Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 19

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 19
Hér sést nokkur hluti Loch Ness og hlíðin hak v-iö. Fremst á myndinni sést hluti af rústum XJrquart- hallar, sem foröum var mikiö höföingjasetur. — Straumur skemmtiferöamanna til Loch Ness hefur margfaldr azt vegna „skrimslisins“. Hann hvíldi sig klukkutíma í bátn- um og kafaði svo aftur. Vinir hans í bátnum höfðu fœrt hann í skinn- vesti og bundu kaðal við hann. Eftir þrjú kortér fundu þeir að kippt var fast í kaðalinn. Þeir toguðu í kað- alinn fyrst, og biðu svo þess að Ev- ans gæfi þeim merki um hvort hann vildi komast upp. En ekkert merki kom. Allt í einu stríkkaði svo á kaðl- inu, að bátnum hallaði á það borðið, sem hann var. Og svo slitnaði kað- allinn. Síðan hefur enginn orðið var við Norman Evans. Á sömu leið fór Gerry Ferguson, úr kafarasveit sjóhersins. Hann var mikill vinur Buster Crabbs, þess sem hvarf við köfun hjá rússneska her- skipinu i enskri höfn. Ferguson átti einu sinni heimsmetið i froskmanna- köfun, — 225 fet. Peningamenn höfðu heitið honum stórfé, ef hann næði í skrímslið í Loch Ness, dautt eða lif- andi. Og einn sumardag 1952 fór hann út á Loch Ness með tveimur vinum sinum. Þeir festu í hann björgunarlínu. En hann kom aldrei upp aftur. Lengi var slætt eftir lík- inu, en það bar engan árangur. -----Vitanlega varð Newbold hugsað til þessara manna, er hann var að berjast við óvættina. „Ég reyndi að hrista það af mér,“ sagði hann síðar, „því að ég vissi, að það gat komið mér í uppnám.“ Það, sem vakti mestan geig í honum var, að hann vissi ekkert hvað hann var að berjast við. Og hann gat ekki fest hönd á þessu slepjaða ferliki. Það var alveg hjá honum, en hált eins og áll. Og ferlikið dró hann með sér ofan í djúpið, unz honum loks tókst að losa hægri fótinn úr tvívöfðum arminum, með því að spyrna fast með vinstra fætinum. Newbold telur, að hann hafi verið á 30 metra dýpi, þegar hann losn- aði. Hann vissi óljóst af sér, en fann þó, að honum miðaði hratt upp á við, undir eins og hann var orðinn laus. Hann vissi vel, að hann mátti ekki fara of hratt upp, svo að lík- aminn yrði ekki fyrir of snöggri breytingu af minnkandi þrýstingi. Á leiðinni upp sá hann eitthvað rétt hjá fótunum á sér og sparkaði þá eins og hann gat. „Ég mundi hafa haldið, að það væri fiskur, ef ég hefði ekki vitað, að ég hafði ekki séð einn einasta fisk þar sem ég kafaði.' Bændur sem veiða í vatninu segja, að stundum sé mikill fiskur úti í miðju vatni, en stundum enginn. VlSINDIN GEFA ENGA SKÝRINGU. Þegar Newbold kom upp í vatns- borðið var hann helblár í framan og meðvitundarlaus. Mennirnir í bátnum héldu, að hann væri dauður. Var nú haldið til lands í skyndi og Newbold settur i súrefnistjald. Á hægri fótlegg var rauður hringur á ská, frá ökla og upp að hné, líkast og gildum kaðli hefði verið skávafið um fótinn og svo hert á. önnur verks- ummerki voru þarna engin, og hvergi sást far eftir sogskálar. Lækarnir, sem skoðuðu Newbold, gátu ekki gefið neina skýringu á rauðu hringunum á fætinum. Newbold mundi sjálfur ekkert eft- ir því, sem gerzt hafði frá þvi að hann sparkaði síðast fótunum, til þess að ná sem mestum hraða upp í vatnsborðið. Líklega hefur liðið yfir hann á 50 feta dýpi. 1 sjúkra- húsinu fékk hann lækningu á tauga- losti, en eftir nokkra klukkutíma var hann orðinn svo hress, að hann sagð- ist vera reiðubúinn til að kafa eftir skrímslinu á nýjan leik. — Ég skal gera það næsta ár, en þá fer ég ekki einn. Ekki með nokkru móti. Ég trúi ekki á vatnaskrimsli, og ég trúi ekki að neinn miðgarðs- ormur sé í Loch Ness. En það er áreiðanlegt, að eitthvert sædýr er þar. Kannske risavaxinn áll. Hvað veit ég? En mig langar til að kom- ast að þessu. Og þá vil ég hafa með Niðurl. á bls. 32. Fálkinn, 26. tbl. 1960 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.