgunmáltíð aldrei ætla að taka enda, en loks var staðið upp frá borðum. Hún bjó sig til að fara út. Það var ástæðu- laust að híma heima hjá Dennison, hún gæti eins vel reynt að verða Helgu að einhverju liði, þar sem hún lá í sjúkrahúsinu. Hún ætlaði að heimsækja hana síðdegis — ef henni yrði þá hleypt inn. Hún þráði að komast burt úr þessu húsi — hún var hrædd við það. Hún kom snemma í skrifstofuna, en samt var Bern kominn. Hann grúfði sig yfir einhverjar ljósprent- anir, sem lágu á víð og dreif um skrifborðið hans. Þær voru af fjar- stýrðu skeyti, sem vonir stóðu til að færi hraðar og kæmist lengra en nokkuð annað, sem reynt hafði verið hingað til. Hann var stórhrifinn, brúnu augun glitruðu og rauðjörpu hárin risu á höfðinu á honum, eins og hann hefði kembt það með öllum fingrunum. — Þarna held ég að við séum á réttri leið, sagði hann. — Ég held að þessi komist fimm hundruð míl- ur, ef ekki lengra. Ég fékk teikn- ingarnar í gærkvöldi hjá dr. Wig- man. Verst, að sumir hlutarnir úr þessu verða aðeins framleiddir i Eng- landi, svo að við verðum að flytja þá hingað. Þess vegna verðum við að bíða nokkrar vikur, þangað til við getum haldið tilraununum áfram. Við gætum sparað okkur afar mik- inn tíma, ef við gætum smíðað þessa hluti hérna. Ég var að tala um þetta við dr. Wigman í gærkvöldi. Þú veizt að hann var prófessor í flugaflfræði í háskólanum í Belfast, áður en hann kom hingað. Þú verður að kynnast honum, Kata. Ég hugsa, að þú hafir mjög gaman af að tala við hann. Hún brosti aðeins. — Ég er hrædd um að hann hafi lítið gagn eða gam- an af því samtali. Ég hafði aldrei komið nærri þessum vísindum áður en ég fór að vinna hjá þér. En ég vona að ég læri ýmislegt með tíð og tíma. — Þú hefur lært mikið, nú þegar, Kata. Það er nærri því óskiljanlegt, að þú skulir aldrei hafa fengizt við þetta áður. Þú ert greind stúlka! Ég hef óskað sjálfum mér til hamingju dags daglega, að ég skyldi ná I þig. (Framh.) Fálkinn, 26. tbl. 1960 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.