Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 31

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 31
£krítlur Maður nokkur kom með hund og kött til sirkusstjórans og sagðist hafa ágætt sýningaratriði handa honum. | Kötturinn lék á píanó og hundurinn 1 söng „Old Man River“. Sirkusst|oi- inn hlustaði á hljómleikana og varð i|| hrifinn. — Stórfenglegt! hrópaði hann. — Já, sagði maðurinn, — en samt | eru nú svik í þessu. Hundurinn get ur alls ekki sungið. Það er kötuu inn, sem er búktalari. ■nmaani Kaupmaðurinn, sem Gúndi í Bala verzlaði við, þótti naumur í viðskipt- um og gefinn fyrir að „vikta á sér fingurna" sem kallað er. Einu sinni er Gúndi að kaupa af honum léreft, og að vanda mælir kaupmaðurinn naumt, og svo tekur hann skærin. Þá segir Gúndi: — Gættu nú vel að þér og klipptu ekki af gómunum á þér, því að þá geta þeir orðið of léttir á voginni. SKOTINN. Það var auka-aðalfundur í hluta- félaginu. Urgur í hluthöfunum og al- menn óánægja með stjórnarformann- inn, McAber. Það stóð til að fella hann með vantraustyfirlýsingu. Mc Aber stóð upp og hélt ræðu: — Herr- ar mínir! Ég leyfi mér að benda ykk- ur á, að nafn mitt er prentað á bréfs- efni félagsins, og að enn eru ellefu eintök eftir af þessum bréfsefnum. McAber var endurkosinn. ... og svo eru það 125 kr. fyrir að eyðileggja vogina. — Það er leitt að hann skuli vera kominn á vandræðabarnahælið, drengurinn yðar. — Já, víst er það leitt, um jafn vel innrættan dreng. Hann kom alltaf til mín með allt sem hann stal. ★ — Já, elskan mín, sagði hann þeg- ar hann hafði litið yfir mánaðarút- gjöldin. — Nú er ekki nema eitt fyr- ir okkur að gera: að sækja um inngöngu i striplingafélagið. önd, sem vissi hvers virði hún var. Eða: Önd, sem virti líf sitt mikils. Bóksölumaður komst upp í afdali og tókst að pranga alþýðlegu fræði- riti upp á Gvend í Selinu. — Fyrsta bindið fékk Gvendur strax, en hin átti hann að fá í pósti hvert eftir öðru. — Næsta bindið fjallar um kyn- ferðisvandamálin, segir bóksölumað- urinn. •—■ Ja, er það ekki sem ég segi, svarar Gvendur. ■— Ykkur tekst að gera vandamál úr öðru eins smáræði og því. En ég þarf nú ekki að fara í bækur til að læra um það. — Eigið þér ekki neinar ódýrari lögreglusögur? — Jú, en morðin eru miklu færri í þeim, frú. — Já, ég er bara að þvo mér hend- urnar. Hvers vegna læturðu svona! AUÐKENNI. — Hver er hann eiginlega, þessi Samúel, sem þú ert alltaf að tala um? ■— Það skal ég segja þér. Ef þú mætir tveimur mönnum, og annar þeirra er sígeispandi, þá er hinn mað- urinn hann Samúel. Agneta! hérna kem ég með haf• meyju! Fálkinn, 26. tbl. 1960 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.