Fálkinn


Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 5

Fálkinn - 17.08.1960, Blaðsíða 5
SKttÍTL UR Móðirin kallaði fyrir sig fjóra syni sína og sagði við þann elzta: — Þú átt að ganga í háskólann. JÉg vil ekki að þú verðir jafn ómenntað- ur og hann faðir þinn er. Við þann næsta sagði hún: — Og þú átt að fara í tónlistarskólann. Ég vil að þú verðir ekki laglaus eins og hann faðir þinn. Svo segir hún við þann þriðja: — Þú átt að verða kaupsýslumaður. Ég vil ekki að þú verðir jafn latur og hann faðir þinn. Og við þann yngsta segir hún: — Þú átt að verða tannlæknir. Ég vil að þú græðir peninga og verðir ekki alltaf staurblankur eins og hann faðir þinn er. En yngsti sonurinn svarar: — Nei, ég vil ekki verða tannlæknir. Ég ætla að giftast undir eins og ég er kominn úr menntaskólanum. Þá brýnir faðirinn raustina og segir: — Ég harðbanna þér það. Þú mátt ekki vera jafn heimskur og hann faðir þinn var. ★ Ólína yfirsetukona rakst einu sinni á Sánkti Pétur, þegar hann var í kynnisferð á jarðríki. Hann sagði henni, að hún mætti óska sér einhvers ef hún vildi, og hún þáði það og sagðist óska þess, að fram- vegis fengi feðurnir fæðingarþján- ingarnar en ekki mæðurnar, þegar þær væru að ala börn. Nokkru síð- ar var hún sótt upp að Hlíð. Hann Óli hafði gifzt í þriðja sinn fyrir nokkrum mánuðum. Hann var orð- inn nokkuð gamall, en konan var ung. Og nú þurftu þau á yfirsetukon- unni að halda. Og Ólína var forvit- in um hvernig fara mundi. Jú, allt gekk vel og rólega og móðirin skrækti aldrei meðan barnið var að koma. En uppi á lofti lá Jói vinnumað- ur og engdist sundur og saman af kvölum. Hann var frá vinnu í nærri því viku. ★ Síminn er ágæt og ómissandi upp- götvun, en til þess að geta notað hann þarf að vera sæmilega hljótt kringum mann. Ef of mikil háværð er í stofunni, er hætt við að maður heyri ekki það, sem sagt er „hinu- megin við vírinn“. Þess vegna sagði Jónas hérna um daginn: — Viljið þér bíða augnablik, ég ætla að lækka í útvarpinu. Maðurinn í símanum beið lengi og Jónas kom lafmóður til baka. Og svo sagði hann: — Afsakiið, að ég lét yður bíða svona lengi. En þetta var útvarpið frúarinnar hérna á neðri hæðinni. ★ —- Konan mín er að gera mig vit- lausan. Hún er alltaf að tala um fyrri manninn sinn. — Þú sleppur vel, kalla ég. Konan mín er alltaf að tala um næsta mann- inn sinn. Garðyrkjusýning í Hveragerði ið úrval fagurra blóma og hefði þó húsnæðið mátt vera stærra, því að af nógu er að taka í Hveragerði. Fyrir 30 árum var fyrsta gróður- húsið reist í Hveragerði, aðeins 45 fermetra stórt. Nú eru þar 36 garð- yrkjustöðvar, samtals þúsund sinn- um stærri en sú fyrsta. Ýmsar þeirra hafa 1000 til 2400 fermetra undir gleri. Um það bil % þessa mikla gróð- urlands er notaður fyrir grænmeti og tómata, en % fyrir blómarækt. Ýms- ir gróðurstöðvaeigenda framleiða yf- ir tíu tonn af tómötum á ári og einn yfir 100.000 gúrkur. En blómaræktin er líka í stöðugri' framför, svo sem sýningin bar vitni um. Bæði eru þar blóm, sem seld eru afskorin, svo sem rósir, nellikur, gladiolur o. fl. í mörgum afbrigðum og einnig alls konar pottablóm. Þar finna allir eitthvað, sem þá langar til að eiga. Fálkinn óskar garðyrkjubændun- um í Hveragerði til hamingju með sýninguna og þakkar fyrir ánægj- una af að fá að sjá hana. ★ AUÐVELDARA. —• Það er hörmulegt með æskuna nú á dögum. Það er svo að sjá, sem hún hafi meiri hug á að eignast bíl; en giftast. — Ójá. En það er líka miklu auð- veldara að bakka út úr bílskúrnum en út úr hjónabandinu. Þó það sé eftir dúk og disk vill Fálkinn minnast með nokkrum orð- um hinnar undurfögru blómasýning- ar, sem Hvergerðingar opnuðu fyrra laugardag. Þar var samankomið mik- Radarstöðin við „Alte Liebe“ í Gux- haven er nýr áfangi á leið til auk- ins öryggis í siglingum á nálœgum slóðum. Með aðstoð stöð'varinnar á skipum að vera fært að sigla við- stöðulaust þó skyggni sé ekkert, en þarna er, eins og kunnugt er, mikil skipaumferð. Fálkinn, 26. tbl. 1960 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.